Lífið

Vin Diesel-bollur til sölu á Skaganum

Bjarki Ármannsson skrifar
Ekki er vitað hvort Vin sjálfur sé á leið til landsins, en hann fengi sjálfsagt að smakka.
Ekki er vitað hvort Vin sjálfur sé á leið til landsins, en hann fengi sjálfsagt að smakka. Mynd/Vísir/Kallabakari
Brauða- og kökugerðin á Akranesi, sem einnig er þekkt sem Kallabakarí, hefur undanfarna þrjá daga boðið til sölu svokallaða Vin Diesel Donuts. Heitið er vísun í Hollywood-leikarann Vin Diesel, sem fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Fast 8 sem verður að hluta til tekin upp á Akranesi í næsta mánuði.

Bæjarstjóri Akraness, Regína Ásvaldsdóttir, sagðist í nýlegu viðtali við Vísi eiga von á því að tökurnar myndu hafa áhrif á verslun og þjónustu í bænum og er hér mögulega komið fyrsta dæmið um það.

Að sögn Alfreðs Karlssonar yfirbakara hafa viðskiptavinir tekið vel í Vin Diesel bollurnar.

„Það er mjög mikil spenna út af þessu í bænum,“ segir Alfreð. „Fólk er mikið að spá í það hverjir koma og hvaða svæði þau ætla að nota í myndina.“

Alfreð segir ekki fleiri hugmyndir að bakkelsi með vísunum í Fast and Furious-kvikmyndabálkinn á teikniborðinu. Hann útilokar þó ekki að Vin Diesel bollurnar séu komnar til að vera, jafnvel eftir að Fast-æðið hefur gengið yfir á Skaganum. En hvernig smakkast einn svona Vin Diesel?

„Þetta er alveg nýtt, þetta er í grunninn donuts-deig með slatta af kakói úti,“ útskýrir bakarinn. „Svo erum við með í sölu hérna Langa-Jón og þetta er svona dekkri útfærsla af honum.“

@Akranes

Posted by Gunnar Þór Nilsen on 2. mars 2016

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.