Æskilegt að Landsbankinn njóti trausts áður en hlutur í honum verður seldur Heimir Már Pétursson skrifar 3. mars 2016 21:26 Fjármálaráðherra segir að aukin arður Landsbankans til ríkissjóðs verði notaður til að greiða niður skuldir. Hann segir mikilvægt að eigendastefna ríkisins á fjármálastofnunum liggi fyrir áður en hlutur úr bankanum verði seldur og að traust sé borið til bankans. Stjórn Landsbankans tilkynnti á dögunum að hún legði til að bankinn greiddi ríkissjóði 28,5 milljarða króna í arð. Það er 21,5 milljörðum meira en gert var ráð fyrir á fjárlögum þessa árs. „Það verður að skoða hlutina í stóra samhenginu. Við höfum líka verið að gera ráð fyrir því að hafa sölutekjur af sölu ákveðins eignarhlutar í bankanum. Það er svo sem ekkert í hendi með það. Þannig að þetta kemur þá eitthvað upp á móti því ef það skyldi ekki ganga eftir. Svona einskiptistekjur höfum við fyrst og fremst verið að nýta til að greiða upp skuldir,“ segir Bjarni. Sem muni lækka vexti ríkissjóðs og hjálpa til við að gera ríkisfjármálin sjálfbærari og heilbrigðari. Bankasýsla ríkisins sem fer með hlutabréf ríkisins í Landsbankanum hefur heimild frá Alþingi til að selja 30 prósenta hlut í honum. „Ég hef alltaf séð fyrir mér að Landsbankinn yrði að stærstum hluta í eigu ríkisins. Það er að segja að ríkið yrði stærsti eigandinn,“ segir fjármálaráðherra. Ríkið verði að vanda sig á næstu árum varðandi breytt eignarhald vegna þess að það liggi fyrir að Arion banki sé að fara úr höndum kröfuhafa til nýrra eigenda á næstu misserum. „Svo erum við nýtekin við Íslandsbanka líka. Þannig að þetta eru risavaxin, mjög krefjandi verkefni fyrir okkur og það skiptir öllu að það gerist í jafnvægi og góðri sátt og með langtímahagsmuni okkar allra að leiðarljósi,“ segir Bjarni.Ekki víst að 30% hlutur verði seldur á þessu ári Aðalfundur Landsbankans er fram undan en borgunarmálið hefur varpað skugga á störf stjórnar bankans og bankastjórans, sem annars er að skila mjög góðum rekstri á síðasta ári og mestu arðgreiðslu í sögu sinni til ríkissjóðs. Bjarni segist enn ekki hafa fengið tillögu frá Bankasýslunni um að ráðist verði í sölu á 30 prósenta hlutnum í bankanum þótt hún hafi gefið merki um að það gætu verið aðstæður til þess. Arðgreiðslan nú tryggi ríkinu að minnsta kosti verulegar tekjur af bankanum á þessu ári. Nú sé verið að endurskrifa eigendastefnu ríkisins á fjármálafyrirtækjum þar sem horft sé til lengri tíma. „Það er rétt sem menn hafa sagt að það skiptir máli þegar ríkið fer að losa um eignarhlut sinn í Landsbankanum, að það liggi fyrir hvað gerist eftir að 30 prósenta eignarhluturinn hefur verið seldur; hversu miklu ætlar ríkið að halda eftir, hvenær verður bankinn skráður, hvaða lagabreytingar eru í farvatninu og svo framvegis. Þessi mál þarf að skýra áður en hægt er að hafa raunhæfar væntingar um að eignarhaldið breytist,“ segir Bjarni. Fjármálaráðherra segir það síðan í verkahring Bankasýslunnar að ákveða hvort nauðsynlegt sé að skipa nýja stjórn yfir Landsbankann.Fyndist þér það æskilegt?„Nú er þetta bara þannig að við höfum komið upp hér fyrirkomulagi þar sem ákvarðanir af þessum toga eru komnar úr höndum ráðherrans. Hvað er æskilegt að gerist á aðalfundi? Það er æskilegt að við höfum stefnufestu, öryggi og traust til bankans. Það eru þessir hlutir sem menn hljóta að leggja til grundvallar,“ segir Bjarni Benediktsson. Tengdar fréttir Landsbankinn fær 2,4 milljarða í gegnum Valitor Landsbankinn hefur tekjufært í ársreikningi fyrir árið 2015 2,4 milljarða króna sem vænt fyrirframgreitt endurgjald vegna kaupa Visa Inc. á Visa Europe. 25. febrúar 2016 16:39 Landsbankinn hagnaðist um 36,5 milljarða Lagt verður til við aðalfund að greiddur verði 28,5 milljarða króna arður til hluthafa Landsbankans. 25. febrúar 2016 16:24 Einar ræddi Borgunarmálið ekki við Bjarna frænda sinn Fjárfestirinn Einar Sveinsson vill ekki tjá sig um það hvort hann sé tilbúinn að rifta samningnum um kaup sín á hlut í fyrirtækinu Borgun. 18. febrúar 2016 07:00 Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að aukin arður Landsbankans til ríkissjóðs verði notaður til að greiða niður skuldir. Hann segir mikilvægt að eigendastefna ríkisins á fjármálastofnunum liggi fyrir áður en hlutur úr bankanum verði seldur og að traust sé borið til bankans. Stjórn Landsbankans tilkynnti á dögunum að hún legði til að bankinn greiddi ríkissjóði 28,5 milljarða króna í arð. Það er 21,5 milljörðum meira en gert var ráð fyrir á fjárlögum þessa árs. „Það verður að skoða hlutina í stóra samhenginu. Við höfum líka verið að gera ráð fyrir því að hafa sölutekjur af sölu ákveðins eignarhlutar í bankanum. Það er svo sem ekkert í hendi með það. Þannig að þetta kemur þá eitthvað upp á móti því ef það skyldi ekki ganga eftir. Svona einskiptistekjur höfum við fyrst og fremst verið að nýta til að greiða upp skuldir,“ segir Bjarni. Sem muni lækka vexti ríkissjóðs og hjálpa til við að gera ríkisfjármálin sjálfbærari og heilbrigðari. Bankasýsla ríkisins sem fer með hlutabréf ríkisins í Landsbankanum hefur heimild frá Alþingi til að selja 30 prósenta hlut í honum. „Ég hef alltaf séð fyrir mér að Landsbankinn yrði að stærstum hluta í eigu ríkisins. Það er að segja að ríkið yrði stærsti eigandinn,“ segir fjármálaráðherra. Ríkið verði að vanda sig á næstu árum varðandi breytt eignarhald vegna þess að það liggi fyrir að Arion banki sé að fara úr höndum kröfuhafa til nýrra eigenda á næstu misserum. „Svo erum við nýtekin við Íslandsbanka líka. Þannig að þetta eru risavaxin, mjög krefjandi verkefni fyrir okkur og það skiptir öllu að það gerist í jafnvægi og góðri sátt og með langtímahagsmuni okkar allra að leiðarljósi,“ segir Bjarni.Ekki víst að 30% hlutur verði seldur á þessu ári Aðalfundur Landsbankans er fram undan en borgunarmálið hefur varpað skugga á störf stjórnar bankans og bankastjórans, sem annars er að skila mjög góðum rekstri á síðasta ári og mestu arðgreiðslu í sögu sinni til ríkissjóðs. Bjarni segist enn ekki hafa fengið tillögu frá Bankasýslunni um að ráðist verði í sölu á 30 prósenta hlutnum í bankanum þótt hún hafi gefið merki um að það gætu verið aðstæður til þess. Arðgreiðslan nú tryggi ríkinu að minnsta kosti verulegar tekjur af bankanum á þessu ári. Nú sé verið að endurskrifa eigendastefnu ríkisins á fjármálafyrirtækjum þar sem horft sé til lengri tíma. „Það er rétt sem menn hafa sagt að það skiptir máli þegar ríkið fer að losa um eignarhlut sinn í Landsbankanum, að það liggi fyrir hvað gerist eftir að 30 prósenta eignarhluturinn hefur verið seldur; hversu miklu ætlar ríkið að halda eftir, hvenær verður bankinn skráður, hvaða lagabreytingar eru í farvatninu og svo framvegis. Þessi mál þarf að skýra áður en hægt er að hafa raunhæfar væntingar um að eignarhaldið breytist,“ segir Bjarni. Fjármálaráðherra segir það síðan í verkahring Bankasýslunnar að ákveða hvort nauðsynlegt sé að skipa nýja stjórn yfir Landsbankann.Fyndist þér það æskilegt?„Nú er þetta bara þannig að við höfum komið upp hér fyrirkomulagi þar sem ákvarðanir af þessum toga eru komnar úr höndum ráðherrans. Hvað er æskilegt að gerist á aðalfundi? Það er æskilegt að við höfum stefnufestu, öryggi og traust til bankans. Það eru þessir hlutir sem menn hljóta að leggja til grundvallar,“ segir Bjarni Benediktsson.
Tengdar fréttir Landsbankinn fær 2,4 milljarða í gegnum Valitor Landsbankinn hefur tekjufært í ársreikningi fyrir árið 2015 2,4 milljarða króna sem vænt fyrirframgreitt endurgjald vegna kaupa Visa Inc. á Visa Europe. 25. febrúar 2016 16:39 Landsbankinn hagnaðist um 36,5 milljarða Lagt verður til við aðalfund að greiddur verði 28,5 milljarða króna arður til hluthafa Landsbankans. 25. febrúar 2016 16:24 Einar ræddi Borgunarmálið ekki við Bjarna frænda sinn Fjárfestirinn Einar Sveinsson vill ekki tjá sig um það hvort hann sé tilbúinn að rifta samningnum um kaup sín á hlut í fyrirtækinu Borgun. 18. febrúar 2016 07:00 Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira
Landsbankinn fær 2,4 milljarða í gegnum Valitor Landsbankinn hefur tekjufært í ársreikningi fyrir árið 2015 2,4 milljarða króna sem vænt fyrirframgreitt endurgjald vegna kaupa Visa Inc. á Visa Europe. 25. febrúar 2016 16:39
Landsbankinn hagnaðist um 36,5 milljarða Lagt verður til við aðalfund að greiddur verði 28,5 milljarða króna arður til hluthafa Landsbankans. 25. febrúar 2016 16:24
Einar ræddi Borgunarmálið ekki við Bjarna frænda sinn Fjárfestirinn Einar Sveinsson vill ekki tjá sig um það hvort hann sé tilbúinn að rifta samningnum um kaup sín á hlut í fyrirtækinu Borgun. 18. febrúar 2016 07:00