Góðu málefnin og listin að lifa Magnús Guðmundsson skrifar 22. febrúar 2016 07:00 Uppistandarar, tónlistarmenn, myndlistarmenn, rithöfundar, dansarar, og þannig mætti áfram telja, kannast að öllum líkindum við að fá símtal þar sem beðið er um ólaunað framlag eða listaverk því málefnið er vissulega gott. Og það er erfitt að segja nei við bættum aðstæðum veikra barna, baráttunni gegn válegum sjúkdómum, uppbyggingu íþrótta- og æskulýðsstarfs, forvörnum, mannréttindum, mannlegum harmleik og framtíð íslensku landnámshænunnar. Ísland er fullt af fólki sem brennur fyrir góðum málefnum og leggur á sig mikla vinnu, oft launalaust, til þess að bæta líf og aðstæður annarra. Allt gott um það að segja. En ásóknin í verk og vinnu listamanna málefnunum til stuðnings er hins vegar ekki gott mál. En segir okkur þó að við lítum þrátt fyrir allt á alla þessa sköpun listamanna sem eftirsóknarverða og gerum okkur grein fyrir verðmætinu sem í henni felst. Við finnum hvað það breytir miklu fyrir góðgerðarsamkomu að hafa góðan skemmtikraft sem keyrir áfram skemmtunina á milli leiftrandi tónlistaratriða allt fram að hámarkinu með málverkauppboði þar sem peningarnir byrja loks að rúlla inn fyrir alvöru. Listin lætur fólki líða vel og opnar í senn hjörtu þess og veski málefninu til framdráttar. Almennt virðist ekki vera mikil ásókn í frítt framlag annarra starfsstétta til góðra málefna enda fátítt að vinna rótarfyllingu á bingókvöldi eða húsamálun á herrakvöldi og það er svo sannarlega ekki sagt tannlæknum eða húsamálurum til hnjóðs. Þær stéttir bera vonandi réttláta virðingu fyrir sínum störfum og opna veskið til góðra málefna eftir efnum og aðstæðum hverju sinni. Þannig á það nefnilega að vera. En svo einfalt er það ekki fyrir listamennina sem eru beðnir um að gefa vinnu sín og verk. Forsendurnar eru oftar en ekki þær að auk þess sem málefnið sé gott þá verði þetta þvílík góð kynning á listamanninum. Viðkomandi þarf þó sjaldnast á kynningunni að halda, vill efalítið hafa eðlilegt val án utanaðkomandi þrýstings um aðkomu sína að góðum málefnum og þarf einna helst á því að halda að fá laun fyrir sína vinnu. Listamenn á litlu landi bera nefnilega alla jafna lítið út býtum fyrir mikla vinnu og þurfa því síst af öllu á því að halda að vera beðnir um að vinna frítt, burtséð frá því hversu gott og göfugt málefnið er hverju sinni. Það skiptir ekki máli. Það sem skiptir máli er að við metum verk listamanna að verðleikum eins og verk annarra stétta. Málið er að við þurfum að breyta viðhorfi okkar til verðamætasköpunar listamanna. Fyrst við viðurkennum verðmætin sem felast í listinni og hversu eftirsóknarverð hún er þá hljótum við að geta viðurkennt framlag þeirra sem skapa listina. Góð málefni eiga ekki að þurfa að treysta á frítt vinnuframlag listamanna því þeirra framlag á að vera þeirra val eins og okkar hinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Uppistandarar, tónlistarmenn, myndlistarmenn, rithöfundar, dansarar, og þannig mætti áfram telja, kannast að öllum líkindum við að fá símtal þar sem beðið er um ólaunað framlag eða listaverk því málefnið er vissulega gott. Og það er erfitt að segja nei við bættum aðstæðum veikra barna, baráttunni gegn válegum sjúkdómum, uppbyggingu íþrótta- og æskulýðsstarfs, forvörnum, mannréttindum, mannlegum harmleik og framtíð íslensku landnámshænunnar. Ísland er fullt af fólki sem brennur fyrir góðum málefnum og leggur á sig mikla vinnu, oft launalaust, til þess að bæta líf og aðstæður annarra. Allt gott um það að segja. En ásóknin í verk og vinnu listamanna málefnunum til stuðnings er hins vegar ekki gott mál. En segir okkur þó að við lítum þrátt fyrir allt á alla þessa sköpun listamanna sem eftirsóknarverða og gerum okkur grein fyrir verðmætinu sem í henni felst. Við finnum hvað það breytir miklu fyrir góðgerðarsamkomu að hafa góðan skemmtikraft sem keyrir áfram skemmtunina á milli leiftrandi tónlistaratriða allt fram að hámarkinu með málverkauppboði þar sem peningarnir byrja loks að rúlla inn fyrir alvöru. Listin lætur fólki líða vel og opnar í senn hjörtu þess og veski málefninu til framdráttar. Almennt virðist ekki vera mikil ásókn í frítt framlag annarra starfsstétta til góðra málefna enda fátítt að vinna rótarfyllingu á bingókvöldi eða húsamálun á herrakvöldi og það er svo sannarlega ekki sagt tannlæknum eða húsamálurum til hnjóðs. Þær stéttir bera vonandi réttláta virðingu fyrir sínum störfum og opna veskið til góðra málefna eftir efnum og aðstæðum hverju sinni. Þannig á það nefnilega að vera. En svo einfalt er það ekki fyrir listamennina sem eru beðnir um að gefa vinnu sín og verk. Forsendurnar eru oftar en ekki þær að auk þess sem málefnið sé gott þá verði þetta þvílík góð kynning á listamanninum. Viðkomandi þarf þó sjaldnast á kynningunni að halda, vill efalítið hafa eðlilegt val án utanaðkomandi þrýstings um aðkomu sína að góðum málefnum og þarf einna helst á því að halda að fá laun fyrir sína vinnu. Listamenn á litlu landi bera nefnilega alla jafna lítið út býtum fyrir mikla vinnu og þurfa því síst af öllu á því að halda að vera beðnir um að vinna frítt, burtséð frá því hversu gott og göfugt málefnið er hverju sinni. Það skiptir ekki máli. Það sem skiptir máli er að við metum verk listamanna að verðleikum eins og verk annarra stétta. Málið er að við þurfum að breyta viðhorfi okkar til verðamætasköpunar listamanna. Fyrst við viðurkennum verðmætin sem felast í listinni og hversu eftirsóknarverð hún er þá hljótum við að geta viðurkennt framlag þeirra sem skapa listina. Góð málefni eiga ekki að þurfa að treysta á frítt vinnuframlag listamanna því þeirra framlag á að vera þeirra val eins og okkar hinna.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun