Lífið

Stephen Fry hættir á Twitter vegna umdeilds brandara

Bjarki Ármannsson skrifar
Leikarinn og grínistinn Stephen Fry hefur lokað vinsælli Twitter-síðu sinni, sem rúmlega tólf milljón Twitter-notendur fylgdu.
Leikarinn og grínistinn Stephen Fry hefur lokað vinsælli Twitter-síðu sinni, sem rúmlega tólf milljón Twitter-notendur fylgdu. Vísir
Leikarinn og grínistinn Stephen Fry hefur lokað vinsælli Twitter-síðu sinni, sem rúmlega tólf milljón Twitter-notendur fylgdu, vegna viðbragða við gríni hans um búningahönnuðinn Jenny Beavan á BAFTA-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi.

Fry sagði Beavan, sem fór í gær heim með búningaverðlaunin fyrir kvikmyndina Mad Max: Fury Road, í stríðni klædda eins og „bag lady,“ þ.e. heimilislausa konu eða sorpsafnara. Þess ber að geta að Fry og Beavan eru ágætis vinir og Fry segir hana hafa vitað af gríninu fyrirfram.

Leikarinn setti inn nokkrar færslur í gærkvöldi þar sem hann lýsti yfir reiði sinni í garð þeirra sem sögðu grínið móðgandi. Eftir að hafa kallað slíkt fólk „hræsnisfulla hálfvita,“ (e. „sanctimonious fuckers“) virðist Fry hafa lokað síðunni.

Fry, sem margoft hefur verið kynnir á hátíðinni, vakti einnig nokkra athygli fyrir grín sitt um leikarann Eddie Redmayne, sem lék Stephen Hawking og klæðskiptinginn Lili Elbe og þykir ansi myndarlegur: „Hann hefur verið maður fastur í eigin líkama, kona föst í mannslíkama, og ef ég fengi einhverju um það ráðið væri hann maður fastur í kjallaranum mínum.“

Fry hefur tvisvar áður hætt tímabundið á Twitter. Árið 2014 hætti hann í tengslum við tökur á kvikmynd og hann tók sér frí í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×