Helgi Már: Hefði verið mannskemmandi að tapa í dag Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. febrúar 2016 19:02 Helgi Már Magnússon fagnar í dag. vísir/hanna Helgi Már Magnússon, leikmaður KR, var manna kátastur að loknum bikarúrslitaleik KR og Þórs í dag sem KR vann, 95-79. Helgi hefur á glæstum ferli aldrei unnið bikarinn og var því hungraður í dag. Helgi spilaði líka þannig. Hann skoraði 26 stig og var kjörinn maður leiksins eftir sigurinn í sínum síðasta bikarúrslitaleik. Hann leggur skóna á hilluna í lok tímabils og flytur til Washington með konu sinni. "Ég var mjög gíraður en svo fékk ég víti til að koma mér í gang og þá slaknaði aðeins á mér. Svo fékk ég bara fullt af tækifærum til að gera hluti því Þór lagði eðlilega mikla áherslu á Mike," sagði Helgi Már við Vísi eftir leik. "Þeir reyndu líka að loka á Brynjar og þessa stráka en það er ekki hægt að dekka alla með svona pressu. Því opnaðist aðeins fyrir mig og ég lét bara vaða." "Það er mikið búið að tala um hraðaupphlaupið mitt. Þvílík snerpa. Maður gerði þetta bara hægt og rólega. Ég hélt ég væri að fara að missa boltann en svo allt í einu var allt galopið þannig ég lagði boltann bara ofan í," sagði Helgi. Helgi viðurkenndi fúslega að hann þráði sigur í dag þar sem hann var kominn í Höllina í líklega síðasta sinn á ferlinum. "Það hefði verið mannskeppandi að tapa í dag og þá hefði ég verið rosalega lítill í mér. Allt í allt er þetta fimmti bikarúrslitaleikurinn minn. Ég á þrjá sem leikmaður og einn sem ungur pungur í jakkafötum á bekknum," sagði Helgi Már. "Ég hugsaði í dag að við verðum að vinna þetta og sem betur fer tókst það. Þórsararnir eru góðir og þessi Vance er svakalega góður. Þetta tókst og við erum svakalega kátir með þetta," sagði Helgi, en ætlar hann með bikarinn til Washington? "Það er ár í næsta bikarúrslitaleik þannig ég hlýt að fá að taka bikarinn með út. Maður verður að fá að sýna strákunum hann," sagði kampakátur Helgi Már Magnússon. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Helgi Már Magnússon, leikmaður KR, var manna kátastur að loknum bikarúrslitaleik KR og Þórs í dag sem KR vann, 95-79. Helgi hefur á glæstum ferli aldrei unnið bikarinn og var því hungraður í dag. Helgi spilaði líka þannig. Hann skoraði 26 stig og var kjörinn maður leiksins eftir sigurinn í sínum síðasta bikarúrslitaleik. Hann leggur skóna á hilluna í lok tímabils og flytur til Washington með konu sinni. "Ég var mjög gíraður en svo fékk ég víti til að koma mér í gang og þá slaknaði aðeins á mér. Svo fékk ég bara fullt af tækifærum til að gera hluti því Þór lagði eðlilega mikla áherslu á Mike," sagði Helgi Már við Vísi eftir leik. "Þeir reyndu líka að loka á Brynjar og þessa stráka en það er ekki hægt að dekka alla með svona pressu. Því opnaðist aðeins fyrir mig og ég lét bara vaða." "Það er mikið búið að tala um hraðaupphlaupið mitt. Þvílík snerpa. Maður gerði þetta bara hægt og rólega. Ég hélt ég væri að fara að missa boltann en svo allt í einu var allt galopið þannig ég lagði boltann bara ofan í," sagði Helgi. Helgi viðurkenndi fúslega að hann þráði sigur í dag þar sem hann var kominn í Höllina í líklega síðasta sinn á ferlinum. "Það hefði verið mannskeppandi að tapa í dag og þá hefði ég verið rosalega lítill í mér. Allt í allt er þetta fimmti bikarúrslitaleikurinn minn. Ég á þrjá sem leikmaður og einn sem ungur pungur í jakkafötum á bekknum," sagði Helgi Már. "Ég hugsaði í dag að við verðum að vinna þetta og sem betur fer tókst það. Þórsararnir eru góðir og þessi Vance er svakalega góður. Þetta tókst og við erum svakalega kátir með þetta," sagði Helgi, en ætlar hann með bikarinn til Washington? "Það er ár í næsta bikarúrslitaleik þannig ég hlýt að fá að taka bikarinn með út. Maður verður að fá að sýna strákunum hann," sagði kampakátur Helgi Már Magnússon.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum