Viðskipti innlent

Forsvarsmenn Airbnb mótfallnir takmörkunum

Sæunn Gísladóttir skrifar
Forsvarsmenn Airbnb vilja bara takmarka útleigutíma í þéttbýli og þá við 120 daga í stað 90.
Forsvarsmenn Airbnb vilja bara takmarka útleigutíma í þéttbýli og þá við 120 daga í stað 90. v
Sofia Gkiousou, yfirmaður opinberrar stefnu Airbnb á Íslandi, segir Airbnb fagna því að breyta lögum um veitingastaði og skemmtanahald og einfalda þannig regluverk í kringum útleigu til ferðamanna á Íslandi. Hún segir hins vegar níutíu daga takmörkun á leigutíma og við tvær eignir vera of takmarkandi fyrir Airbnb-gestgjafa á Íslandi. Þetta kemur fram í bréfi hennar til atvinnuveganefndar.

Í bréfinu segir að notendur Airbnb sem leigi út heimili sín séu ekki að reka fyrirtæki, þeir séu ekki fasteignafjárfestar. Með útleigu á Airbnb séu þeir ekki endilega að fjarlægja eignir af húsnæðismarkaðnum sem gætu verið nýttar undir eitthvað annað. Þetta sé venjulegt fólk sem vilji af ýmsum ástæðum nýta pláss sitt til að taka á móti gestum og auka tekjur fjölskyldunnar, umfram hefðbundnar vinnutekjur.

Gkiousou bendir á að flestar borgir í heiminum takmarki ekki rétt íbúa til að deila heimili sínu með greiðandi gesti. Hún telur að það sé of langt gengið að takmarka útleigu til ferðamanna við tvær fasteignir. Í London þar sem er mikill húsnæðisvandi séu ekki takmörk við fjölda fasteigna, einungis við fjölda daga.

Gkiousou leggur til að takmarka ekki fjölda fasteigna til útleigu, og að setja 120 daga takmörkun á útleigu íbúða í þéttbýli en engin takmörk á fasteignir á landsbyggðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×