Umfjöllun og viðtöl: Grótta - ÍBV 27-21 | Grótta styrkti stöðu sína á toppnum Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 2. mars 2016 13:29 Vísir/Vilhelm Grótta lagði ÍBV 27-21 á heimavelli sínum á Seltjarnarnesi í toppslag Olís deildar kvenna í handbolta í kvöld. ÍBV var 12-8 yfir í hálfleik. Bikarúrslitahelgin þar sem Grótta varð að sætta sig við silfur í kjölfar tvíframlengds undanúrslitaleiks virtist sitja í liði Gróttu. Liðið lék sérstaklega illa í fyrri hálfleik. Grótta tapaði boltanum 16 sinnum í hálfleiknum og getur þakkað klaufaskap ÍBV það að hafa aðeins farið fjórum mörkum undir inn í hálfleikinn. ÍBV fór illa með fjölda dauðafæra og ekki síst hraðaupphlaup í fyrri hálfleiknum og tapaði sjálft boltanum 8 sinnum en liðið virtist hreinlega falla niður á plan Gróttu eftir frábæra byrjun þar sem liðið komst í 6-1. Allt annað var að sjá til Gróttu í seinni hálfleik. Liðið mætti mjög ákveðið til leiks. Með góða vörn og mjög ákveðna sókn náði liðið að jafna metin í 14-14 á rétt rúmlega fjórum mínútum. ÍBV tók leikhlé og strax í kjölfarið meiddist Lovísa Thompson sem þá hafði skorað tvö mörk í röð fyrir Gróttu og dró það tennurnar úr liði Gróttu í andartak og ÍBV komst aftur tveimur mörkum yfir. Grótta jafnaði sig þó fljótt á áfallinu og náði aftur frumkvæðinu á leiknum áður en langt um leið. Grótta lék frábærlega í seinni hálfleik. Vörnin var frábær og sóknin jafn góð og hún var slök fyrir hlé. Leikur liðsins var allur kraftmeiri og ljóst að Kári Garðarsson þjálfari náði til leikmanna sinna í hálfleiknum. ÍBV missti aftur á móti trúna er leið á leikinn og fór sjálfstraustið fljótt en þetta var þriðja tap liðsins í fimm leikjum. Grótta er með þriggja stiga forystu á Hauka á toppi deildarinnar en Haukar eiga leik til góða. ÍBV er nú fimm stigum frá toppnum og fara deildarmeistaravonir liðsins hverfandi. Þórey: Ekkert annað í boði en að rífa sig upp af rassgatinuÞórey Anna Ásgeirsdóttir fór á kostum í seinni hálfleik í liði Gróttu eftir að hafa ekki náð sér á strik í fyrri hálfleik frekar en aðrir leikmenn liðsins. „Þetta var bara einbeitingarleysi. Við vorum ekki mættar til leiks. Við ætluðum að mæta brjálaðar til leiks og sýna hvað í okkur býr eftir bikarinn,“ sagði Þórey sem sagði enga þreyta hafa verið í liðinu eftir bikarhelgina. „Við rifum okkur upp í seinni hálfleik og sýndum hvað við getum.“ Grótta tapaði boltanum 16 sinnum í fyrri hálfleik og var í raun heppið að vera ekki meira undir. „Við vorum í basli með 5-1 vörnina þeirra en við leystum það mun betur í seinni hálfleik. „Það var þessi hárblásari sem við fengum í hálfleik. Þá var ekkert annað í boði en að rífa sig upp af rassgatinu. „Þetta gengur ekki. Við erum með betra lið. Þetta voru mikilvæg stig í toppbaráttunni,“ sagði Þórey. Hrafnhildur: Getum ekki hugsað lengra en einn leik í einu„Við vorum mikið betra liðið í fyrri hálfleik en fórum með einhver 100% færi,“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir annar þjálfari ÍBV. „Það var þvílíkur kraftur í liðinu í fyrri hálfleik. Þær voru frábærar og engin spurning að við hefðum auðveldlega getað verið sjö, átta mörkum yfir í hálfleik. „Grótta voru arfa slakar í fyrri hálfleik en þær voru líka mjög góðar í seinni hálfleik.“ Hrafnhildur sagðist þurfa að horfa á leikinn aftur til að greina hvað fór nákvæmlega úrskeiðis í seinni hálfleiknum. „Vörnin var ekki eins góð og hún var í fyrri hálfleik og markvarslan dettur alveg niður með vörninni. Svo lendum við líka í veseni í sóknarleiknum. Þær breyta um vörn sem við náum aldrei að leysa.“ Fyrir leikinn í dag var ÍBV þremur stigum á eftir Gróttu á toppi deildarinnar. Nú munar fimm stigum og tíu stig í pottinum. Hrafnhildur segir liðið þurfa að einbeita sér að einum leik í einu það sem eftir er móts í stað þess að reyna að elta Gróttu. „Við tökum einn leik fyrir í einu. Við eigum gríðarlega erfiða leiki framundan gegn Val, Selfossi og Haukum. „Við spiluðum ekki vel í janúar og eins og staðan er núna getum við ekki hugsað lengra en einn leik í einu. Olís-deild kvenna Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira
Grótta lagði ÍBV 27-21 á heimavelli sínum á Seltjarnarnesi í toppslag Olís deildar kvenna í handbolta í kvöld. ÍBV var 12-8 yfir í hálfleik. Bikarúrslitahelgin þar sem Grótta varð að sætta sig við silfur í kjölfar tvíframlengds undanúrslitaleiks virtist sitja í liði Gróttu. Liðið lék sérstaklega illa í fyrri hálfleik. Grótta tapaði boltanum 16 sinnum í hálfleiknum og getur þakkað klaufaskap ÍBV það að hafa aðeins farið fjórum mörkum undir inn í hálfleikinn. ÍBV fór illa með fjölda dauðafæra og ekki síst hraðaupphlaup í fyrri hálfleiknum og tapaði sjálft boltanum 8 sinnum en liðið virtist hreinlega falla niður á plan Gróttu eftir frábæra byrjun þar sem liðið komst í 6-1. Allt annað var að sjá til Gróttu í seinni hálfleik. Liðið mætti mjög ákveðið til leiks. Með góða vörn og mjög ákveðna sókn náði liðið að jafna metin í 14-14 á rétt rúmlega fjórum mínútum. ÍBV tók leikhlé og strax í kjölfarið meiddist Lovísa Thompson sem þá hafði skorað tvö mörk í röð fyrir Gróttu og dró það tennurnar úr liði Gróttu í andartak og ÍBV komst aftur tveimur mörkum yfir. Grótta jafnaði sig þó fljótt á áfallinu og náði aftur frumkvæðinu á leiknum áður en langt um leið. Grótta lék frábærlega í seinni hálfleik. Vörnin var frábær og sóknin jafn góð og hún var slök fyrir hlé. Leikur liðsins var allur kraftmeiri og ljóst að Kári Garðarsson þjálfari náði til leikmanna sinna í hálfleiknum. ÍBV missti aftur á móti trúna er leið á leikinn og fór sjálfstraustið fljótt en þetta var þriðja tap liðsins í fimm leikjum. Grótta er með þriggja stiga forystu á Hauka á toppi deildarinnar en Haukar eiga leik til góða. ÍBV er nú fimm stigum frá toppnum og fara deildarmeistaravonir liðsins hverfandi. Þórey: Ekkert annað í boði en að rífa sig upp af rassgatinuÞórey Anna Ásgeirsdóttir fór á kostum í seinni hálfleik í liði Gróttu eftir að hafa ekki náð sér á strik í fyrri hálfleik frekar en aðrir leikmenn liðsins. „Þetta var bara einbeitingarleysi. Við vorum ekki mættar til leiks. Við ætluðum að mæta brjálaðar til leiks og sýna hvað í okkur býr eftir bikarinn,“ sagði Þórey sem sagði enga þreyta hafa verið í liðinu eftir bikarhelgina. „Við rifum okkur upp í seinni hálfleik og sýndum hvað við getum.“ Grótta tapaði boltanum 16 sinnum í fyrri hálfleik og var í raun heppið að vera ekki meira undir. „Við vorum í basli með 5-1 vörnina þeirra en við leystum það mun betur í seinni hálfleik. „Það var þessi hárblásari sem við fengum í hálfleik. Þá var ekkert annað í boði en að rífa sig upp af rassgatinu. „Þetta gengur ekki. Við erum með betra lið. Þetta voru mikilvæg stig í toppbaráttunni,“ sagði Þórey. Hrafnhildur: Getum ekki hugsað lengra en einn leik í einu„Við vorum mikið betra liðið í fyrri hálfleik en fórum með einhver 100% færi,“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir annar þjálfari ÍBV. „Það var þvílíkur kraftur í liðinu í fyrri hálfleik. Þær voru frábærar og engin spurning að við hefðum auðveldlega getað verið sjö, átta mörkum yfir í hálfleik. „Grótta voru arfa slakar í fyrri hálfleik en þær voru líka mjög góðar í seinni hálfleik.“ Hrafnhildur sagðist þurfa að horfa á leikinn aftur til að greina hvað fór nákvæmlega úrskeiðis í seinni hálfleiknum. „Vörnin var ekki eins góð og hún var í fyrri hálfleik og markvarslan dettur alveg niður með vörninni. Svo lendum við líka í veseni í sóknarleiknum. Þær breyta um vörn sem við náum aldrei að leysa.“ Fyrir leikinn í dag var ÍBV þremur stigum á eftir Gróttu á toppi deildarinnar. Nú munar fimm stigum og tíu stig í pottinum. Hrafnhildur segir liðið þurfa að einbeita sér að einum leik í einu það sem eftir er móts í stað þess að reyna að elta Gróttu. „Við tökum einn leik fyrir í einu. Við eigum gríðarlega erfiða leiki framundan gegn Val, Selfossi og Haukum. „Við spiluðum ekki vel í janúar og eins og staðan er núna getum við ekki hugsað lengra en einn leik í einu.
Olís-deild kvenna Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira