Marsspá Siggu Kling – Ljón: Vertu þín eigin hvatning! 26. febrúar 2016 09:00 Elsku hjartans ljónið mitt. Stundum er maður bara þreyttur og það þýðir ekki að maður sé latur heldur ert þú bara að íhuga hvað er best að gera næst. Þú hefur aðeins dregið þig í svolítið hlé til þess að endurnýja kraftinn í kringum þig og það er búið að vera mikið að gerast í svo mörgu að það er hreinlega eins og þú hafir verið að taka þátt í Eurovision! En ég veðja á að þú eigir sigurlagið og það getum við verið alveg sammála um. Ef þú hugsar og horfir til baka á undanfarna mánuði þá veist þú hvað er fram undan. Þú átt eftir að sameina marga sem eru í kringum þig, það er mikil auðmýkt í kortunum þínum, sem er frekar óvenjuleg fyrir þig elsku ljón og það geta svo margir tengt við þig og sagt „oh hvað ég skil þig vel”. Það verður allt komið á blússandi ferð aftur um miðjan mánuðinn og besta bensínið fyrir þig er doktor Agi. Tímasettu hlutina því þú vinnur langbest undir stressi og álagi. Þá ert þú í toppstandi! Ef þér finnst einhver vera að ráðast á þig þá skalt þú nota ljónsöskrið þitt, það bera öll dýrin í skóginum virðingu fyrir því. Að byrja á nýjum hlutum í lífinu er alltaf erfiðasta skrefið. En ekki vera að flækja þetta, byrjaðu bara! Það er þannig sem þú rúllar best. Núna þarft þú aðeins að skreyta lífið og hafa meira gaman. Agi og kæruleysi passa nefnilega lúmskt vel saman. Öll hreyfing gefur þér meiri kraft, því orka gefur orku og sérstaklega fyrir þig núna. Þú þarft þessa orku því að þú ert fyrirmynd sem margir líta upp til og svo býr líka í þér þessi dásamlegi kennari og þú munt kenna öðrum að ná árangri og þannig lærir þú mest. Þú átt ekki að bíða eftir að einhver hvetji þig, þú þarft að vera þín eigin hvatning. Skrifaðu stikkorð á speglana heima, límdu miða á ísskápinn. Notaðu góðar setningar sem kveikja í þér því að markmið án plans er bara ósk, svo plana, plana! Talaðu við þá sem ráða öllu, það er mikilvægt að tala alltaf við þá sem að eru efstir í pýramídanum og einn góðan veðurdag verður þú þar hjartað mitt, þannig er þetta bara!Fræg ljón: Cara Delevingne fyrirsæta, Ágústa Eva Erlendsdóttir, leik- og söngkona, Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, Birgitta Haukdal söngkona, Barack Obama Bandaríkjaforseti, Ásdís Rán fyrirsæta, Gísli Gíslason geimfari, Geir Ólafsson söngvari, Þórunn Antonía alheimsstjarna, Albert Eiríks, matgæðingur af bestu sort, Jón Óttar Ragnarsson, athafna- og fjölmiðlamaður, Jennifer Lopez söngkona, Diddú, Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona, Arnór Dan, söngvari Agent Fresco. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Elsku hjartans ljónið mitt. Stundum er maður bara þreyttur og það þýðir ekki að maður sé latur heldur ert þú bara að íhuga hvað er best að gera næst. Þú hefur aðeins dregið þig í svolítið hlé til þess að endurnýja kraftinn í kringum þig og það er búið að vera mikið að gerast í svo mörgu að það er hreinlega eins og þú hafir verið að taka þátt í Eurovision! En ég veðja á að þú eigir sigurlagið og það getum við verið alveg sammála um. Ef þú hugsar og horfir til baka á undanfarna mánuði þá veist þú hvað er fram undan. Þú átt eftir að sameina marga sem eru í kringum þig, það er mikil auðmýkt í kortunum þínum, sem er frekar óvenjuleg fyrir þig elsku ljón og það geta svo margir tengt við þig og sagt „oh hvað ég skil þig vel”. Það verður allt komið á blússandi ferð aftur um miðjan mánuðinn og besta bensínið fyrir þig er doktor Agi. Tímasettu hlutina því þú vinnur langbest undir stressi og álagi. Þá ert þú í toppstandi! Ef þér finnst einhver vera að ráðast á þig þá skalt þú nota ljónsöskrið þitt, það bera öll dýrin í skóginum virðingu fyrir því. Að byrja á nýjum hlutum í lífinu er alltaf erfiðasta skrefið. En ekki vera að flækja þetta, byrjaðu bara! Það er þannig sem þú rúllar best. Núna þarft þú aðeins að skreyta lífið og hafa meira gaman. Agi og kæruleysi passa nefnilega lúmskt vel saman. Öll hreyfing gefur þér meiri kraft, því orka gefur orku og sérstaklega fyrir þig núna. Þú þarft þessa orku því að þú ert fyrirmynd sem margir líta upp til og svo býr líka í þér þessi dásamlegi kennari og þú munt kenna öðrum að ná árangri og þannig lærir þú mest. Þú átt ekki að bíða eftir að einhver hvetji þig, þú þarft að vera þín eigin hvatning. Skrifaðu stikkorð á speglana heima, límdu miða á ísskápinn. Notaðu góðar setningar sem kveikja í þér því að markmið án plans er bara ósk, svo plana, plana! Talaðu við þá sem ráða öllu, það er mikilvægt að tala alltaf við þá sem að eru efstir í pýramídanum og einn góðan veðurdag verður þú þar hjartað mitt, þannig er þetta bara!Fræg ljón: Cara Delevingne fyrirsæta, Ágústa Eva Erlendsdóttir, leik- og söngkona, Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, Birgitta Haukdal söngkona, Barack Obama Bandaríkjaforseti, Ásdís Rán fyrirsæta, Gísli Gíslason geimfari, Geir Ólafsson söngvari, Þórunn Antonía alheimsstjarna, Albert Eiríks, matgæðingur af bestu sort, Jón Óttar Ragnarsson, athafna- og fjölmiðlamaður, Jennifer Lopez söngkona, Diddú, Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona, Arnór Dan, söngvari Agent Fresco.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira