Leiðinlegi maturinn Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 7. mars 2016 00:00 Kvöld eitt í lok janúar stóð ég kaldur og blautur í hundslappadrífu fyrir utan húsið mitt og drap í síðustu sígarettu dagsins. Ég kjagaði upp tröppurnar og fór úr jakkanum mínum um leið og ég gekk inn í íbúðina. Það var hræðileg lykt af jakkanum — þegar maður reykir í úrkomu magnast reykingalyktin einhvern veginn upp. Ég fór inn á bað, þvoði mér um hendur og burstaði tennur. Þegar ég var búinn að því tók ég eftir því að ég var móður. Ó, nei! Sonur minn, sem kemur í heiminn eftir fimm daga, mun eiga pabba sem nennir aldrei að leika við hann og lyktar eins og rusl. Þetta gengur ekki lengur. Nú hættir þetta fyrir fullt og allt. Bless hamborgarar, pitsa og fröllur. Bless kleinuhringir, snúðar og vínarbrauð. Bless nammibar á laugardögum. Bless pínulitla kúla í filternum á svörtum Winston sem breytir sígarettunni minni í After Eight. Nú á ég fimm vikna dreng sem er um sex kíló. Ég er sjálfur búinn að missa þyngd hans framan af vömbinni en það sér það enginn. Dropi í hafið og allt það. En mér líður miklu betur. Ég er meira að segja alveg búinn að borða hamborgara og ís. Bara ekki átján hamborgara og vaskafat af ís. Þar liggur munurinn. Ég viðurkenni það samt fúslega að þetta getur verið hundleiðinlegt. Að sitja skömmustulegur á varamannabekknum á meðan vinnufélagarnir gúffa í sig tertum í fimmtudagskaffinu. Að fara ekki á Nonnabita í hádeginu heldur telja ofan í mig fetaostskubba með Tupperware–salatinu mínu. Að horfa á bíómynd án þess að gleypa heilan Pringles – stauk með pappa og loki. Barasta ekki neitt skemmtilegt. En ég er 36 ára og ég ætla að mæta í 36 ára afmæli sonar míns. Þá hreinlega neyðist ég til að byrja að borða leiðinlega matinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun
Kvöld eitt í lok janúar stóð ég kaldur og blautur í hundslappadrífu fyrir utan húsið mitt og drap í síðustu sígarettu dagsins. Ég kjagaði upp tröppurnar og fór úr jakkanum mínum um leið og ég gekk inn í íbúðina. Það var hræðileg lykt af jakkanum — þegar maður reykir í úrkomu magnast reykingalyktin einhvern veginn upp. Ég fór inn á bað, þvoði mér um hendur og burstaði tennur. Þegar ég var búinn að því tók ég eftir því að ég var móður. Ó, nei! Sonur minn, sem kemur í heiminn eftir fimm daga, mun eiga pabba sem nennir aldrei að leika við hann og lyktar eins og rusl. Þetta gengur ekki lengur. Nú hættir þetta fyrir fullt og allt. Bless hamborgarar, pitsa og fröllur. Bless kleinuhringir, snúðar og vínarbrauð. Bless nammibar á laugardögum. Bless pínulitla kúla í filternum á svörtum Winston sem breytir sígarettunni minni í After Eight. Nú á ég fimm vikna dreng sem er um sex kíló. Ég er sjálfur búinn að missa þyngd hans framan af vömbinni en það sér það enginn. Dropi í hafið og allt það. En mér líður miklu betur. Ég er meira að segja alveg búinn að borða hamborgara og ís. Bara ekki átján hamborgara og vaskafat af ís. Þar liggur munurinn. Ég viðurkenni það samt fúslega að þetta getur verið hundleiðinlegt. Að sitja skömmustulegur á varamannabekknum á meðan vinnufélagarnir gúffa í sig tertum í fimmtudagskaffinu. Að fara ekki á Nonnabita í hádeginu heldur telja ofan í mig fetaostskubba með Tupperware–salatinu mínu. Að horfa á bíómynd án þess að gleypa heilan Pringles – stauk með pappa og loki. Barasta ekki neitt skemmtilegt. En ég er 36 ára og ég ætla að mæta í 36 ára afmæli sonar míns. Þá hreinlega neyðist ég til að byrja að borða leiðinlega matinn.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun