Ísland mun spila tvo vináttulandsleiki gegn Noregi í byrjun næsta mánaðar en það var staðfest á heimasíðu norska handknattleikssambandsins í dag.
Noregur er að búa sig undir umspil fyrir Ólympíuleikana í Ríó en Ísland komst ekki í forkeppnina og mun ekki taka þátt í leikunum í sumar.
Sjá einnig: Ætla að finna nýjan landsliðsþjálfara í þessum mánuði
Ísland er þó enn án landsliðsþjálfara en enginn hefur verið ráðinn í stað Arons Kristjánssonar sem hætti eftir slæmt gengi Íslands á EM í Póllandi. Eini sigur Íslands á því móti var gegn Noregi sem fór svo alla leið í undanúrslit mótsins.
Leikirnir fara báðir fram í Þrándheimi dagana 3. og 5. apríl.
