Lífið

Snapchat-stjarnan Manuela Ósk: „Ef þú ætlar að vera góður á samfélagsmiðlum þá þarftu bara að fara í karakter“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Manuela Ósk Harðardóttir er einn vinsælasti Snapchattari landsins.
Manuela Ósk Harðardóttir er einn vinsælasti Snapchattari landsins.
Manuela Ósk Harðardóttir, hönnunarnemi og Snapchat-stjarna, segir að það sé mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að hún sé ekki sama manneskja í raunveruleikanum og sú sem birtist fylgjendum hennar á Snapchat. Fjallað var um lífsstílsbloggara og Snapchat-stjörnur í Íslandi í dag og meðal annars rætt við Manuelu.

„Ef þú ætlar að vera góður á samfélagsmiðlum þá þarftu bara að fara í karakter, það er bara það sem þetta snýst um, og að hafa efnið áhugavert þá þarf oft að búa eitthvað til eða gera eitthvað sem er alls ekki þú. Það er mjög mikilvægt að þeir sem fylgja mér geri sér grein fyrir því út af því það eru oft mjög steiktir hlutir sem eiga sér stað á Snapchat,“ segir Manuela.

Hún skrifaði BA-ritgerðina sína um áhrif samfélagsmiðla á tískuheiminn og hvernig samfélagsmiðlarnir eru að breyta tískuheiminum. Manuela segir samfélagsmiðla að vera að taka við af tískutímaritum og tekur sem dæmi að í fremstu röð á tískuvikum í stórborgum heimsins sitji nú Instagram-stjörnur og bloggarar.

Innslag Margrétar Erlu Maack úr Íslandi í dag má sjá í spilaranum hér að neðan en þar er meðal annars rætt við aðra Snapchat-stjörnu, Snorra Björnsson, en hann og Manuela fóru einmitt á deit á dögunum eins og frægt er orðið. 


Tengdar fréttir

Manúela: „Ég sjálf er ekki með átröskun“

„Ég sjálf er ekki með átröskun, og mér finnst mjög gott að Lína Birgitta hafi opnað þessa umræðu,“ segir Manúela Ósk Harðardóttir, fyrrum ungfrú Ísland, á Snapchat






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.