Retro Stefson og Júníus Meyvant spila á Þjóðhátíð Gunnar Leó Pálsson skrifar 4. mars 2016 07:00 Hljómsveitin Retro Stefson og tónlistarmaðurinn Júníus Meyvant eru á meðal þeirra sem koma fram á Þjóðahátíð 2016. „Þetta er í þriðja sinn sem við spilum þarna og við hlökkum mikið til,“ segir Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari og einn gítarleikara Retro Stefson. Hann segir að Þjóðhátíð hafi komið honum á óvart þegar hann fór þangað fyrst árið 2013 til þess að spila. „Það er ekkert svo algengt að fólk úr hverfinu fari og spili á Þjóðhátíð, því hverfið er einhvern veginn frekar svona Innipúka-miðað en það kom okkur bara skemmtilega á óvart hvað þetta var flott festival og mikil svona fjölskylduhátíð,“ segir Unnsteinn Manuel spurður út í sín fyrstu kynni af hátíðinni. Hann er ekki mikill útilegumaður þó hann kunni vel við sig í Dalnum. „Ó nei, ég er ekki mikill útilegumaður, ég er ofnæmisbarn og rétt kíki í hvítu tjöldin til að hitta einhverja vini mína en svo er ég farinn,“ segir Unnsteinn Manuel og hlær. Um þessar mundir fagnar Retro Stefson tíu ára afmæli sínu og segir Unnsteinn Manuel að sveitin komi til með að leika talsvert af nýju efni í Herjólfsdalnum. „Við erum að fara að spila fullt af nýjum lögum,“ bætir hann við. Síðasta ár var ákaflega annasamt hjá Júníusi Meyvant og kom hann til dæmis víða við í Evrópu á undanförnum mánuðum. Júníus, sem er einmitt Vestmannaeyingur, stimplaði sig rækilega inn þegar hann gaf út smáskífuna „Color Decay“ vorið 2014. „Þetta verður í fimmta skiptið sem ég fer á Þjóðahátíð. Ég var meira að segja einu sinni að vinna sem bílastæðavörður á Þjóðhátíð, líklega árið 2000. Annars er ég nú ekki mikill útihátíðarmaður en það er alltaf gaman þegar maður þekkir fullt af fólki. Þetta er mikil upplifun og svo er dalurinn svo fallegur,“ segir Júníus Meyvant fullur tilhlökkunar. Þetta er í annað sinn sem hann spilar á Þjóðhátíð. Nú þegar er búið að tilkynna að Agent Fresco, Úlfur Úlfur og rapparinn Emmsjé Gauti komi fram á hátíðinni í ár. Miðasala fer fram á dalurinn.is. Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
Hljómsveitin Retro Stefson og tónlistarmaðurinn Júníus Meyvant eru á meðal þeirra sem koma fram á Þjóðahátíð 2016. „Þetta er í þriðja sinn sem við spilum þarna og við hlökkum mikið til,“ segir Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari og einn gítarleikara Retro Stefson. Hann segir að Þjóðhátíð hafi komið honum á óvart þegar hann fór þangað fyrst árið 2013 til þess að spila. „Það er ekkert svo algengt að fólk úr hverfinu fari og spili á Þjóðhátíð, því hverfið er einhvern veginn frekar svona Innipúka-miðað en það kom okkur bara skemmtilega á óvart hvað þetta var flott festival og mikil svona fjölskylduhátíð,“ segir Unnsteinn Manuel spurður út í sín fyrstu kynni af hátíðinni. Hann er ekki mikill útilegumaður þó hann kunni vel við sig í Dalnum. „Ó nei, ég er ekki mikill útilegumaður, ég er ofnæmisbarn og rétt kíki í hvítu tjöldin til að hitta einhverja vini mína en svo er ég farinn,“ segir Unnsteinn Manuel og hlær. Um þessar mundir fagnar Retro Stefson tíu ára afmæli sínu og segir Unnsteinn Manuel að sveitin komi til með að leika talsvert af nýju efni í Herjólfsdalnum. „Við erum að fara að spila fullt af nýjum lögum,“ bætir hann við. Síðasta ár var ákaflega annasamt hjá Júníusi Meyvant og kom hann til dæmis víða við í Evrópu á undanförnum mánuðum. Júníus, sem er einmitt Vestmannaeyingur, stimplaði sig rækilega inn þegar hann gaf út smáskífuna „Color Decay“ vorið 2014. „Þetta verður í fimmta skiptið sem ég fer á Þjóðahátíð. Ég var meira að segja einu sinni að vinna sem bílastæðavörður á Þjóðhátíð, líklega árið 2000. Annars er ég nú ekki mikill útihátíðarmaður en það er alltaf gaman þegar maður þekkir fullt af fólki. Þetta er mikil upplifun og svo er dalurinn svo fallegur,“ segir Júníus Meyvant fullur tilhlökkunar. Þetta er í annað sinn sem hann spilar á Þjóðhátíð. Nú þegar er búið að tilkynna að Agent Fresco, Úlfur Úlfur og rapparinn Emmsjé Gauti komi fram á hátíðinni í ár. Miðasala fer fram á dalurinn.is.
Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“