Ófærð líkt við Wallander og Broadchurch í frönskum fjölmiðlum Guðrún Ansnes skrifar 11. febrúar 2016 11:00 Sögupersónan Andri þykir tikka í flest box hinnar norrænu erkitýpu, dálítið þunglyndur og félagsfælinn. „Atburðarásin er stundum hæg sem getur dregið úr áhuga áhorfenda en á sama tíma leyfir það áhorfendunum að kynnast persónunum vel og njóta söguþráðarins. Spennan er til staðar,“ segir meðal annars á síðum Le Monde, eins stærsta dagblaðs Frakka, um íslensku sjónvarpsþáttaröðina Ófærð. Segir jafnframt að í þáttunum megi koma auga á leifar Íslendingasagnanna, sem oftar en ekki eru innblásnar af þjóðsögum og yfirnáttúrulegu efni, og þykir Frökkunum það býsna áhugavert. Þá er nokkuð fjallað um aðalsögupersónuna, lögreglumanninn Andra, sem leikinn er af Ólafi Darra Ólafssyni, og þykir persóna hans minna um margt á aðrar norrænar sögupersónur, þar sem þunglyndi, félagsfælni og einangrun spili stóra rullu. Hann sé þannig nokkurs konar erkitýpa hins norræna lögreglumanns, og er líkt við Kurt Wallander, í Wallander-þáttunum sem notið hafa gífurlegra vinsælda um heim allan. Voru fyrstu fjórir þættirnir sýndir á franska ríkissjónvarpinu, France 2, á besta tíma á mánudagskvöldið og bárust fregnir þess efnis að alls fimm milljónir Frakka hefðu setið við skjáinn á meðan. Þykir það tíðindum sæta, sér í lagi í ljósi þess að sama kvöld voru tvær nýjar franskar þáttaraðir frumsýndar, og áttu innanbúðarmenn hjá France 2 ekki von á að hin íslenska Ófærð myndi enda í öðru sæti á áhorfslista með átján prósenta hlutdeild. Er töluvert um það rætt í frönskum fjölmiðlum að þar hafi sjónvarpsstöðin sýnt nokkurt hugrekki, og í þetta skiptið hafi það gengið upp. Franska dagblaðið Le Parisien birti dóm strax daginn eftir sýninguna, þar sem gefnar voru alls fjórar stjörnur af fimm mögulegum, og þáttunum líkt við bresku þættina Broadchurch að gæðum. Tengdar fréttir RÚV sýndi ranga útgáfu af Ófærð í gær „Það var yfirsjón í tækni- og efnisskoðun sem olli tæknivandræðum í útsendingu í gærkvöldi.“ 8. febrúar 2016 16:10 Fimm milljónir horfðu á Ófærð í Frakklandi 500 þúsund horfa á þáttinn í hverri viku í Noregi. 9. febrúar 2016 14:46 Ófært á Twitter í gærkvöldi: „Var #Noel að vinna á RÚV í gær?“ "Vildi óska að það hefði farið rangur júróvisjónþáttur í loftið,“ grínast einn notandi á Twitter. 9. febrúar 2016 08:47 Dyrnar á þyrlunni voru lokaðar í „réttu" útgáfunni af Ófærð RÚV sýndi ranga útgáfu af sjöunda þætti Ófærðar á sunnudag. 9. febrúar 2016 00:48 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
„Atburðarásin er stundum hæg sem getur dregið úr áhuga áhorfenda en á sama tíma leyfir það áhorfendunum að kynnast persónunum vel og njóta söguþráðarins. Spennan er til staðar,“ segir meðal annars á síðum Le Monde, eins stærsta dagblaðs Frakka, um íslensku sjónvarpsþáttaröðina Ófærð. Segir jafnframt að í þáttunum megi koma auga á leifar Íslendingasagnanna, sem oftar en ekki eru innblásnar af þjóðsögum og yfirnáttúrulegu efni, og þykir Frökkunum það býsna áhugavert. Þá er nokkuð fjallað um aðalsögupersónuna, lögreglumanninn Andra, sem leikinn er af Ólafi Darra Ólafssyni, og þykir persóna hans minna um margt á aðrar norrænar sögupersónur, þar sem þunglyndi, félagsfælni og einangrun spili stóra rullu. Hann sé þannig nokkurs konar erkitýpa hins norræna lögreglumanns, og er líkt við Kurt Wallander, í Wallander-þáttunum sem notið hafa gífurlegra vinsælda um heim allan. Voru fyrstu fjórir þættirnir sýndir á franska ríkissjónvarpinu, France 2, á besta tíma á mánudagskvöldið og bárust fregnir þess efnis að alls fimm milljónir Frakka hefðu setið við skjáinn á meðan. Þykir það tíðindum sæta, sér í lagi í ljósi þess að sama kvöld voru tvær nýjar franskar þáttaraðir frumsýndar, og áttu innanbúðarmenn hjá France 2 ekki von á að hin íslenska Ófærð myndi enda í öðru sæti á áhorfslista með átján prósenta hlutdeild. Er töluvert um það rætt í frönskum fjölmiðlum að þar hafi sjónvarpsstöðin sýnt nokkurt hugrekki, og í þetta skiptið hafi það gengið upp. Franska dagblaðið Le Parisien birti dóm strax daginn eftir sýninguna, þar sem gefnar voru alls fjórar stjörnur af fimm mögulegum, og þáttunum líkt við bresku þættina Broadchurch að gæðum.
Tengdar fréttir RÚV sýndi ranga útgáfu af Ófærð í gær „Það var yfirsjón í tækni- og efnisskoðun sem olli tæknivandræðum í útsendingu í gærkvöldi.“ 8. febrúar 2016 16:10 Fimm milljónir horfðu á Ófærð í Frakklandi 500 þúsund horfa á þáttinn í hverri viku í Noregi. 9. febrúar 2016 14:46 Ófært á Twitter í gærkvöldi: „Var #Noel að vinna á RÚV í gær?“ "Vildi óska að það hefði farið rangur júróvisjónþáttur í loftið,“ grínast einn notandi á Twitter. 9. febrúar 2016 08:47 Dyrnar á þyrlunni voru lokaðar í „réttu" útgáfunni af Ófærð RÚV sýndi ranga útgáfu af sjöunda þætti Ófærðar á sunnudag. 9. febrúar 2016 00:48 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
RÚV sýndi ranga útgáfu af Ófærð í gær „Það var yfirsjón í tækni- og efnisskoðun sem olli tæknivandræðum í útsendingu í gærkvöldi.“ 8. febrúar 2016 16:10
Fimm milljónir horfðu á Ófærð í Frakklandi 500 þúsund horfa á þáttinn í hverri viku í Noregi. 9. febrúar 2016 14:46
Ófært á Twitter í gærkvöldi: „Var #Noel að vinna á RÚV í gær?“ "Vildi óska að það hefði farið rangur júróvisjónþáttur í loftið,“ grínast einn notandi á Twitter. 9. febrúar 2016 08:47
Dyrnar á þyrlunni voru lokaðar í „réttu" útgáfunni af Ófærð RÚV sýndi ranga útgáfu af sjöunda þætti Ófærðar á sunnudag. 9. febrúar 2016 00:48