Hvar er besti brönsinn? Viktoría Hermannsdóttir skrifar 5. mars 2016 12:15 Álitsgjafar varpa ljósi á það hvar besta brönsinn er að finna í Reykjavík. Mynd/Samsett Það er tilvalið um helgar að gera sér glaðan dag og fara með góðum vinum eða fjölskyldu í bröns. Fréttablaðið leitaði til nokkurra álitsgjafa til þess að varpa ljósi á það hver besta brönsinn er að finna.1. sæti - The Coocoo’s NestLitla hreiðrið úti á Granda hefur vinninginn um besta brönsinn samkvæmt álitsgjöfum Fréttablaðsins. Þetta höfðu þeir meðal annars að segja um brönsinn þar:„Egg Florentine er besti einstaki brönsrétturinn í bænum.“„The Coocoo’s Nest á þetta skuldlaust. Ég vakna stundum um miðjar nætur öskrandi á grænu eggin þeirra. Skemmtilega öðruvísi en allir brönsarnir í bænum og líka sá bragðbesti.“„Afslappaður fjölskyldurekinn veitingastaður þar sem gott hráefni fær að njóta sín. Besta súrdeigsbrauð í bænum og ommilettan með heimagerðu salsa er einfaldlega besti brönsréttur sem ég hef bragðað.“„Ég veit að ég er að gera stór mistök að tilnefna staðinn, því hann er lítill og nógu déskoti erfitt er að fá borð þar nú þegar. Súrdeigsbrauðið, blóðmarían og hleyptu eggin … þetta er algjört príma stöff.“„Hrikalega skemmtilegur staður úti á Granda með geðveikum bröns, mæli með grænni vefju með eggi og auka beikoni.“Brönsinn á Snaps þykir góður.2. sæti - SnapsNæstbesta brönsinn er að finna á veitingastaðnum Snaps við Óðinstorg.„Þú færð hlýjar móttökur, góðan mat og bæjarins bestu Bloody Mary!“ „Þeir bjóða upp á svo trylltan bröns að mig dreymir hann nánast á hverri nóttu. Eini gallinn er að hann er bara í boði um helgar og á vissum tíma dags. Brioche er geggjað, eggjakakan er til að drepa fyrir og beikonið er alltaf stökkt og fullkomlega eldað.“„Fyrir lengra komna brönsaðdáendur þá er þann besta klárlega að finna á veitingastaðnum Snaps á Óðinsgötu. Þar er hægt að fá Eggs Benedict sem er án efa toppurinn á útfærslu eggja. Tvö „poached“ egg með hollandaise-sósu og reyktum laxi, ofan á enskri múffu. Ekki verra að panta sér ljúffenga mímósu með. Bon appetit!“ Geysir kom vel út á meðal álitsgjafa3. sæti - Geysir bistroGeysir Bistro var í þriðja sæti yfir þá staði sem bjóða upp á besta brönsinn en álitsgjöfum þykir hann sérlega fjölskylduvænn.„Fjölbreytnin er lykillinn – það er eggjahræra, pylsur og beikon en svo er lítið boost-glas, ferskir ávextir s.s. melóna, ananas og epli, ristað brauð með upprúlluðum osti og hágæðaskinku, pönnukaka með sírópi og rúsínan í pylsuendanum er svo djúpsteiktur camembert með sultu! Svo fylgir kaffibolli með!“„Barnvænn og góður staður. Frábær bröns.“4-6. sæti Grái kötturinn„Besti brönsinn er klárlega á Gráa kettinum á góðum degi, vel útilátinn og góð samsetning, fullkomlega saltaðar kartöflur og vel steikt egg svo við tölum nú ekki um bragðið af pönnukökunum. “Vox Hilton hótel „Vox er með besta brönshlaðborðið. Allt frábært hjá þeim og ferskt. Þar er yfirleitt allt á fullu og maður þarf að standa í röð en það er alveg þess virði.“Prikið„Langbesti brönsinn í bænum er Vörubíllinn á Prikinu. Egg, beikon, amerískar pönnukökur með sírópi, ristað brauð og steiktar kartöflur. Þetta er beisikk, öll næringarefni sem þú þarft. Kolvetni, prótín og fita, sett saman í eina gómsæta og endurnærandi heild. Svo er staffið á Prikinu besta fólk í heimi og mun örugglega lauma til þín verkjatöflu, ef á þarf að halda.“„Prikið er leyndur fjársjóður í matarmenningu Reykjavíkur. Beikon, egg, ristað brauð, bakaðar baunir, jalapeños. Svo er hægt að fá Cocoa Puffs á meðan maður bíður. Prikið er furðulega góður veitingastaður.“Aðrir sem voru nefndir Vegamót: „Allt sem maður þarf á einum diski."Tíu dropar:„Tíu dropar bjóða upp á brunch að mínu skapi.“Kaffi Vest:„Þar getur maður alla jafna fengið þrjár útgáfur af Eggs Benedict.Kaffi slippur:„Góður matur, afslöppuð stemning og fallegt útsýni yfir höfnina.“The Laundromat Café:„Svo sannarlega besti brunch Íslands.Bergsson Mathús:„Skemmtilegur lítill staður með hollum og góðum bröns.“Hótel Borg:„Hlaðborð þar sem maður fær átta rétti.“Bar Aalto í Norræna húsinu: „Falinn og vannýttur brunch-gimsteinn.“Kaffi Retró:„Besta kaffið í bænum og útsýnið yfir höfnina er himneskt.“ÁlistgjafarSóley Kristjánsdóttir vörumerkjastjóri, Ólafur Arnarsson, Freyr Rögnvaldsson blaðamaður, Björn Teitsson, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum, Ása Ottesen markaðsfulltrúi, Hörður Ágústsson, eigandi Macland, Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri og matgæðingur, Álfrún Pálsdóttir ritstjóri, Þóra Hallgrímsdóttir lögfræðingur, Edda Sif Guðbrandsdóttir hárgreiðslukona, Lilja Katrín Gunnarsdóttir, Gunnþórunn Jónsdóttir blaðamaður, Elísabet Gunnarsdóttir tískubloggari, Sölvi Snær Magnússon auglýsingastjóri, Margrét Erla Maack sjónvarpskona, Þorbjörg Marínósdóttir fjölmiðlakona, Sindri Sindrason sjónvarpsmaður, Hildur Knútsdóttir rithöfundur, Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður, Karen Kjartansdóttir, Carmen Jóhannsdóttir, Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sjónvarpskona, Þórhildur Þorkelsdóttir fréttamaður, Júlíana Sól Sigurbjörnsdóttir, eigandi Norr11, Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður, Þórunn Antonía Magnúsdóttir söngkona, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Nína Björk Gunnarsdóttir ljósmyndari, Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi, Þórarinn Þórarinsson blaðamaður. Dögurður Matur Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist
Það er tilvalið um helgar að gera sér glaðan dag og fara með góðum vinum eða fjölskyldu í bröns. Fréttablaðið leitaði til nokkurra álitsgjafa til þess að varpa ljósi á það hver besta brönsinn er að finna.1. sæti - The Coocoo’s NestLitla hreiðrið úti á Granda hefur vinninginn um besta brönsinn samkvæmt álitsgjöfum Fréttablaðsins. Þetta höfðu þeir meðal annars að segja um brönsinn þar:„Egg Florentine er besti einstaki brönsrétturinn í bænum.“„The Coocoo’s Nest á þetta skuldlaust. Ég vakna stundum um miðjar nætur öskrandi á grænu eggin þeirra. Skemmtilega öðruvísi en allir brönsarnir í bænum og líka sá bragðbesti.“„Afslappaður fjölskyldurekinn veitingastaður þar sem gott hráefni fær að njóta sín. Besta súrdeigsbrauð í bænum og ommilettan með heimagerðu salsa er einfaldlega besti brönsréttur sem ég hef bragðað.“„Ég veit að ég er að gera stór mistök að tilnefna staðinn, því hann er lítill og nógu déskoti erfitt er að fá borð þar nú þegar. Súrdeigsbrauðið, blóðmarían og hleyptu eggin … þetta er algjört príma stöff.“„Hrikalega skemmtilegur staður úti á Granda með geðveikum bröns, mæli með grænni vefju með eggi og auka beikoni.“Brönsinn á Snaps þykir góður.2. sæti - SnapsNæstbesta brönsinn er að finna á veitingastaðnum Snaps við Óðinstorg.„Þú færð hlýjar móttökur, góðan mat og bæjarins bestu Bloody Mary!“ „Þeir bjóða upp á svo trylltan bröns að mig dreymir hann nánast á hverri nóttu. Eini gallinn er að hann er bara í boði um helgar og á vissum tíma dags. Brioche er geggjað, eggjakakan er til að drepa fyrir og beikonið er alltaf stökkt og fullkomlega eldað.“„Fyrir lengra komna brönsaðdáendur þá er þann besta klárlega að finna á veitingastaðnum Snaps á Óðinsgötu. Þar er hægt að fá Eggs Benedict sem er án efa toppurinn á útfærslu eggja. Tvö „poached“ egg með hollandaise-sósu og reyktum laxi, ofan á enskri múffu. Ekki verra að panta sér ljúffenga mímósu með. Bon appetit!“ Geysir kom vel út á meðal álitsgjafa3. sæti - Geysir bistroGeysir Bistro var í þriðja sæti yfir þá staði sem bjóða upp á besta brönsinn en álitsgjöfum þykir hann sérlega fjölskylduvænn.„Fjölbreytnin er lykillinn – það er eggjahræra, pylsur og beikon en svo er lítið boost-glas, ferskir ávextir s.s. melóna, ananas og epli, ristað brauð með upprúlluðum osti og hágæðaskinku, pönnukaka með sírópi og rúsínan í pylsuendanum er svo djúpsteiktur camembert með sultu! Svo fylgir kaffibolli með!“„Barnvænn og góður staður. Frábær bröns.“4-6. sæti Grái kötturinn„Besti brönsinn er klárlega á Gráa kettinum á góðum degi, vel útilátinn og góð samsetning, fullkomlega saltaðar kartöflur og vel steikt egg svo við tölum nú ekki um bragðið af pönnukökunum. “Vox Hilton hótel „Vox er með besta brönshlaðborðið. Allt frábært hjá þeim og ferskt. Þar er yfirleitt allt á fullu og maður þarf að standa í röð en það er alveg þess virði.“Prikið„Langbesti brönsinn í bænum er Vörubíllinn á Prikinu. Egg, beikon, amerískar pönnukökur með sírópi, ristað brauð og steiktar kartöflur. Þetta er beisikk, öll næringarefni sem þú þarft. Kolvetni, prótín og fita, sett saman í eina gómsæta og endurnærandi heild. Svo er staffið á Prikinu besta fólk í heimi og mun örugglega lauma til þín verkjatöflu, ef á þarf að halda.“„Prikið er leyndur fjársjóður í matarmenningu Reykjavíkur. Beikon, egg, ristað brauð, bakaðar baunir, jalapeños. Svo er hægt að fá Cocoa Puffs á meðan maður bíður. Prikið er furðulega góður veitingastaður.“Aðrir sem voru nefndir Vegamót: „Allt sem maður þarf á einum diski."Tíu dropar:„Tíu dropar bjóða upp á brunch að mínu skapi.“Kaffi Vest:„Þar getur maður alla jafna fengið þrjár útgáfur af Eggs Benedict.Kaffi slippur:„Góður matur, afslöppuð stemning og fallegt útsýni yfir höfnina.“The Laundromat Café:„Svo sannarlega besti brunch Íslands.Bergsson Mathús:„Skemmtilegur lítill staður með hollum og góðum bröns.“Hótel Borg:„Hlaðborð þar sem maður fær átta rétti.“Bar Aalto í Norræna húsinu: „Falinn og vannýttur brunch-gimsteinn.“Kaffi Retró:„Besta kaffið í bænum og útsýnið yfir höfnina er himneskt.“ÁlistgjafarSóley Kristjánsdóttir vörumerkjastjóri, Ólafur Arnarsson, Freyr Rögnvaldsson blaðamaður, Björn Teitsson, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum, Ása Ottesen markaðsfulltrúi, Hörður Ágústsson, eigandi Macland, Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri og matgæðingur, Álfrún Pálsdóttir ritstjóri, Þóra Hallgrímsdóttir lögfræðingur, Edda Sif Guðbrandsdóttir hárgreiðslukona, Lilja Katrín Gunnarsdóttir, Gunnþórunn Jónsdóttir blaðamaður, Elísabet Gunnarsdóttir tískubloggari, Sölvi Snær Magnússon auglýsingastjóri, Margrét Erla Maack sjónvarpskona, Þorbjörg Marínósdóttir fjölmiðlakona, Sindri Sindrason sjónvarpsmaður, Hildur Knútsdóttir rithöfundur, Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður, Karen Kjartansdóttir, Carmen Jóhannsdóttir, Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sjónvarpskona, Þórhildur Þorkelsdóttir fréttamaður, Júlíana Sól Sigurbjörnsdóttir, eigandi Norr11, Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður, Þórunn Antonía Magnúsdóttir söngkona, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Nína Björk Gunnarsdóttir ljósmyndari, Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi, Þórarinn Þórarinsson blaðamaður.
Dögurður Matur Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist