Retro Stefson og Júníus Meyvant spila á Þjóðhátíð Gunnar Leó Pálsson skrifar 4. mars 2016 07:00 Hljómsveitin Retro Stefson og tónlistarmaðurinn Júníus Meyvant eru á meðal þeirra sem koma fram á Þjóðahátíð 2016. „Þetta er í þriðja sinn sem við spilum þarna og við hlökkum mikið til,“ segir Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari og einn gítarleikara Retro Stefson. Hann segir að Þjóðhátíð hafi komið honum á óvart þegar hann fór þangað fyrst árið 2013 til þess að spila. „Það er ekkert svo algengt að fólk úr hverfinu fari og spili á Þjóðhátíð, því hverfið er einhvern veginn frekar svona Innipúka-miðað en það kom okkur bara skemmtilega á óvart hvað þetta var flott festival og mikil svona fjölskylduhátíð,“ segir Unnsteinn Manuel spurður út í sín fyrstu kynni af hátíðinni. Hann er ekki mikill útilegumaður þó hann kunni vel við sig í Dalnum. „Ó nei, ég er ekki mikill útilegumaður, ég er ofnæmisbarn og rétt kíki í hvítu tjöldin til að hitta einhverja vini mína en svo er ég farinn,“ segir Unnsteinn Manuel og hlær. Um þessar mundir fagnar Retro Stefson tíu ára afmæli sínu og segir Unnsteinn Manuel að sveitin komi til með að leika talsvert af nýju efni í Herjólfsdalnum. „Við erum að fara að spila fullt af nýjum lögum,“ bætir hann við. Síðasta ár var ákaflega annasamt hjá Júníusi Meyvant og kom hann til dæmis víða við í Evrópu á undanförnum mánuðum. Júníus, sem er einmitt Vestmannaeyingur, stimplaði sig rækilega inn þegar hann gaf út smáskífuna „Color Decay“ vorið 2014. „Þetta verður í fimmta skiptið sem ég fer á Þjóðahátíð. Ég var meira að segja einu sinni að vinna sem bílastæðavörður á Þjóðhátíð, líklega árið 2000. Annars er ég nú ekki mikill útihátíðarmaður en það er alltaf gaman þegar maður þekkir fullt af fólki. Þetta er mikil upplifun og svo er dalurinn svo fallegur,“ segir Júníus Meyvant fullur tilhlökkunar. Þetta er í annað sinn sem hann spilar á Þjóðhátíð. Nú þegar er búið að tilkynna að Agent Fresco, Úlfur Úlfur og rapparinn Emmsjé Gauti komi fram á hátíðinni í ár. Miðasala fer fram á dalurinn.is. Mest lesið Sagði barni að halda kjafti Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Sjá meira
Hljómsveitin Retro Stefson og tónlistarmaðurinn Júníus Meyvant eru á meðal þeirra sem koma fram á Þjóðahátíð 2016. „Þetta er í þriðja sinn sem við spilum þarna og við hlökkum mikið til,“ segir Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari og einn gítarleikara Retro Stefson. Hann segir að Þjóðhátíð hafi komið honum á óvart þegar hann fór þangað fyrst árið 2013 til þess að spila. „Það er ekkert svo algengt að fólk úr hverfinu fari og spili á Þjóðhátíð, því hverfið er einhvern veginn frekar svona Innipúka-miðað en það kom okkur bara skemmtilega á óvart hvað þetta var flott festival og mikil svona fjölskylduhátíð,“ segir Unnsteinn Manuel spurður út í sín fyrstu kynni af hátíðinni. Hann er ekki mikill útilegumaður þó hann kunni vel við sig í Dalnum. „Ó nei, ég er ekki mikill útilegumaður, ég er ofnæmisbarn og rétt kíki í hvítu tjöldin til að hitta einhverja vini mína en svo er ég farinn,“ segir Unnsteinn Manuel og hlær. Um þessar mundir fagnar Retro Stefson tíu ára afmæli sínu og segir Unnsteinn Manuel að sveitin komi til með að leika talsvert af nýju efni í Herjólfsdalnum. „Við erum að fara að spila fullt af nýjum lögum,“ bætir hann við. Síðasta ár var ákaflega annasamt hjá Júníusi Meyvant og kom hann til dæmis víða við í Evrópu á undanförnum mánuðum. Júníus, sem er einmitt Vestmannaeyingur, stimplaði sig rækilega inn þegar hann gaf út smáskífuna „Color Decay“ vorið 2014. „Þetta verður í fimmta skiptið sem ég fer á Þjóðahátíð. Ég var meira að segja einu sinni að vinna sem bílastæðavörður á Þjóðhátíð, líklega árið 2000. Annars er ég nú ekki mikill útihátíðarmaður en það er alltaf gaman þegar maður þekkir fullt af fólki. Þetta er mikil upplifun og svo er dalurinn svo fallegur,“ segir Júníus Meyvant fullur tilhlökkunar. Þetta er í annað sinn sem hann spilar á Þjóðhátíð. Nú þegar er búið að tilkynna að Agent Fresco, Úlfur Úlfur og rapparinn Emmsjé Gauti komi fram á hátíðinni í ár. Miðasala fer fram á dalurinn.is.
Mest lesið Sagði barni að halda kjafti Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Sjá meira