Arash með 2.080 hestöfl í Genf Finnur Thorlacius skrifar 23. febrúar 2016 09:49 Arash AF10. Autoblog Einn af athygliverðari bílum sem sýndur verður brátt á bílasýningunni í Genf er þessi breski Arash sportbíll með tvinnaflrás sem skilar 2.080 hestöflum. Ódýrasta gerð þessa bíls mun kosta 1,1 milljón punda, eða 202 milljónir króna. Brunavélin í bílnum er 6,2 lítra bensínvél með keflablásara sem skilar 900 hestöflum, en auk hennar eru rafmagnsmótorar við hvert hjól sem skila alls 1.180 hestöflum. Því er bíllinn fjórhjóladrifinn og ekki veitir af til að skila öllum þessum hestöflum í götuna. Í bílnum eru fimm skiptingar, ein fyrir hvern rafmótor (aðeins 2 gírar) og ein fyrir brunavélina og er hún 6 gíra og bæði í boði sjálfskipt og beinskipt. Yfirbygging bílsins er að miklu leiti smíðuð úr koltrefjum og það á einnig við sætin í bílnum og mælaborðið. Ekki kemur fram hve mikið bíllinn vegur, en líklega óvenju lítið vegna koltrefjanna. Arash er lítill bílaframleiðandi í Bretlandi og víst er að ekki verða margir svona bílar smíðaðir, enda kaupendur ef til vill ekki svo margir af svo dýrum bíl. Arash mun reyndar einnig bjóða þennan bíl eingöngu með brunavél sem er V8 og 550 hestöfl og sá kostar öllu minna, eða 350.000 pund, eða 64 milljónir króna. Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent
Einn af athygliverðari bílum sem sýndur verður brátt á bílasýningunni í Genf er þessi breski Arash sportbíll með tvinnaflrás sem skilar 2.080 hestöflum. Ódýrasta gerð þessa bíls mun kosta 1,1 milljón punda, eða 202 milljónir króna. Brunavélin í bílnum er 6,2 lítra bensínvél með keflablásara sem skilar 900 hestöflum, en auk hennar eru rafmagnsmótorar við hvert hjól sem skila alls 1.180 hestöflum. Því er bíllinn fjórhjóladrifinn og ekki veitir af til að skila öllum þessum hestöflum í götuna. Í bílnum eru fimm skiptingar, ein fyrir hvern rafmótor (aðeins 2 gírar) og ein fyrir brunavélina og er hún 6 gíra og bæði í boði sjálfskipt og beinskipt. Yfirbygging bílsins er að miklu leiti smíðuð úr koltrefjum og það á einnig við sætin í bílnum og mælaborðið. Ekki kemur fram hve mikið bíllinn vegur, en líklega óvenju lítið vegna koltrefjanna. Arash er lítill bílaframleiðandi í Bretlandi og víst er að ekki verða margir svona bílar smíðaðir, enda kaupendur ef til vill ekki svo margir af svo dýrum bíl. Arash mun reyndar einnig bjóða þennan bíl eingöngu með brunavél sem er V8 og 550 hestöfl og sá kostar öllu minna, eða 350.000 pund, eða 64 milljónir króna.
Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent