Góða systir vekur heimsathygli Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 9. mars 2016 09:30 Þórunn Antonía Magnúsdóttir stofnaði Facebook-síðuna Góða systir. Vísir/Anton „Ég var mjög hissa, þegar ég fékk símtal frá Facebook og mér tilkynnt að ég væri ein af sjö konum í heiminum sem Facebook vildi fjalla um í sambandi við Alþjóðlegan baráttudag kvenna sem haldinn var í gær,“ segir Þórunn Antonía Magnúsdóttir, stofnandi Facebook-síðunnar Góða systir sem ætluð er jákvæðum og uppbyggilegum boðskap fyrir konur. Facebook-síðan Góða systir hefur heldur betur vakið athygli í þjóðfélaginu, en yfir 50 þúsund konur eru skráðar í hópinn sem stofnaður var í þeim tilgangi að konur gætu komið saman og sýnt hver annarri skilning, virðingu og kærleik þrátt fyrir ólíkt líf, viðhorf og skoðanir. Ég trúði því eiginlega ekki þegar ég fékk símtal frá Facebook, ég hélt að það væri verið að gera símagrín í mér en svo var ekki. Það var kona sem vinnur hjá Facebook sem hafði heyrt um framtakið Góða systir og þeim fannst þetta frábært framtak og hálf ótrúlegt að yfir 50 þúsund konur væru skráðar í hópinn af 300.000 manna samfélagi,“ segir Þórunn glöð í bragði. Viðtalið og myndir af Þórunni Antoníu birtust meðal annars í tímaritinu TIME í gær, en hingað til landsins kom þekktur ljósmyndari fyrir hönd Facebook til þess að hitta Þórunni og taka af henni myndir og viðtal fyrir þetta fallega verkefni. „Mihaela Noroc kom hingað til landsins til að hitta mig, hún er alveg yndisleg og hefur alveg rosalega fallega nærveru, það geislar frá henni góðmennska og blíða til kvenna svo ég var alls ekki hissa á því að hún hefði tekið að sér verkefni sem þetta. Hún ferðast um heiminn til þess að taka myndir af konum og vekja athygli á baráttukonum víða um heim. Við vorum sammála um það að ákveðnir þættir í okkar lífi hafi breytt sýn á mikilvægi þess að konur standi saman, en það var fæðing dóttur minnar sem breytti sýn minni á konur. Við konur eru alveg magnaðar verur, og sameinaðar erum við algjörlega óstöðvandi,“ segir Þórunn full þakklætis fyrir að vera valin í hóp með þessum framúrskarandi baráttukonum. This International Women’s Day, we’ve partnered with The Atlas of Beauty to recognize six women who are doing their part...Posted by Facebook Stories on Tuesday, March 8, 2016 Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira
„Ég var mjög hissa, þegar ég fékk símtal frá Facebook og mér tilkynnt að ég væri ein af sjö konum í heiminum sem Facebook vildi fjalla um í sambandi við Alþjóðlegan baráttudag kvenna sem haldinn var í gær,“ segir Þórunn Antonía Magnúsdóttir, stofnandi Facebook-síðunnar Góða systir sem ætluð er jákvæðum og uppbyggilegum boðskap fyrir konur. Facebook-síðan Góða systir hefur heldur betur vakið athygli í þjóðfélaginu, en yfir 50 þúsund konur eru skráðar í hópinn sem stofnaður var í þeim tilgangi að konur gætu komið saman og sýnt hver annarri skilning, virðingu og kærleik þrátt fyrir ólíkt líf, viðhorf og skoðanir. Ég trúði því eiginlega ekki þegar ég fékk símtal frá Facebook, ég hélt að það væri verið að gera símagrín í mér en svo var ekki. Það var kona sem vinnur hjá Facebook sem hafði heyrt um framtakið Góða systir og þeim fannst þetta frábært framtak og hálf ótrúlegt að yfir 50 þúsund konur væru skráðar í hópinn af 300.000 manna samfélagi,“ segir Þórunn glöð í bragði. Viðtalið og myndir af Þórunni Antoníu birtust meðal annars í tímaritinu TIME í gær, en hingað til landsins kom þekktur ljósmyndari fyrir hönd Facebook til þess að hitta Þórunni og taka af henni myndir og viðtal fyrir þetta fallega verkefni. „Mihaela Noroc kom hingað til landsins til að hitta mig, hún er alveg yndisleg og hefur alveg rosalega fallega nærveru, það geislar frá henni góðmennska og blíða til kvenna svo ég var alls ekki hissa á því að hún hefði tekið að sér verkefni sem þetta. Hún ferðast um heiminn til þess að taka myndir af konum og vekja athygli á baráttukonum víða um heim. Við vorum sammála um það að ákveðnir þættir í okkar lífi hafi breytt sýn á mikilvægi þess að konur standi saman, en það var fæðing dóttur minnar sem breytti sýn minni á konur. Við konur eru alveg magnaðar verur, og sameinaðar erum við algjörlega óstöðvandi,“ segir Þórunn full þakklætis fyrir að vera valin í hóp með þessum framúrskarandi baráttukonum. This International Women’s Day, we’ve partnered with The Atlas of Beauty to recognize six women who are doing their part...Posted by Facebook Stories on Tuesday, March 8, 2016
Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira