Lífið

Frosti og Vincent á leiðinni í sólina saman: Peningarnir rétt ókomnir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frosti og Vincent eru við það að gerast viðskiptafélagar.
Frosti og Vincent eru við það að gerast viðskiptafélagar. vísir
Frosti Logason og Vincent Johnson hafa verið í töluverðum samskiptum undanfarið en sá síðarnefndi lofaði útvarpsmanninum tugmilljóna króna greiðslum í símtali þeirra á milli á föstudaginn. Símtalið var spilað í útvarpsþættinum Harmageddon fyrir athygli og hefur vakið mikla athygli.

Frosti heyrði aftur í viðskiptafélaga sínum í dag en Vincent hefur gefið sig út fyrir að vera lögfræðingur en Frosti var vel meðvitaður um að þarna væri líklega á ferðinni svindlari, oft kallaðir Nígeríusvindlarar, þar sem reynt er að hafa fé af fólki með loforði um að þau fái risafjárhæðir í nánustu framtíð.

Sjá einnig: KOSTULEGT SAMTAL FROSTA VIÐ NÍGERÍUSVINDLARA SEM LOFAR HONUM MILLJÓNUM KRÓNA

Í dag sagði Vincent að dóttir hans væri alvarlega veik og hún væri í öndunarvél. Frosti lofaði honum nýjan síma þar sem varla er hægt að tala við Vincent þar sem hann rekst alltaf í takkana á símanum og því heyrist illa í honum. Þegar Frosti fær peningana sína ætlar hann að kaupa glænýjan iPhone 6 handa félaga sínum.

Samtalið var vægast sagt fyndið og má hlusta á það hér að neðan. Fróðlegt verður að fylgjast með samskiptum Frosta og Vincent á næstu dögum en sá síðarnefndi hefur í fórum sér vinnusímanúmer Frosta. Vincent og Frosti eru á leiðinni saman á sólarströnd, um leið og peningarnir eru komnir í þeirra hendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×