Lífið

Ed Sheeran fagnar 25 ára afmælinu á Íslandi í dag

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ed Sheeran er staddur á Suðurlandinu.
Ed Sheeran er staddur á Suðurlandinu. vísir/getty
Enski tónlistarmaðurinn geðþekki, Ed Sheeran, er staddur á Íslandi og fagnaði afmælisdegi sínum í Gamla Fjósinu undir Eyjafjöllum í hádeginu.

Þar fékk hann sér steikarsamloku og var mjög viðkunnanlegur við starfsfólk staðarins. Í samtali við Vísi segir einn starfsmaður Gamla Fjóssins að hann hafi gefið Sheeran afmælisköku í tilefni dagsins. Hann var í fylgd með vinkonu sinni og virtust þau skemmta sér mjög vel. 

Ed Sheeran er 25 ára í dag. Samkvæmt árslista Facebook árið 2015 var Sheeran heitasti skemmtikrafturinn í heiminum. Hann var staddur í L.A. á mánudagskvöldið þar sem Grammy verðlaunin fóru fram. Þar fekk hann tvenn verðlaun, fyrir besta lag ársins og sem besti sólópopparinn. 

Á Twitter kemur fram að Sheeran hafi meðal annars sést í Bláa lóninu fyrr í dag.

Sheeran tilkynnti í desember á Instragram að hann ætli sér að draga sig í hlé frá samfélagsmiðlum á næstu mánuðum, hætta að nota síma og svara tölvupóstum. Jafnvel ætli hann sér að ferðast um heiminn áður en þriðja platan hans kemur út.

Hann virðist hafa staðið við stóru orðin og er nú kominn í ævintýraferð til Íslands.

Please read x

A photo posted by @teddysphotos on

Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið Thinking Out Loud sem var einmitt valið besta lagið á Grammy-verðlaunahátíðinni á mánudag.

Lumar þú á skemmtilegri sögu af Íslandsferð Ed Sherran? Láttu okkur endilega vita á ritstjorn@visir.is.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar afmæliskveðjur en þeim rignir yfir til popparann geðþekka á netinu í dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.