Meðal frumsýningargesta voru George Clooney, Tilda Swinton, Josh Brolin, Channing Tatum og formaður dómnefndar hátíðarinnar, Meryl Streep, og nutu þau öll ferðarinnar á rauða dregilinn í rafknúnum glæsikerrum. En Audi átti fleiri ása uppí erminni því Inglourious Basterds-stjarnan og Íslandsvinurinn Daniel Brühl mætti til leiks í sjálfkakandi Audi A8 L W12 sem vakti að vonum mikla lukku meðal frumsýningargesta.
Alls sendi Audi 300 bíla á hátíðina, þar af um 100 tengiltvinnbíla sem geta bæði gengið fyrir rafmagni og bensíni. „Til að gera menningartengslin, hápunkta hátíðarinnar og ferðina á rauða dregilinn sem rafmagnaðastan fluttum við flota rafmagnsbíla til Berlínar í ár,“ segir Dietmar Voggenreiter, stjórnarmaður sölu- og markaðsmála hjá Audi.
Bílaframleiðandinn hefur um árabil verið einn stærsti samstarfsaðili hátíðarinnar og auk þess að útvega bíla heldur hann einnig úti sjálfstæðu kvikmyndahúsi og sýnir fjölda kvikmynda.

