Bruce Springsteen hrópaði nafnið á rangri borg á miðjum tónleikum í Cleveland Birgir Olgeirsson skrifar 25. febrúar 2016 11:15 Bruce Springsteen Vísir/Getty Bandaríski tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen er á miklu tónleikaferðalagi um heimaland sitt með E Street Band vegna útkomu safndiskasettsins The Ties That Bind: The River Collection. Þessi 66 ára gamli rokkari er búinn að spila á sextán tónleikum frá því The River-tónleikaferðin hófst 16 janúar síðastliðinn. Tónleikarnir eru að jafnaði um þrjá og hálfan klukkutíma að lengd þar sem hann flytur rúmlega 30 lög. Á hann tugi tónleika eftir á þessu ferðalagi sem endar í Róm á Ítalíu í júlí næstkomandi. Það er því ekki nema von að menn verði eilítið áttavilltir á slíku ferðalagi en Springsteen var að leika á tónleikum í borginni Cleveland, í Ohio-ríki Bandaríkjanna, í gærkvöldi þegar hann hrópaði nafnið á rangri borg þegar hann ávarpaði áhorfendur. „Party noise Pittsburgh,“ hrópaði Springsteen en leiðrétti það nokkrum sekúndum síðar. „And Cleveland too,“ hrópaði tónlistarmaðurinn og uppskar hlátur frá áhorfendum áður en hann byrjaði að spila lagið Sherry Darling.Springsteen bætti einnig upp fyrir þetta með því að fleygja sér í áhorfendahópinn og lét hann bera sig um svæðið og tók meira að segja „selfie“ með einum af áhorfendunum.Bandaríski fjölmiðillinn Billboard greinir frá því að þessi misskilningur Springsteen gæti hafa stafað af tónlistarmanninum Joe Gruschecky, sem er frá Pittsburgh. Hann er gamall vinur Springsteen og mætti á sviðið í gær til að flytja lagið Born to Run ásamt Springsteen og E Street Band. Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen er á miklu tónleikaferðalagi um heimaland sitt með E Street Band vegna útkomu safndiskasettsins The Ties That Bind: The River Collection. Þessi 66 ára gamli rokkari er búinn að spila á sextán tónleikum frá því The River-tónleikaferðin hófst 16 janúar síðastliðinn. Tónleikarnir eru að jafnaði um þrjá og hálfan klukkutíma að lengd þar sem hann flytur rúmlega 30 lög. Á hann tugi tónleika eftir á þessu ferðalagi sem endar í Róm á Ítalíu í júlí næstkomandi. Það er því ekki nema von að menn verði eilítið áttavilltir á slíku ferðalagi en Springsteen var að leika á tónleikum í borginni Cleveland, í Ohio-ríki Bandaríkjanna, í gærkvöldi þegar hann hrópaði nafnið á rangri borg þegar hann ávarpaði áhorfendur. „Party noise Pittsburgh,“ hrópaði Springsteen en leiðrétti það nokkrum sekúndum síðar. „And Cleveland too,“ hrópaði tónlistarmaðurinn og uppskar hlátur frá áhorfendum áður en hann byrjaði að spila lagið Sherry Darling.Springsteen bætti einnig upp fyrir þetta með því að fleygja sér í áhorfendahópinn og lét hann bera sig um svæðið og tók meira að segja „selfie“ með einum af áhorfendunum.Bandaríski fjölmiðillinn Billboard greinir frá því að þessi misskilningur Springsteen gæti hafa stafað af tónlistarmanninum Joe Gruschecky, sem er frá Pittsburgh. Hann er gamall vinur Springsteen og mætti á sviðið í gær til að flytja lagið Born to Run ásamt Springsteen og E Street Band.
Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira