Bíó og sjónvarp

Jacki­e Chan lenti á Kefla­víkur­flug­velli á einka­þotu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jackie Chan er mættur.
Jackie Chan er mættur. vísir
Leikarinn Jackie Chan lenti á Kefla­víkur­flug­velli í morgun á einkaþotu en með fréttinni má sjá mynd af vélinni.

Hann mun dvelja í nokkra daga hér við töku á kvikmyndinni Kung Fu Yoga. Tökur munu fara fram í Skaftafelli og uppi á Svínafelli.

Í myndinni mun Jackie Chan leika kínverska fornleifafræðinginn Jack sem reynir að finna týndan fjársjóð Magadha-veldisins ásamt indverska prófessornum Ashmita og aðstoðarmanninum Kyra.

Á vef IMDb er söguþráður myndarinnar rakinn í grófum dráttum en þar segir að að þau finni leifar konunglegs hers í tíbeskum íshelli, en herinn hvarf á sínum tíma ásamt fjársjóðnum. Í tíbeskum íshelli finna þau leifar af konunglegum her sem hvarf ásamt fjársjóðnum. Talið er að myndin verði frumsýnd í Kína seinna á árinu.

Í hellinum verða þau fyrir áhlaupi Randall, sem er afkomandi leiðtoga hersins. Senurnar sem teknar verða upp hér á landi eigi að gerast í íshellinum.

Hér má sjá einkaþotu Jackie Chan.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.