Lífið

Páll Winkel varð abbó út af Sölva Fannari: „Var látin vita af því að ég ætti nú að haga mér“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Páll Winkel og Marta María eru par.
Páll Winkel og Marta María eru par. vísir
„Ertu ekki full mikið klæddur? Viltu ekki fara úr skyrtunni? Hvað segið þið, viljið þið sjá hann fara úr skyrtunni?,“ spurði Marta María áður en atriðið frá Sölva Fannari Viðarssyni hófst í Ísland Got Talent á Stöð 2 í gær.

Sölvi Fannar er 44 ára einkaþjálfari og umboðsmaður Hafþórs Júlíus Björnssonar. Hann hefur oft verið kallaður Renaissance Man en hann var Gaua litla innan handar þegar hann létti sig fyrir framan alþjóð.

„Já ég veit, þetta var mjög óvandað hjá mér,“ segir Marta María, í samtali við þá Kjartan og Hjörvar í Brennslunni á FM957 í morgun.

Atriði Sölva var nokkurs konar gjörningur við frumsamið ljóð sem hann hafði samið sérstaklega fyrir keppnina.

„Ég biðst afsökunar en ég held að það hafi gert atriðið betra ef hann hefði gert þetta. Sko ef maður hefði beðið konu um að gera þetta, þá væri búið að kæra þann mann fyrir kynferðislega áreitni. Ég er bara búin að fylgjast með Sölva Fannari síðan 1996.“

Sölvi hlýddi ekki Mörtu og fór ekki úr að ofan í gær. 

„Mögulega var atriðið hjá Sölva frumlegasta atriðið í ár,“ segir Marta sem er í sambandi með Páli Winkel, fangelsismálastjóra. Hjörvar spurði Mörtu Maríu hvort Páll hefði orðið afbrýðissamur eftir atriðið með Sölva Fannari og hún svaraði; „Hann pikkaði nú smá í mig í gær og ég var látin vita af því að ég ætti nú að haga mér. Hann ýjaði að því að þetta væri nú ekki æskilegt.“

Hér að neðan má hlusta á viðtalið. 

Hér má sjá atriðið frá Sölva





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.