Lífið

Manúela sár: "Umræðan snýst eingöngu um holdafar mitt“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Manúela var í viðtali í Íslandi í dag í gær.
Manúela var í viðtali í Íslandi í dag í gær. vísir
„Ég talaði af ástríðu um áhugavert málefni í fréttunum í kvöld. Það bæði særir mig persónulega og vekur mig til umhugsunar, þegar umræðan í kjölfarið snýst eingöngu um holdafar mitt - og ekkert um það sem ég hafði að segja,“ segir Manúela Ósk Harðardóttir í færslu á Facebook, en Ísland í dag fjallaði í gærkvöldi um lífsstílsbloggara og Snapchat-stjörnur í Íslandi og var meðal annars rætt við Manuelu.

„Ég talaði t.d. um hluti sem ég er virkilega stolt af að hafa gert og áorkað. What is this?,“ segir hún enfremur í færslunni en greinilega hafa viðbrögðin við fréttinni verið á þá leið að fólk hugsar fyrst og fremst um holdafar Manúelu.

Sjá einnig: Snapchat-stjarnan Manuela Ósk: „Ef þú ætlar að vera góður á samfélagsmiðlum þá þarftu bara að fara í karakter“

Manúela skrifaði BA-ritgerðina sína um áhrif samfélagsmiðla á tískuheiminn og hvernig samfélagsmiðlarnir eru að breyta tískuheiminum. Manuela segir samfélagsmiðla að vera að taka við af tískutímaritum og tekur sem dæmi að í fremstu röð á tískuvikum í stórborgum heimsins sitji nú Instagram-stjörnur og bloggarar. 


Tengdar fréttir

Sextán þúsund manns fylgdust með Manuelu í Playboyhöllinni

Manuela Ósk Harðardóttir brá sér vestur um haf og skemmti sér með stórstjörnunum í sérlegu partíi sem Richard Branson stóð fyrir í tengslum við Grammy-verðlaunahátíðina sem fram fór í Los Ang­­eles á mánudagskvöld.

Manúela: „Ég sjálf er ekki með átröskun“

„Ég sjálf er ekki með átröskun, og mér finnst mjög gott að Lína Birgitta hafi opnað þessa umræðu,“ segir Manúela Ósk Harðardóttir, fyrrum ungfrú Ísland, á Snapchat






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.