Conor mætir Nate Diaz Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. febrúar 2016 07:36 Þetta verður rosalegur bardagi. Gærdagurinn var skrautlegur í UFC-heiminum. Hann byrjaði á því að heimsmeistarinn í léttvigt, Rafael dos Anjos, dró sig úr titilbardaganum gegn Conor McGregor eftir að hafa meiðst á fæti. Þá voru góð ráð dýr. Aðeins ellefu dagar í þetta risabardagakvöld og enginn andstæðingur fyrir stærstu stjörnu UFC-heimsins í dag. Menn fóru strax að velta fyrir sér hver gæti keppt við Conor. Nöfn Donald „Cowboy“ Cerrone og Nate Diaz komu fljótt upp á borðið. Fleiri buðu sig fram í bardagann enda einstakt tækifæri og meiri peningar í boði að berjast gegn Conor en gengur og gerist. Menn fóru bara í röð. Á endanum tilkynnti Dana White, forseti UFC, í SportsCenter á ESPN að Írinn myndi berjast gegn Nate Diaz sem gladdi marga áhugamenn um UFC.Conor er í leit að fleiri beltum.vísir/gettyÞað sem meira er þá fer McGregor upp um einn þyngdarflokk til viðbótar svo það geti orðið af bardaganum. Ótrúlegt sjálfstraust. Conor er heimsmeistari í fjaðurvigt þar sem 65 kílóa menn keppa. Hann ætlaði að mæta Dos Anjos í léttvigt en þar eru menn 70 kíló. Þetta verður aftur á móti veltivigtarbardagi þar sem má vera 77 kíló. Talað var um að Diaz færi aðeins niður til þess að mæta Conor en Írinn sagði ekkert mál að hafa þetta í veltivigt. „Höfum þetta aðeins auðveldara fyrir hann.“ Conor er því farinn upp um tvo þyngdarflokka og er að keppa í vigtinni hans Gunnars Nelson. Hann talaði um það á dögunum að reyna fyrir sér þar en gerir það nú fyrr en áætlað var. Þessi bardagi verður þó ekki upp á neitt belti. Ef Dos Anjos nær sér fljótlega þá gæti hann mætt McGregor næsta sumar í UFC 200.Nate Diaz er hörkunagli.vísir/gettyDiaz er léttvigtarmaður og í fimmta sæti á styrkleikalista UFC. Hann var aftur á móti ekki nógu léttur núna fyrir léttvigtina. Conor ætlar því bara að borða fleiri steikur áður en hann mætir Diaz. Ekkert vesen. Diaz er þrítugur að aldri og reynslumikill. Búinn að vinna 18 bardaga en tapa 10. Hann var magnaður gegn Michael Johnson í desember og eftir þann bardaga kallaði hann á tækifæri gegn Conor. Hann fær það tækifæri núna. UFC eyðir engum tíma í vitleysu og það verða opnar æfingar með báðum bardagaköppum á morgun og svo viðtöl. Þar munu bomburnar fljúga enda báðir annálaðir strigakjaftar. Vísir mun fylgjast vel með og flytja ykkur fréttir af því síðar en það er klárt að menn munu tala í fyrirsögnum.Here. We. Go. #UFC196 pic.twitter.com/CKhB74aUW8— UFC (@ufc) February 24, 2016 LA, we're still coming!! See you all TOMORROW for Open Workouts @UFCGym - Torrance! #UFC196 pic.twitter.com/yxbHenNA7P— UFC (@ufc) February 24, 2016 MMA Tengdar fréttir Svona æfðu Conor og Gunnar fyrir síðasta bardaga UFC setti í loftið í gær nýja sjónvarpsþáttaröð þar sem fylgst er með Conor McGregor æfa sig fyrir bardaga. 23. febrúar 2016 12:45 Þjálfari Dos Anjos: Ég er niðurbrotinn Segir að Rafael dos Anjos hafi verið tilbúinn fyrir bardagann fyrir Conor McGregor. 23. febrúar 2016 17:34 Dos Anjos meiddur | Ver ekki beltið gegn Conor Eru Brasilíumennirnir hræddir við Írann yfirlýsingaglaða? 23. febrúar 2016 13:12 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Sjá meira
Gærdagurinn var skrautlegur í UFC-heiminum. Hann byrjaði á því að heimsmeistarinn í léttvigt, Rafael dos Anjos, dró sig úr titilbardaganum gegn Conor McGregor eftir að hafa meiðst á fæti. Þá voru góð ráð dýr. Aðeins ellefu dagar í þetta risabardagakvöld og enginn andstæðingur fyrir stærstu stjörnu UFC-heimsins í dag. Menn fóru strax að velta fyrir sér hver gæti keppt við Conor. Nöfn Donald „Cowboy“ Cerrone og Nate Diaz komu fljótt upp á borðið. Fleiri buðu sig fram í bardagann enda einstakt tækifæri og meiri peningar í boði að berjast gegn Conor en gengur og gerist. Menn fóru bara í röð. Á endanum tilkynnti Dana White, forseti UFC, í SportsCenter á ESPN að Írinn myndi berjast gegn Nate Diaz sem gladdi marga áhugamenn um UFC.Conor er í leit að fleiri beltum.vísir/gettyÞað sem meira er þá fer McGregor upp um einn þyngdarflokk til viðbótar svo það geti orðið af bardaganum. Ótrúlegt sjálfstraust. Conor er heimsmeistari í fjaðurvigt þar sem 65 kílóa menn keppa. Hann ætlaði að mæta Dos Anjos í léttvigt en þar eru menn 70 kíló. Þetta verður aftur á móti veltivigtarbardagi þar sem má vera 77 kíló. Talað var um að Diaz færi aðeins niður til þess að mæta Conor en Írinn sagði ekkert mál að hafa þetta í veltivigt. „Höfum þetta aðeins auðveldara fyrir hann.“ Conor er því farinn upp um tvo þyngdarflokka og er að keppa í vigtinni hans Gunnars Nelson. Hann talaði um það á dögunum að reyna fyrir sér þar en gerir það nú fyrr en áætlað var. Þessi bardagi verður þó ekki upp á neitt belti. Ef Dos Anjos nær sér fljótlega þá gæti hann mætt McGregor næsta sumar í UFC 200.Nate Diaz er hörkunagli.vísir/gettyDiaz er léttvigtarmaður og í fimmta sæti á styrkleikalista UFC. Hann var aftur á móti ekki nógu léttur núna fyrir léttvigtina. Conor ætlar því bara að borða fleiri steikur áður en hann mætir Diaz. Ekkert vesen. Diaz er þrítugur að aldri og reynslumikill. Búinn að vinna 18 bardaga en tapa 10. Hann var magnaður gegn Michael Johnson í desember og eftir þann bardaga kallaði hann á tækifæri gegn Conor. Hann fær það tækifæri núna. UFC eyðir engum tíma í vitleysu og það verða opnar æfingar með báðum bardagaköppum á morgun og svo viðtöl. Þar munu bomburnar fljúga enda báðir annálaðir strigakjaftar. Vísir mun fylgjast vel með og flytja ykkur fréttir af því síðar en það er klárt að menn munu tala í fyrirsögnum.Here. We. Go. #UFC196 pic.twitter.com/CKhB74aUW8— UFC (@ufc) February 24, 2016 LA, we're still coming!! See you all TOMORROW for Open Workouts @UFCGym - Torrance! #UFC196 pic.twitter.com/yxbHenNA7P— UFC (@ufc) February 24, 2016
MMA Tengdar fréttir Svona æfðu Conor og Gunnar fyrir síðasta bardaga UFC setti í loftið í gær nýja sjónvarpsþáttaröð þar sem fylgst er með Conor McGregor æfa sig fyrir bardaga. 23. febrúar 2016 12:45 Þjálfari Dos Anjos: Ég er niðurbrotinn Segir að Rafael dos Anjos hafi verið tilbúinn fyrir bardagann fyrir Conor McGregor. 23. febrúar 2016 17:34 Dos Anjos meiddur | Ver ekki beltið gegn Conor Eru Brasilíumennirnir hræddir við Írann yfirlýsingaglaða? 23. febrúar 2016 13:12 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Sjá meira
Svona æfðu Conor og Gunnar fyrir síðasta bardaga UFC setti í loftið í gær nýja sjónvarpsþáttaröð þar sem fylgst er með Conor McGregor æfa sig fyrir bardaga. 23. febrúar 2016 12:45
Þjálfari Dos Anjos: Ég er niðurbrotinn Segir að Rafael dos Anjos hafi verið tilbúinn fyrir bardagann fyrir Conor McGregor. 23. febrúar 2016 17:34
Dos Anjos meiddur | Ver ekki beltið gegn Conor Eru Brasilíumennirnir hræddir við Írann yfirlýsingaglaða? 23. febrúar 2016 13:12