Leikkonan Heiða Rún Sigurðardóttir, eða Heida Reed eins og hún kallar sig, bar af á rauða dreglinum fyrir BAFTA verðlaunin sem fóru fram í London í gær.
Heiða klæddist svörtum síðum kjól úr smiðju Nicholas Oakwell og var förðunin í höndum meisrarana hjá Lancôme. Hún sagði á Instagramsíðu sinni að kvöldið hafi verið töfrum líkast og hún hefði endað í danssveiflu með kjólahönnuðinum sjálfum.
Munstraðir kjólar voru vinsælir á dreglinum en einnig var rauði liturinn áberandi á rauða dreglinum, á sjálfan Valentínusardaginn, eins og sjá má hér fyrir neðan.
Glamour