Haukabaninn Íris Björk | 72% markvarsla á lokakaflanum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. febrúar 2016 11:15 Íris Björk lokaði marki Gróttu á lokakaflanum gegn Haukum í gær. vísir/stefán Markvörðurinn Íris Björk Símonardóttir átti magnaðan leik þegar Grótta tryggði sér sæti í úrslitaleik Coca Cola bikarsins í handbolta með eins marks sigri, 30-29, á Haukum í gær. Leikurinn var æsispennandi en tvær framlengingar þurfti til að knýja fram úrslit. Lovísa Thompson skoraði sigurmark Gróttu sem mætir Stjörnunni í bikarúrslitum klukkan 13:30 á morgun. Grótta byrjaði leikinn betur og komst í 3-1 en Haukar svöruðu með fimm mörkum í röð og voru með frumkvæðið allt þar til á lokamínútunum. Seltirningar breyttu um vörn um miðjan seinni hálfleik og tóku tvo leikmenn Hauka úr umferð. Það sló Hafnfirðinga út af laginu en þeir leiddu samt, 19-22, þegar 11 mínútur voru til leiksloka. Þá tók Íris hins vegar til sinna ráða og hreinlega lokaði markinu. Íris varði „aðeins“ 35,3% af þeim 34 skotum sem hún fékk á sig fyrstu 49 mínútur leiksins en tók hins vegar 18 af þeim 25 skotum sem hún fékk á sig það sem eftir lifði leiks. Það gerir 72% hlutfallsmarkvörslu sem er einstök tölfræði. Á þessum tíma varði Íris hvorki fleiri né færri en fjögur vítaköst af þeim sex hún fékk á sig, auk þess sem síðasta vítakast Hauka hafnaði í stönginni. Íris tók einnig fjölmörg dauðafæri á mikilvægum augnablikum eins og þegar hún varði frá Mariu Ines De Silve Pereira í hraðaupphlaupi í stöðunni 28-28 þegar mínúta var eftir af fyrri framlengingunni. Hún tryggði svo Gróttu aðra framlengingu þegar hún varði vítakast Ramune Pekarskyte þegar 16 sekúndur voru eftir af fyrri framlengingunni. Í seinni framlengingunni skellti Íris svo endanlega í lás og varði þá átta af þeim níu skotum sem hún fékk á sig (88,9%). Maria var sú eina sem fann leiðina framhjá þessum frábæra markverði í seinni framlengingunni en það mark kom úr víti.Ótrúlegur lokakafli Írisar Bjarkar gegn Haukum (frá því í stöðunni 19-22 þegar 11 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma):18 skot varin af 25 (72%) 6 langskot 4 víti 4 úr horni 3 af línu 1 hraðaupphlaupMarkvarsla Írisar Bjarkar í öllum leiknum:30/4 skot varin af 59/9 (51%)Íris reynir að verja skot Jónu Sigríðar Halldórsdóttur.vísir/ernir Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Gísli og Hafsteinn hlaupa í skarðið og dæma úrslitaleik kvenna Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson munu dæma úrslitaleik Coca-Cola bikars kvenna í handbolta í stað þeirra Arnars Sigurjónssonar og Svavars Péturssonar. 26. febrúar 2016 07:43 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 26-21 | Stjarnan í bikarúrslit Stjarnan er komin í úrslit Coca Cola bikars kvenna eftir 26-21 sigur á Fylki í undanúrslitum í Laugardalshöll í kvöld. Stjarnan var 13-10 yfir í hálfleik. 25. febrúar 2016 11:20 Lovísa: Fékk útrás í sókninni Lovísa Thompson, leikmaður Gróttu, var merkilega róleg eftir að Seltirningar tryggðu sér sæti í bikarúrslitum með 30-29 sigri á Haukum í tvíframlengdum leik í kvöld. 25. febrúar 2016 22:35 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Markvörðurinn Íris Björk Símonardóttir átti magnaðan leik þegar Grótta tryggði sér sæti í úrslitaleik Coca Cola bikarsins í handbolta með eins marks sigri, 30-29, á Haukum í gær. Leikurinn var æsispennandi en tvær framlengingar þurfti til að knýja fram úrslit. Lovísa Thompson skoraði sigurmark Gróttu sem mætir Stjörnunni í bikarúrslitum klukkan 13:30 á morgun. Grótta byrjaði leikinn betur og komst í 3-1 en Haukar svöruðu með fimm mörkum í röð og voru með frumkvæðið allt þar til á lokamínútunum. Seltirningar breyttu um vörn um miðjan seinni hálfleik og tóku tvo leikmenn Hauka úr umferð. Það sló Hafnfirðinga út af laginu en þeir leiddu samt, 19-22, þegar 11 mínútur voru til leiksloka. Þá tók Íris hins vegar til sinna ráða og hreinlega lokaði markinu. Íris varði „aðeins“ 35,3% af þeim 34 skotum sem hún fékk á sig fyrstu 49 mínútur leiksins en tók hins vegar 18 af þeim 25 skotum sem hún fékk á sig það sem eftir lifði leiks. Það gerir 72% hlutfallsmarkvörslu sem er einstök tölfræði. Á þessum tíma varði Íris hvorki fleiri né færri en fjögur vítaköst af þeim sex hún fékk á sig, auk þess sem síðasta vítakast Hauka hafnaði í stönginni. Íris tók einnig fjölmörg dauðafæri á mikilvægum augnablikum eins og þegar hún varði frá Mariu Ines De Silve Pereira í hraðaupphlaupi í stöðunni 28-28 þegar mínúta var eftir af fyrri framlengingunni. Hún tryggði svo Gróttu aðra framlengingu þegar hún varði vítakast Ramune Pekarskyte þegar 16 sekúndur voru eftir af fyrri framlengingunni. Í seinni framlengingunni skellti Íris svo endanlega í lás og varði þá átta af þeim níu skotum sem hún fékk á sig (88,9%). Maria var sú eina sem fann leiðina framhjá þessum frábæra markverði í seinni framlengingunni en það mark kom úr víti.Ótrúlegur lokakafli Írisar Bjarkar gegn Haukum (frá því í stöðunni 19-22 þegar 11 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma):18 skot varin af 25 (72%) 6 langskot 4 víti 4 úr horni 3 af línu 1 hraðaupphlaupMarkvarsla Írisar Bjarkar í öllum leiknum:30/4 skot varin af 59/9 (51%)Íris reynir að verja skot Jónu Sigríðar Halldórsdóttur.vísir/ernir
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Gísli og Hafsteinn hlaupa í skarðið og dæma úrslitaleik kvenna Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson munu dæma úrslitaleik Coca-Cola bikars kvenna í handbolta í stað þeirra Arnars Sigurjónssonar og Svavars Péturssonar. 26. febrúar 2016 07:43 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 26-21 | Stjarnan í bikarúrslit Stjarnan er komin í úrslit Coca Cola bikars kvenna eftir 26-21 sigur á Fylki í undanúrslitum í Laugardalshöll í kvöld. Stjarnan var 13-10 yfir í hálfleik. 25. febrúar 2016 11:20 Lovísa: Fékk útrás í sókninni Lovísa Thompson, leikmaður Gróttu, var merkilega róleg eftir að Seltirningar tryggðu sér sæti í bikarúrslitum með 30-29 sigri á Haukum í tvíframlengdum leik í kvöld. 25. febrúar 2016 22:35 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Gísli og Hafsteinn hlaupa í skarðið og dæma úrslitaleik kvenna Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson munu dæma úrslitaleik Coca-Cola bikars kvenna í handbolta í stað þeirra Arnars Sigurjónssonar og Svavars Péturssonar. 26. febrúar 2016 07:43
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 26-21 | Stjarnan í bikarúrslit Stjarnan er komin í úrslit Coca Cola bikars kvenna eftir 26-21 sigur á Fylki í undanúrslitum í Laugardalshöll í kvöld. Stjarnan var 13-10 yfir í hálfleik. 25. febrúar 2016 11:20
Lovísa: Fékk útrás í sókninni Lovísa Thompson, leikmaður Gróttu, var merkilega róleg eftir að Seltirningar tryggðu sér sæti í bikarúrslitum með 30-29 sigri á Haukum í tvíframlengdum leik í kvöld. 25. febrúar 2016 22:35