Þetta er leiðindapistill Þórlindur Kjartansson skrifar 12. febrúar 2016 07:00 Það var líklega einhvers konar uppeldisleg tilraun til þess að auka ábyrgðartilfinningu og lýðræðisvitund okkar systkinanna þegar foreldrar okkar gáfu okkur kost á því að velja milli þess að keypt yrði uppþvottavél eða þurrkari inn á heimilið. Gegn því að fá að hafa eitthvað að segja um það hvort tækið yrði keypt þá áttum við að fallast á það að sinna því verkefni sem ekki yrði leyst með vélvæðingu. Við völdum uppþvottavélina og mátti því heita að við værum skuldbundin til þess að hengja upp þvottinn á heimilinu. Það var að minnsta kosti skárra en uppvaskið. Ég hafði reyndar lúmskan grun um að í raun kæmi ég til með að sleppa mjög billega frá þessum samningi – og það varð raunin. Við hengdum lítið upp af þvotti og innan skamms var kominn ágætur þurrkari á heimilið. Niðurstaðan var því sú sem algeng er í velmegunarsamfélagi nútímans; bæði betra.Fegurð leiðindanna En það kom fleira til þegar við systkinin veltum fyrir okkur hvort tækið ætti að kaupa. Ég hafði töluverðar áhyggjur af því hvaða áhrif það hefði á prestsstörf föður míns ef hann hætti alfarið að vaska upp. Í minningunni var það gjarnan pabbi sem sá um uppvaskið eftir kvöldmatinn og stundum hjálpuðum við systkinin við að þurrka. Þetta var róleg stund og oftast kom í ljós að uppvaskið var ekki eins þrautleiðinlegt og maður hafði ætlað. Það er með uppvask eins og margt annað – verkkvíðinn er miklu verri en verkið sjálft. Og þótt uppvask sé í eðli sínu frekar fábreytt og þar af leiðandi leiðinlegt, þá leynist stundum í því einhver undarlegur unaður að ráðast á ólögulegan haug af óhreinu og klístruðu leirtaui, handleika það í heitu vatni og skila því skínandi fallegu aftur upp í skápa.Sköpunarmáttur leiðindanna Þrátt fyrir, eða öllu heldur vegna tilbreytingarleysis uppvasksins hafði pabbi löngum haft á orði að það væri ekki svo slæmt. Hann vildi meina að hann fengi gjarnan sínar bestu hugmyndir í prédikanir og líkræður á meðan hann stæði yfir diskum og pottum og færi í gegnum hið daglega ritúal að hreinsa leirtau. Orð föður míns eiga sér samsvörun í niðurstöðum vísindalegra rannsókna. Þær hafa sýnt að þegar manni leiðist þá fer hugurinn á flug og þeim mun betur eftir því sem leiðindin eru meiri. Í einni rannsókn var fólki fengið það hlutverk að endurrita símanúmer úr símaskrá á blað í dágóðan tíma. Var fólkinu svo fengið verkefni sem reyndi á skapandi hugsun. Niðurstöðurnar voru að hugmyndum fjölgaði og þær urðu frjórri í samanburði við þá sem ekki þurftu fyrst að glíma við leiðindin. Það var því mikið hættuspil að kaupa uppþvottavélina. Hvar myndi pabbi þá fá hugmyndir fyrir ræðurnar sínar? Ekki gengi að senda uppþvottavélina upp að altari á sunnudögum til þess að tala yfir söfnuðinum.Að leiðast út í leiðindi Á allra síðustu árum hefur tæknin í raun gert okkur kleift að lifa í heimi þar sem okkur þarf aldrei að leiðast. Fólk getur með einu handtaki framkallað úr vasa sínum aðgang að óþrjótandi brunni þekkingar og afþreyingar þegar það bíður eftir að komast til læknis, stendur í biðröð eða situr á klósettinu. Og ekki nóg með að fullorðið fólk sé búið að koma kirfilega í veg fyrir að því þurfi nokkru sinni að leiðast – það hefur gjarnan svo miklar áhyggjur af leiðindum barna sinna að það keppist við að fylla hverja tóma stund þeirra af einhvers konar afþreyingu eða skipulögðum verkefnum – til að bjarga þeim frá oki leiðindanna. En raunin er líklega oftast sú að fólk nýtir tímann sem sparast frá leiðindum í ennþá meiri leiðindi. Það er lengur í vinnunni, les fleiri tölvupósta, skrifar fleiri tölvupósta og hefur meiri áhyggjur af tölvupóstum. Svo, þegar tölvupósturinn er búinn er hægt að nota allan tímann sem sparast til þess að fara á netið og lesa fréttir, og endurhlaða nokkrum sinnum forsíðum helstu fréttamiðla, þangað til maður er orðinn sannfærður um að maður sé ekki að missa af heimssögulegum viðburði og hafi fengið tæmandi yfirlit yfir það hvað innlendar og erlendar stjörnur hafa að segja um töskutísku, kjóla og kynlíf. Sjónvarpið, Netflix og Youtube geta svo tekið yfir stjórnborð heilans í kjölfarið og – ef það dugir ekki þá er Facebook barmafullt af afþreyingu. Í stað þess að leiðast, þá látum við leiðast áfram í endalausum frumskógi innihaldslausrar afþreyingar.Leiðinleg hugmynd Mörg missum við líklega af umtalsvert mikilvægum lífsgæðum þegar við látum leiðast áfram af afþreyingu í stað þess að leyfa okkur öðru hverju að leiðast yfir fábreytilegum verkefnum. En rétt eins og uppþvottavélin á heimlinu hefur haldið stöðu sinni þá eru gagnsemi, þægindi og skemmtanagildi snjallsíma og sjónvarps svo mikil að þeim verður líklega ekki fórnað í bráð í þágu hefðbundinna leiðinda. Það er þó umhugsunarefni fyrir þá sem vilja minnka samskipti sín við hina fyrirhafnarlausu stafrænu afþreyingu sem alls staðar býðst—að kannski þarf ekki að finna eitthvað skemmtilegra í staðinn. Kannski er betra að leita að frekar að einhverju leiðinlegu til að gera – eins og til dæmis að lesa þennan pistil, eða – sem væri enn betra – að handskrifa hann upp í stílabók nokkrum sinnum. Þá fyrst fer hugurinn á flug. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórlindur Kjartansson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Það var líklega einhvers konar uppeldisleg tilraun til þess að auka ábyrgðartilfinningu og lýðræðisvitund okkar systkinanna þegar foreldrar okkar gáfu okkur kost á því að velja milli þess að keypt yrði uppþvottavél eða þurrkari inn á heimilið. Gegn því að fá að hafa eitthvað að segja um það hvort tækið yrði keypt þá áttum við að fallast á það að sinna því verkefni sem ekki yrði leyst með vélvæðingu. Við völdum uppþvottavélina og mátti því heita að við værum skuldbundin til þess að hengja upp þvottinn á heimilinu. Það var að minnsta kosti skárra en uppvaskið. Ég hafði reyndar lúmskan grun um að í raun kæmi ég til með að sleppa mjög billega frá þessum samningi – og það varð raunin. Við hengdum lítið upp af þvotti og innan skamms var kominn ágætur þurrkari á heimilið. Niðurstaðan var því sú sem algeng er í velmegunarsamfélagi nútímans; bæði betra.Fegurð leiðindanna En það kom fleira til þegar við systkinin veltum fyrir okkur hvort tækið ætti að kaupa. Ég hafði töluverðar áhyggjur af því hvaða áhrif það hefði á prestsstörf föður míns ef hann hætti alfarið að vaska upp. Í minningunni var það gjarnan pabbi sem sá um uppvaskið eftir kvöldmatinn og stundum hjálpuðum við systkinin við að þurrka. Þetta var róleg stund og oftast kom í ljós að uppvaskið var ekki eins þrautleiðinlegt og maður hafði ætlað. Það er með uppvask eins og margt annað – verkkvíðinn er miklu verri en verkið sjálft. Og þótt uppvask sé í eðli sínu frekar fábreytt og þar af leiðandi leiðinlegt, þá leynist stundum í því einhver undarlegur unaður að ráðast á ólögulegan haug af óhreinu og klístruðu leirtaui, handleika það í heitu vatni og skila því skínandi fallegu aftur upp í skápa.Sköpunarmáttur leiðindanna Þrátt fyrir, eða öllu heldur vegna tilbreytingarleysis uppvasksins hafði pabbi löngum haft á orði að það væri ekki svo slæmt. Hann vildi meina að hann fengi gjarnan sínar bestu hugmyndir í prédikanir og líkræður á meðan hann stæði yfir diskum og pottum og færi í gegnum hið daglega ritúal að hreinsa leirtau. Orð föður míns eiga sér samsvörun í niðurstöðum vísindalegra rannsókna. Þær hafa sýnt að þegar manni leiðist þá fer hugurinn á flug og þeim mun betur eftir því sem leiðindin eru meiri. Í einni rannsókn var fólki fengið það hlutverk að endurrita símanúmer úr símaskrá á blað í dágóðan tíma. Var fólkinu svo fengið verkefni sem reyndi á skapandi hugsun. Niðurstöðurnar voru að hugmyndum fjölgaði og þær urðu frjórri í samanburði við þá sem ekki þurftu fyrst að glíma við leiðindin. Það var því mikið hættuspil að kaupa uppþvottavélina. Hvar myndi pabbi þá fá hugmyndir fyrir ræðurnar sínar? Ekki gengi að senda uppþvottavélina upp að altari á sunnudögum til þess að tala yfir söfnuðinum.Að leiðast út í leiðindi Á allra síðustu árum hefur tæknin í raun gert okkur kleift að lifa í heimi þar sem okkur þarf aldrei að leiðast. Fólk getur með einu handtaki framkallað úr vasa sínum aðgang að óþrjótandi brunni þekkingar og afþreyingar þegar það bíður eftir að komast til læknis, stendur í biðröð eða situr á klósettinu. Og ekki nóg með að fullorðið fólk sé búið að koma kirfilega í veg fyrir að því þurfi nokkru sinni að leiðast – það hefur gjarnan svo miklar áhyggjur af leiðindum barna sinna að það keppist við að fylla hverja tóma stund þeirra af einhvers konar afþreyingu eða skipulögðum verkefnum – til að bjarga þeim frá oki leiðindanna. En raunin er líklega oftast sú að fólk nýtir tímann sem sparast frá leiðindum í ennþá meiri leiðindi. Það er lengur í vinnunni, les fleiri tölvupósta, skrifar fleiri tölvupósta og hefur meiri áhyggjur af tölvupóstum. Svo, þegar tölvupósturinn er búinn er hægt að nota allan tímann sem sparast til þess að fara á netið og lesa fréttir, og endurhlaða nokkrum sinnum forsíðum helstu fréttamiðla, þangað til maður er orðinn sannfærður um að maður sé ekki að missa af heimssögulegum viðburði og hafi fengið tæmandi yfirlit yfir það hvað innlendar og erlendar stjörnur hafa að segja um töskutísku, kjóla og kynlíf. Sjónvarpið, Netflix og Youtube geta svo tekið yfir stjórnborð heilans í kjölfarið og – ef það dugir ekki þá er Facebook barmafullt af afþreyingu. Í stað þess að leiðast, þá látum við leiðast áfram í endalausum frumskógi innihaldslausrar afþreyingar.Leiðinleg hugmynd Mörg missum við líklega af umtalsvert mikilvægum lífsgæðum þegar við látum leiðast áfram af afþreyingu í stað þess að leyfa okkur öðru hverju að leiðast yfir fábreytilegum verkefnum. En rétt eins og uppþvottavélin á heimlinu hefur haldið stöðu sinni þá eru gagnsemi, þægindi og skemmtanagildi snjallsíma og sjónvarps svo mikil að þeim verður líklega ekki fórnað í bráð í þágu hefðbundinna leiðinda. Það er þó umhugsunarefni fyrir þá sem vilja minnka samskipti sín við hina fyrirhafnarlausu stafrænu afþreyingu sem alls staðar býðst—að kannski þarf ekki að finna eitthvað skemmtilegra í staðinn. Kannski er betra að leita að frekar að einhverju leiðinlegu til að gera – eins og til dæmis að lesa þennan pistil, eða – sem væri enn betra – að handskrifa hann upp í stílabók nokkrum sinnum. Þá fyrst fer hugurinn á flug.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun