Viðskipti innlent

HB Grandi hagnaðist um 6,5 milljarða

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
HB Grandi gerir út 9 fiskiskip og vinnur fiskafurðir á sjó, í Reykjavík, á Akranesi og Vopnafirði.
HB Grandi gerir út 9 fiskiskip og vinnur fiskafurðir á sjó, í Reykjavík, á Akranesi og Vopnafirði. vísir/valli
Hagnaður útgerðarfyrirtækisins HB Granda á liðnu ári nam 6,5 milljörðum króna en árið áður var hagnaðurinn 5,3 milljarðar króna. Þá námu eignir félagsins samtals 55,7 milljörðum króna við árslok, skuldir voru 21,1 milljarðar og eigið fé 34,6 milljarðar.

Þetta má lesa út úr ársreikningi HB Granda en þar kemur meðal annars fram að stjórn fyrirtækisins leggi til að á þessu ári verði greiddur út arður fyrir árið 2015 sem mun nema 1,7 krónum af hverjum hlut útistandandi hlutafjár hluthafa sem samtals nemur um 3 milljörðum króna. Stærsti hluthafinn í HB Granda er félagið Vogun hf. með 33,7 prósent eignarhlut en næststærsti eigandinn er Lífeyrissjóður verslunarmanna með 11, 7 prósent eignarhlut.

HB Grandi gerir út 9 fiskiskip og vinnur fiskafurðir á sjó, í Reykjavík, á Akranesi og Vopnafirði. Félagið hefur mestar aflaheimildir íslenskra útgerðafélaga og selur afurðir sínar um allan heim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×