Þrjátíu ár eru á sunnudaginn liðin frá morðinu á sænska forsætisráðherranum Olof Palme. Rannsóknin er enn óupplýst og er ein umfangsmesta og dýrasta morðrannsóknin í sögunni. Sænska lögreglan og saksóknarar héldu í gær fréttamannafund þar sem farið var yfir stöðuna á rannsókninni. Fátt var um nýjar upplýsingar sem tengdust rannsókninni sem síðustu ár hefur einblínt á að finna morðvopnið. Rannsóknarhópurinn hélt blaðamannafund í Stokkhólmi í gær.Vísir/AFP 10 þúsund manns yfirheyrðirRannsóknarlögreglukonan Kerstin Skarp segir að 10 þúsund manns hafi verið yfirheyrðir vegna rannsóknarinnar og að 133 manns hið minnsta hafi til þessa játað á sig morðið. Gögn um 87 þúsund manns eru að finna í gagnabanka rannsóknarhópsins og fylla rannsóknargögnin heila 250 hillumetra. Skarp segir að til standi að koma öllum gögnum yfir á stafrænt form til að auðvelda leit. Í frétt SVT kemur fram að Skarp segist enn bjartsýn á að lögreglu takist að upplýsa morðið. Hans Melander, formaður Palme-hóps sænsku lögreglunnar, tók svo til máls og sagði frá þeim byssukúlum sem talið er að morðinginn hafi notað. Þær fundust ekki fyrr en daginn eftir morðið. „Þær eru því miður í það slæmu ásigkomulagi að mögulegt er að aldrei takist að tengja þær við ákveðið skotvopn.“ Vísir/AFP Rúmur áratugur frá láti PetterssonRúmur áratugur er nú síðan Christer Pettersson lést, en hann er sá eini sem sænskir dómstólar hafa sýknað af ákæru um að myrða Palme. Lögregla hefur því hætt rannsókn á Pettersson, þó að ábendingar um aðild hans að morðinu komi enn inn á borð lögreglu. Lisbeth Palme, eiginkona Palme sem var með eiginmanni sínum þegar hann var skotinn, segist sannfærð um að Pettersson hafi verið sá sem banaði Palme. Sex manns vinna í dag að rannsókninni á morðinu og koma að jafnaði tvær til þrjár nýjar ábendingar inn á borð rannsóknarhópsins í viku hverri.Morðið á SveagatanPalme var skotinn á Sveagatan klukkan 23:21 að staðartíma, föstudagskvöldið 28. febrúar 1986. Hann var þá á leið heim ásamt eiginkonu sinni, Lisbeth, eftir að þau höfðu verið í bíói. Hann er úrskurðaður látinn á Sabbatsberg sjúkrahúsinu, um hálftíma síðar. Morðinginn hleypti af tveimur skotum, þar sem annað hæfði Olof Palme í bakið en hitt Lisbeth, áður en hann flýr upp tröppur á Tunnelgatan. Talið er að Olof hafi látist nær samstundis, en Lisbeth slapp mun betur. Palme var oft í fylgd lífvarða en kaus oft að vera lífvarðalaus og hafði heimild til þess innan ákveðins svæðis í höfuðborginni. Lisbeth Palme.Vísir/AFP Grunur beinist að þekktum hatursmanni SVT hefur tekið saman yfirlit um gang rannsóknarinnar þar sem fram kemur að grunur hafi fyrst beinst að 33 ára manni sem þekktur var fyrir hatur sitt á Palme. Maðurinn var staddur á nálægu kaffihúsi umrætt kvöld. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald í marsmánuði en sleppt um mánuði síðar. Lögregla er búin að leggja niður rannsóknina sem beindist að manninum.Tengingin við PKKSnemma tók grunur að beinast að frelsishreyfingu Kúrda (PKK) og voru hugmyndir uppi um að einhver liðsmanna hennar hafi borið ábyrgð á morðinu. Hugmyndin sneri að því að morðið hafi verið hefnd þar sem Palme hafi átt þátt í að hreyfingin varð skilgreind sem hryðjuverkasamtök. Um tvö hunduð lögreglumenn handtóku tuttugu Kúrda í samhæfðum aðgerðum víðs vegar um Svíþjóð í janúar 1987. Yfirheyrslur skiluðu þó engu og var mönnunum öllum sleppt sama dag. PKK-málið varð að miklu hneyksli þar sem lögreglustjórar og ráðherrar neyddust til að segja af sér eftir að upp komst að bókaútgefandinn Ebbe Carlsson hafði fengið aðgang að leyniskjölum lögreglu til að rannsaka morðið á Palme sjálfur. Christer Pettersson.Vísir/AFP Christer Pettersson Nokkru síðar tóku grunsemdir að beinast að góðkunningja lögreglunnar, Christer Pettersson, sem hafði áður verið dæmdur fyrir manndráp. Hann var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald í desember 1988. Lisbeth Palme ber kennsl á Pettersson við sakbendingu sem átti þó síðar eftir að verða dæmd ógild. Lisbeth hafði fengið að vita að maðurinn var handtekinn hafi verið áfengissjúklingur og við sakbendingu Pettersson sagði hún að hún „sæi strax hver þeirra væri áfengissjúklingur“. Pettersson var dæmdur fyrir morðið á Palme í héraðsdómi, en Pettersson var sýknaður eftir áfrýjun þar sem Lisbeth Palme hafði viðurkennt að hafa búið yfir upplýsingum um Pettersson við sakbendingu. Pettersson deyr árið 2004 eftir að hafa runnið í hálku. Sænskir fjölmiðlar hafa margir greint frá að Pettersson hafi viðurkennt fyrir sínum nánustu að hafa banað Palme áður en hann lést. Gögn sem tengjast rannsókninni á morðinu á Olof Palme.Vísir/AFP Hópur innan lögreglunnar Lengi hafa verið uppi vangaveltur um að hópur innan lögreglunnar hafi borið ábyrgð á morðinu eða þá aðstoðað morðingjann að komast undan. Lögregla var snemma sökuð um að klúðra rannsókninni á fyrstu dögum hennar þar sem lokanir í kringum morðstaðinn þóttu of litlar og að margar klukkustundir liðu áður en viðbúnaðarstig var hækkað á landsvísu. Þá komst sá sem fyrstur hringdi til að tilkynna um morðið aldrei í samband við lögregluna. Einnig komu fram upplýsingar um að hægriöfgamenn innan lögreglu sem hötuðu Palme, hafi fagnað þegar fréttir bárust af láti forsætisráðherrans. Sjónarvottar segjast einnig hafa séð fjölda manna með walkie-talkie tæki ekki fjarri morðstaðnum að kvöldi 28. febrúar 1986. Sérstök rannsóknarnefnd hefur útilokað að lögreglan hafi átt aðild að morðinu en segir ekki útilokað að einstaka lögreglumenn hafi átt einhvern þátt. Morðstaðurinn á horni Sveagatan og Tunnelgatan í Stokkhólmi.Vísir/AFP Tengingin við Suður-Afríku Um áratug eftir morðið er sjónum svo beint að Suður-Afríku. Við réttarhöld í landinu sagði leyniþjónustumaðurinn Eugene de Kock að samstarfsmaður sinn, Craig Williamson, hafi verið morðingi Olof Palme. Ástæðan var sögð vera barátta Palme fyrir afnámi apartheid-stefnunnar. Umræður um tengsl morðsins við Suður-Afríku komu snemma upp, en blossuðu upp á ný eftir að de Kock greindi frá morðum sem apartheid-stjórnin í Suður-Afríku hafði fyrirskipað á sínum tíma. Sænskir lögreglumenn yfirheyrðu fjölda manns í Suður-Afríku vegna málsins en þær skiluðu engu. Olof Palme er jarðsettur við Adolf Fredriks kyrka í miðborg Stokkhólms, ekki fjarri morðstaðnum.Vísir/AFP Morðvopnið Rannsókn lögreglu hefur að undanförnu að mestu beinst að því að hafa uppi á morðvopninu sem talið er að hafa verið Smith & Wesson .357 Magnum. Lögregla hefur rannsakað fjölda vopna og víðs vegar sent kafara á vettvang til að leita að vopninu, en það hefur enn engu skilað. Palme var formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins frá 1969 til dauðadags og skipaði embætti forsætisráðherra á árunum 1969 til 1976 og svo frá 1982 til dauðadags. Ingvar Carlsson,varaformaður Jafnaðarmannaflokksins, tók við embætti forsætisráðherra Svíþjóðar af Palme. Morðið á Olof Palme Svíþjóð Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent
Þrjátíu ár eru á sunnudaginn liðin frá morðinu á sænska forsætisráðherranum Olof Palme. Rannsóknin er enn óupplýst og er ein umfangsmesta og dýrasta morðrannsóknin í sögunni. Sænska lögreglan og saksóknarar héldu í gær fréttamannafund þar sem farið var yfir stöðuna á rannsókninni. Fátt var um nýjar upplýsingar sem tengdust rannsókninni sem síðustu ár hefur einblínt á að finna morðvopnið. Rannsóknarhópurinn hélt blaðamannafund í Stokkhólmi í gær.Vísir/AFP 10 þúsund manns yfirheyrðirRannsóknarlögreglukonan Kerstin Skarp segir að 10 þúsund manns hafi verið yfirheyrðir vegna rannsóknarinnar og að 133 manns hið minnsta hafi til þessa játað á sig morðið. Gögn um 87 þúsund manns eru að finna í gagnabanka rannsóknarhópsins og fylla rannsóknargögnin heila 250 hillumetra. Skarp segir að til standi að koma öllum gögnum yfir á stafrænt form til að auðvelda leit. Í frétt SVT kemur fram að Skarp segist enn bjartsýn á að lögreglu takist að upplýsa morðið. Hans Melander, formaður Palme-hóps sænsku lögreglunnar, tók svo til máls og sagði frá þeim byssukúlum sem talið er að morðinginn hafi notað. Þær fundust ekki fyrr en daginn eftir morðið. „Þær eru því miður í það slæmu ásigkomulagi að mögulegt er að aldrei takist að tengja þær við ákveðið skotvopn.“ Vísir/AFP Rúmur áratugur frá láti PetterssonRúmur áratugur er nú síðan Christer Pettersson lést, en hann er sá eini sem sænskir dómstólar hafa sýknað af ákæru um að myrða Palme. Lögregla hefur því hætt rannsókn á Pettersson, þó að ábendingar um aðild hans að morðinu komi enn inn á borð lögreglu. Lisbeth Palme, eiginkona Palme sem var með eiginmanni sínum þegar hann var skotinn, segist sannfærð um að Pettersson hafi verið sá sem banaði Palme. Sex manns vinna í dag að rannsókninni á morðinu og koma að jafnaði tvær til þrjár nýjar ábendingar inn á borð rannsóknarhópsins í viku hverri.Morðið á SveagatanPalme var skotinn á Sveagatan klukkan 23:21 að staðartíma, föstudagskvöldið 28. febrúar 1986. Hann var þá á leið heim ásamt eiginkonu sinni, Lisbeth, eftir að þau höfðu verið í bíói. Hann er úrskurðaður látinn á Sabbatsberg sjúkrahúsinu, um hálftíma síðar. Morðinginn hleypti af tveimur skotum, þar sem annað hæfði Olof Palme í bakið en hitt Lisbeth, áður en hann flýr upp tröppur á Tunnelgatan. Talið er að Olof hafi látist nær samstundis, en Lisbeth slapp mun betur. Palme var oft í fylgd lífvarða en kaus oft að vera lífvarðalaus og hafði heimild til þess innan ákveðins svæðis í höfuðborginni. Lisbeth Palme.Vísir/AFP Grunur beinist að þekktum hatursmanni SVT hefur tekið saman yfirlit um gang rannsóknarinnar þar sem fram kemur að grunur hafi fyrst beinst að 33 ára manni sem þekktur var fyrir hatur sitt á Palme. Maðurinn var staddur á nálægu kaffihúsi umrætt kvöld. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald í marsmánuði en sleppt um mánuði síðar. Lögregla er búin að leggja niður rannsóknina sem beindist að manninum.Tengingin við PKKSnemma tók grunur að beinast að frelsishreyfingu Kúrda (PKK) og voru hugmyndir uppi um að einhver liðsmanna hennar hafi borið ábyrgð á morðinu. Hugmyndin sneri að því að morðið hafi verið hefnd þar sem Palme hafi átt þátt í að hreyfingin varð skilgreind sem hryðjuverkasamtök. Um tvö hunduð lögreglumenn handtóku tuttugu Kúrda í samhæfðum aðgerðum víðs vegar um Svíþjóð í janúar 1987. Yfirheyrslur skiluðu þó engu og var mönnunum öllum sleppt sama dag. PKK-málið varð að miklu hneyksli þar sem lögreglustjórar og ráðherrar neyddust til að segja af sér eftir að upp komst að bókaútgefandinn Ebbe Carlsson hafði fengið aðgang að leyniskjölum lögreglu til að rannsaka morðið á Palme sjálfur. Christer Pettersson.Vísir/AFP Christer Pettersson Nokkru síðar tóku grunsemdir að beinast að góðkunningja lögreglunnar, Christer Pettersson, sem hafði áður verið dæmdur fyrir manndráp. Hann var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald í desember 1988. Lisbeth Palme ber kennsl á Pettersson við sakbendingu sem átti þó síðar eftir að verða dæmd ógild. Lisbeth hafði fengið að vita að maðurinn var handtekinn hafi verið áfengissjúklingur og við sakbendingu Pettersson sagði hún að hún „sæi strax hver þeirra væri áfengissjúklingur“. Pettersson var dæmdur fyrir morðið á Palme í héraðsdómi, en Pettersson var sýknaður eftir áfrýjun þar sem Lisbeth Palme hafði viðurkennt að hafa búið yfir upplýsingum um Pettersson við sakbendingu. Pettersson deyr árið 2004 eftir að hafa runnið í hálku. Sænskir fjölmiðlar hafa margir greint frá að Pettersson hafi viðurkennt fyrir sínum nánustu að hafa banað Palme áður en hann lést. Gögn sem tengjast rannsókninni á morðinu á Olof Palme.Vísir/AFP Hópur innan lögreglunnar Lengi hafa verið uppi vangaveltur um að hópur innan lögreglunnar hafi borið ábyrgð á morðinu eða þá aðstoðað morðingjann að komast undan. Lögregla var snemma sökuð um að klúðra rannsókninni á fyrstu dögum hennar þar sem lokanir í kringum morðstaðinn þóttu of litlar og að margar klukkustundir liðu áður en viðbúnaðarstig var hækkað á landsvísu. Þá komst sá sem fyrstur hringdi til að tilkynna um morðið aldrei í samband við lögregluna. Einnig komu fram upplýsingar um að hægriöfgamenn innan lögreglu sem hötuðu Palme, hafi fagnað þegar fréttir bárust af láti forsætisráðherrans. Sjónarvottar segjast einnig hafa séð fjölda manna með walkie-talkie tæki ekki fjarri morðstaðnum að kvöldi 28. febrúar 1986. Sérstök rannsóknarnefnd hefur útilokað að lögreglan hafi átt aðild að morðinu en segir ekki útilokað að einstaka lögreglumenn hafi átt einhvern þátt. Morðstaðurinn á horni Sveagatan og Tunnelgatan í Stokkhólmi.Vísir/AFP Tengingin við Suður-Afríku Um áratug eftir morðið er sjónum svo beint að Suður-Afríku. Við réttarhöld í landinu sagði leyniþjónustumaðurinn Eugene de Kock að samstarfsmaður sinn, Craig Williamson, hafi verið morðingi Olof Palme. Ástæðan var sögð vera barátta Palme fyrir afnámi apartheid-stefnunnar. Umræður um tengsl morðsins við Suður-Afríku komu snemma upp, en blossuðu upp á ný eftir að de Kock greindi frá morðum sem apartheid-stjórnin í Suður-Afríku hafði fyrirskipað á sínum tíma. Sænskir lögreglumenn yfirheyrðu fjölda manns í Suður-Afríku vegna málsins en þær skiluðu engu. Olof Palme er jarðsettur við Adolf Fredriks kyrka í miðborg Stokkhólms, ekki fjarri morðstaðnum.Vísir/AFP Morðvopnið Rannsókn lögreglu hefur að undanförnu að mestu beinst að því að hafa uppi á morðvopninu sem talið er að hafa verið Smith & Wesson .357 Magnum. Lögregla hefur rannsakað fjölda vopna og víðs vegar sent kafara á vettvang til að leita að vopninu, en það hefur enn engu skilað. Palme var formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins frá 1969 til dauðadags og skipaði embætti forsætisráðherra á árunum 1969 til 1976 og svo frá 1982 til dauðadags. Ingvar Carlsson,varaformaður Jafnaðarmannaflokksins, tók við embætti forsætisráðherra Svíþjóðar af Palme.
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent