Lífið

Könnun: Hvað finnst þér um nýja búning íslenska landsliðsins?

Stefán Árni Pálsson skrifar
Emil Hallfreðsson í búningnum.
Emil Hallfreðsson í búningnum. vísir/ksí
Í gær var nýr landsliðsbúningur íslenska landsliðsins í knattspyrnu kynntur til leiks en  íslenska karlalandsliðið mun til að mynda leika í búningnum á EM í Frakklandi í sumar.

Treyjan er hönnuð er af ítalska íþróttavöruframleiðandanum Errea en búningurinn var formlega kynntur til sögunnar í höfuðstöðvum KSÍ í gær.

Fyrst verður leikið í nýja búningnum í vináttuleikjum A landsliðs karla við Danmörku og Grikkland síðar í mánuðinum. Þetta verður í fyrsta sinn sem landslið í Errea-búningi leikur í úrslitakeppni EM.

Hönnun búningsins er sem fyrr innblásin af íslenska þjóðfánanum, með fánaröndina áberandi. Innan á kraganum er að finna áletrunina „Fyrir Ísland“, sem lýsir vel þeim hug sem leikmenn landsliðanna okkar bera þegar þeir ganga inn á keppnisvöllinn.

En hvað finnst lesendum Lífsins um búninginn? Hér að neðan má taka könnun þar sem hægt er að segja sína skoðun.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.