Viðskipti innlent

Íbúðalánasjóður selur 362 eignir

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Samsetning eignanna í hverju safni miðast við að hagkvæmt geti verið að reka um þær leigufélög og eru eignir í hverju þeirra venjulega í sama byggðarlagi.
Samsetning eignanna í hverju safni miðast við að hagkvæmt geti verið að reka um þær leigufélög og eru eignir í hverju þeirra venjulega í sama byggðarlagi. vísir/vilhelm
Íbúðalánasjóður hefur tekið tilboðum frá fjárfestum í tíu eignasöfn sem boðin voru til sölu í opnu söluferli fyrir áramót. Í eignasöfnunum tíu eru alls 362 eignir en eignasöfnin eru misjöfn að stærð og gerð.

Samsetning eignanna í hverju safni miðast við að hagkvæmt geti verið að reka um þær leigufélög og eru eignir í hverju þeirra venjulega í sama byggðarlagi.

Alls voru fimmtán eignasöfn auglýst til sölu fyrir áramót og bárust alls 43 kauptilboð í þau, en frestur til að skila inn tilboðum rann út í byrjun febrúar.

Farið var yfir tilboðin fyrr í þessari viku og kannað hvort þau væru í samræmi við skilmála söluferlisins. Þeir fjárfestar sem fengu tilboð sín samþykkt hafa þegar greitt 1% kaupverðsins en frestur til þess rann út í gær og fá þeir nú 30 daga frest til að staðfesta fjármögnun kaupverðsins.

Enn eru viðræður í gangi við fjárfesta sem gerðu tilboð í hin fimm eignasöfnin sem voru auglýst til sölu en í þeim eru alls 142 eignir.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×