Þær höfðu svo sannarlega engu gleymt þegar þær stigu á svið í Adidas buxunum og Adidas Superstar skónum og var ekki að sjá að hátt í tuttugu ár væru síðan þær voru á hátindi ferils síns.
Gestir Elle style awards kunnu vel að meta óvæntu gestina og ætlaði fagnaðarlátunum ekki að linna.
All Saints tilkynntu fyrir skemmstu að þær væru að gefa út nýja plötu í apríl og kom fyrsta lagið af henni On A Strike út á þriðjudag.