Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 26-21 | Stjarnan í bikarúrslit Guðmundur Marinó Ingvarsson í Laugardalshöll skrifar 25. febrúar 2016 11:20 Helena Rut Örvarsdóttir og Thea Imani Sturludóttir, aðalskyttur liðanna. vísir/anton Stjarnan er komin í úrslit Coca Cola bikars kvenna eftir 26-21 sigur á Fylki í undanúrslitum í Laugardalshöll í kvöld. Stjarnan var 13-10 yfir í hálfleik. Stjarnan var með frumkvæðið í leiknum nánast allan leikinn. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en fljótlega skellti vörn Stjörnunnar í lás og Stjarnan náði þriggja marka forystu sem liðið hélt allt til hálfleiks. Fylkir er með ungt lið og virkuðu sumir leikmenn liðsins nokkuð taugaspenntir þó það hafi ekki orðið liðinu að falli. Fylkir byrjaði seinni hálfleikinn mjög vel og jafnaði fljótt metin en Stjarnan var fljót að byggja upp þriggja marka forystu á ný og hana náði Fylkir aldrei að vinna upp. Engu að síður var spenna í leiknum nánast allt til loka en frábær markvarsla Florentinu Stanciu í seinni hálfleik, góð vörn og fínn sóknarleikur gerði það að verkum að Fylkir náði aldrei að ógna forystu Stjörnunnar nægjanlega mikið og í lokin refsaði Stjarnan Fylki fyrir að taka áhættu og var sigurinn því stærri en þróun leiksins gaf tilefni til. Stjarnan getur því unnið sjöunda bikarmeistaratitil sinn á laugardag þegar liðið mætir annað hvort Haukum eða Gróttu. Sólveig Lára Kjærnested var drjúg framan af við markaskorun en fékk mikla hjálp í seinni hálfleik, ekki síst frá Hönnu Guðrúnu Stefánsdóttur og Þórhildi Gunnarsdóttur en það sýnir styrk Stjörnunnar að liðið komst í úrslit þrátt fyrir að Helena Örvarsdóttir næði sér engan vegin á strik. Patricia Szölösi fór fyrir Fylki í markaskorun en hún var mjög örugg á vítalínunni í leiknum. Sólveig: Alltaf skrefinu á undan„Já það er æðislegt,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested leikmaður Stjörnunnar um tilfinninguna að tryggja sér sæti í úrslitum Coca Cola bikarsins. „Mér fannst við alltaf vera skrefinu á undan en var samt aldrei öruggur. Þær sóttu alltaf að okkur. Við þurfum að halda haus allan leikinn.“ Það er mun meiri reynsla í liði Stjörnunnar en liði Fylkis en Sólveig sagði það ekki hafa ráðið úrslitum. „Ég veit það ekki. Kannski skilaði hún einhverju í lokin. Maður veit það aldrei. „Vörnin var góð. Flóra (Florentina Stanciu) var óheppin í fyrir hálfleik en átti nokkrar flottar vörslur í seinni hálfleik,“ sagði Sólveig. „Sólveig Lára sagði engu skipta hvort Stjarnan mæti Gróttu eða Haukum í úrslitum á laugardaginn. Hún vonast bara eftir maraþonleik liðanna sem þreyti sigurliðið. „Helst tvöfalda framlengingu og vítakeppni. Hafa þetta eins langt og hægt er,“ sagði Sólveig Lára létt í bragði. Harri: Við áttum leikinn„Við náðum ágætu forskoti í fyrri hálfleik og halda því í gegnum leikinn,“ sagði Harri Kristjánsson þjálfari Stjörnunnar eftir sigurinn í kvöld. „Það kom smá hikst í sóknarleikinn okkar og það voru nokkrir póstar sem mér finnst að eigi að vera betri. En við náðum að standa þetta ágætlega. Vörnin var sterk og Flóra góð. „Það skiptir ekki máli hvernig maður spilar í undanúrslitum ef maður kemst áfram,“ sagði Harri. Stjarnan virtist lengst af vera með leikinn í hendi sér og vildi Harri helst ekki viðurkenna það. „Sem þjálfari get ég ekki viðurkennt það en jú ég fann að við áttum leikinn og þetta var okkar að tapa þannig séð. „Fylkir er með hörkulið og ég held að ekkert lið í deildinni geti sagt að Fylkir sé auðveldur leikur,“ sagði Harri sem sagði einnig að sér væri alveg sama hvaða liði Stjarnan mætir í úrslitum. Halldór Stefán: Vissi að það yrði erfitt að skora„Við vorum aldrei langt á eftir og komum alltaf til baka,“ sagði Halldór Stefán Haraldsson þjálfari Fylkis. „Það var augnablik þegar lítið var eftir og við vorum tveimur fleiri að við hefðum getað nýtt það betur. Þá hefðum við verið í leik. „Við tökum séns í lokin og þá fer þetta í fimm mörk. Tveggja marka munur hefði verið eðlileg úrslit,“ sagði Halldór. Fylkir átti á köflum í erfiðleikum með að skora og var Florentina Stanciu liðinu sérstaklega óþægur ljár í þúfu. „Flóra var með tæplega 50% markvörslu og það skilur á milli í svona leik. Það dró tennurnar úr okkur er leið á leikinn. „Við ætluðum ekki að skjóta mikið af 9 metrum. Við ætluðum að komast í gegn og vissum að við myndum ekki skora mikið. Mér fannst vörnin halda vel en við hefðum þurft að skora meira. „Ég reyndi allt sem ég gat og henti auka manni í sóknina. Ég vissi að það yrði erfitt að skora í leiknum enda lögðum við mikið upp úr varnarleiknum,“ sagði Halldór. Halldór Stefáns sagði reynsluleysi síns liðs ekki haft nein áhrif á leik liðsins. „Vikan var góð og við vissum að ef við myndum slá Stjörnuna út þá þyrftum við allar að eiga topp leik. Það voru margar sem hefðu getað gert meir og þjálfarinn líka. Við vorum í leik og er stoltur af þessum stelpum.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Sjá meira
Stjarnan er komin í úrslit Coca Cola bikars kvenna eftir 26-21 sigur á Fylki í undanúrslitum í Laugardalshöll í kvöld. Stjarnan var 13-10 yfir í hálfleik. Stjarnan var með frumkvæðið í leiknum nánast allan leikinn. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en fljótlega skellti vörn Stjörnunnar í lás og Stjarnan náði þriggja marka forystu sem liðið hélt allt til hálfleiks. Fylkir er með ungt lið og virkuðu sumir leikmenn liðsins nokkuð taugaspenntir þó það hafi ekki orðið liðinu að falli. Fylkir byrjaði seinni hálfleikinn mjög vel og jafnaði fljótt metin en Stjarnan var fljót að byggja upp þriggja marka forystu á ný og hana náði Fylkir aldrei að vinna upp. Engu að síður var spenna í leiknum nánast allt til loka en frábær markvarsla Florentinu Stanciu í seinni hálfleik, góð vörn og fínn sóknarleikur gerði það að verkum að Fylkir náði aldrei að ógna forystu Stjörnunnar nægjanlega mikið og í lokin refsaði Stjarnan Fylki fyrir að taka áhættu og var sigurinn því stærri en þróun leiksins gaf tilefni til. Stjarnan getur því unnið sjöunda bikarmeistaratitil sinn á laugardag þegar liðið mætir annað hvort Haukum eða Gróttu. Sólveig Lára Kjærnested var drjúg framan af við markaskorun en fékk mikla hjálp í seinni hálfleik, ekki síst frá Hönnu Guðrúnu Stefánsdóttur og Þórhildi Gunnarsdóttur en það sýnir styrk Stjörnunnar að liðið komst í úrslit þrátt fyrir að Helena Örvarsdóttir næði sér engan vegin á strik. Patricia Szölösi fór fyrir Fylki í markaskorun en hún var mjög örugg á vítalínunni í leiknum. Sólveig: Alltaf skrefinu á undan„Já það er æðislegt,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested leikmaður Stjörnunnar um tilfinninguna að tryggja sér sæti í úrslitum Coca Cola bikarsins. „Mér fannst við alltaf vera skrefinu á undan en var samt aldrei öruggur. Þær sóttu alltaf að okkur. Við þurfum að halda haus allan leikinn.“ Það er mun meiri reynsla í liði Stjörnunnar en liði Fylkis en Sólveig sagði það ekki hafa ráðið úrslitum. „Ég veit það ekki. Kannski skilaði hún einhverju í lokin. Maður veit það aldrei. „Vörnin var góð. Flóra (Florentina Stanciu) var óheppin í fyrir hálfleik en átti nokkrar flottar vörslur í seinni hálfleik,“ sagði Sólveig. „Sólveig Lára sagði engu skipta hvort Stjarnan mæti Gróttu eða Haukum í úrslitum á laugardaginn. Hún vonast bara eftir maraþonleik liðanna sem þreyti sigurliðið. „Helst tvöfalda framlengingu og vítakeppni. Hafa þetta eins langt og hægt er,“ sagði Sólveig Lára létt í bragði. Harri: Við áttum leikinn„Við náðum ágætu forskoti í fyrri hálfleik og halda því í gegnum leikinn,“ sagði Harri Kristjánsson þjálfari Stjörnunnar eftir sigurinn í kvöld. „Það kom smá hikst í sóknarleikinn okkar og það voru nokkrir póstar sem mér finnst að eigi að vera betri. En við náðum að standa þetta ágætlega. Vörnin var sterk og Flóra góð. „Það skiptir ekki máli hvernig maður spilar í undanúrslitum ef maður kemst áfram,“ sagði Harri. Stjarnan virtist lengst af vera með leikinn í hendi sér og vildi Harri helst ekki viðurkenna það. „Sem þjálfari get ég ekki viðurkennt það en jú ég fann að við áttum leikinn og þetta var okkar að tapa þannig séð. „Fylkir er með hörkulið og ég held að ekkert lið í deildinni geti sagt að Fylkir sé auðveldur leikur,“ sagði Harri sem sagði einnig að sér væri alveg sama hvaða liði Stjarnan mætir í úrslitum. Halldór Stefán: Vissi að það yrði erfitt að skora„Við vorum aldrei langt á eftir og komum alltaf til baka,“ sagði Halldór Stefán Haraldsson þjálfari Fylkis. „Það var augnablik þegar lítið var eftir og við vorum tveimur fleiri að við hefðum getað nýtt það betur. Þá hefðum við verið í leik. „Við tökum séns í lokin og þá fer þetta í fimm mörk. Tveggja marka munur hefði verið eðlileg úrslit,“ sagði Halldór. Fylkir átti á köflum í erfiðleikum með að skora og var Florentina Stanciu liðinu sérstaklega óþægur ljár í þúfu. „Flóra var með tæplega 50% markvörslu og það skilur á milli í svona leik. Það dró tennurnar úr okkur er leið á leikinn. „Við ætluðum ekki að skjóta mikið af 9 metrum. Við ætluðum að komast í gegn og vissum að við myndum ekki skora mikið. Mér fannst vörnin halda vel en við hefðum þurft að skora meira. „Ég reyndi allt sem ég gat og henti auka manni í sóknina. Ég vissi að það yrði erfitt að skora í leiknum enda lögðum við mikið upp úr varnarleiknum,“ sagði Halldór. Halldór Stefáns sagði reynsluleysi síns liðs ekki haft nein áhrif á leik liðsins. „Vikan var góð og við vissum að ef við myndum slá Stjörnuna út þá þyrftum við allar að eiga topp leik. Það voru margar sem hefðu getað gert meir og þjálfarinn líka. Við vorum í leik og er stoltur af þessum stelpum.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Sjá meira