Adela fór meðal annars mikinn í falinni myndavél sem sló heldur betur í gegn en hún tók einnig þátt í leik þar sem hún átti að nefna þrjú atriði á fimm sekúndum. Leikurinn heitir 5 second rule og er oft á dagskrá í þættinum. Atriðið komst ekki fyrir í þættinum sjálfum en það er nú komið á veraldarvefinn og er strax farið að slá í gegn.
Leikurinn gekk virkilega og var nokkuð fyndin en Adele sló samt Ellen alveg útaf laginu þegar hún átti að nefna þrjú samheitaorð yfir píku. Þá heyrðist; Mini-mu, Vajayjay og Pizza.
Stöð 2 mun hefja sýningar á geysivinsælum spjallþáttum Ellen DeGeneres frá og með 7. mars næstkomandi.
Spjallþáttadrottningin Ellen fær allar stærstu stjörnur heimsins í viðtal til sín auk þess að bjóða upp á ýmis skemmtileg uppátæki í hverjum þætti. Þættirnir verða sýndir mánudaga til fimmtudaga á Stöð 2 kl 17:45 og endursýndir morguninn eftir.