Lífið

Kanye West segist skulda milljarða

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kanye West.
Kanye West. vísir/getty
Kanye West er einn þekktasti tónlistarmaðurinn í heiminum og hefur hann sett sinn svip á rappsenuna undanfarinn áratug og rúmlega það.

Hann er mjög vinsæll og maður hefði kannski haldið að West væri vellauðugur. Svo virðist ekki vera ef marka má tíst sem hann sendi frá sér um helgina.

Þá segist hann skulda 53 milljónir Bandaríkjadollara eða því sem samsvarar tæplega sjö milljarður íslenskra króna.

 

Hann hefur lagt mikið í sölurnar í tískuheiminum og reynt að koma fatalínunni Yeezy á markað með trompi. Svo virðist eins og það hafi eitthvað misheppnast.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.