Deilan í Straumsvík: Fimmtán „skrifstofumenn“ mega ganga í störfin Bjarki Ármannsson skrifar 1. mars 2016 21:35 Fimmtán yfirmenn hjá Rio Tinto Alcan mega lesta áli um borð í skip til útflutnings í álverinu í Straumsvík. Vísir/GVA Fimmtán yfirmenn hjá Rio Tinto Alcan mega lesta áli um borð í skip til útflutnings í álverinu í Straumsvík samkvæmt úrskurði sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, sem kveðinn var upp seint í kvöld. Fyrirtækið fór fram á lögbann á þá aðgerð verkalýðsfélagsins Hlífar að meina yfirmönnum að lesta áli á meðan vinnustöðvun hafnarstarfsmanna álversins stendur. Forsvarsmenn álversins töldu að 34 yfirmönnum væri samkvæmt lögum heimilt að skipa álinu út en Hlíf taldi að aðeins þrír, Rannveig Rist forstjóri, verkstjóri hafnarinnar og framkvæmdastjóri fjármálasviðs, mættu ganga í störfin. Sýslumaður komst að þeirri niðurstöðu að ásamt þeim þremur mættu tólf yfirmenn taka þátt í útskipuninni, framkvæmdastjórar, aðstoðarframkvæmdastjórar og svo fimm stjórnarmenn.Verður að koma í ljós hvernig útskipun gengur „Yfirleitt hefur vinnulöggjöfin virkað þannig hér á landi að menn eru ekki að ganga í störf annarra ef menn eru í aðgerðum,“ segir Kolbeinn Gunnarsson, formaður Hlífar, um úrskurðinn. „Mér finnst þetta vera svolítið inngrip í það en við verðum bara að bíða og sjá.“Sjá einnig: Langvarandi deilu er hvergi nærri lokið Kolbeinn segist eiga von á því að gengið verði í það að lesta skipið um tíuleytið í fyrramálið. Hann segir það verða að koma í ljós hvernig vinnan gengur en meðal stjórnarmannanna fimm eru þrír Frakkar og Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis. „Þetta byggist upp af skrifstofufólki sem hefur aldrei komið nálægt þessari vinnu,“ segir Kolbeinn. „Ég veit ekki alveg hvernig þetta gengur hjá þeim en við fylgjumst bara með því í fyrramálið.“ Verkfallsvarsla á vegum Hlífar verður áfram í álverinu á morgun. Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Rio Tinto vill lögbann á að yfirmönnum sé meinað að lesta áli Fyrirtækið hefur farið fram á það við sýslumann að yfirmenn fyrirtækisins geti lestað áli til útflutnings um borð í flutningaskip. 29. febrúar 2016 16:27 Rio Tinto vill láta reyna á aðgerðir yfirmanna fyrir dómstólum „Það væri sérkennilegt að láta svona ágreining um hvar rétturinn liggur, liggja svona óleystan,“ segir upplýsingafulltrúi álversins. 25. febrúar 2016 12:31 Sáttafundi í álversdeilunni lokið án árangurs Annar fundur hefur ekki verið ákveðinn en lögum samkvæmt ber ríkissáttasemjara að boða til annars fundar innan tveggja vikna. 24. febrúar 2016 15:04 Lausna leitað í álversdeilunni hjá sáttasemjara í dag Næsta skip væntanlegt til Straumsvíkur í dag. 29. febrúar 2016 11:25 Heldur til Rotterdam með einn tíunda af fyrirhuguðum farmi Flutningaskip sem átti að lesta ál í Straumsvík og er þar í höfninni verður gert sjóklárt með morgninum. 25. febrúar 2016 07:58 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira
Fimmtán yfirmenn hjá Rio Tinto Alcan mega lesta áli um borð í skip til útflutnings í álverinu í Straumsvík samkvæmt úrskurði sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, sem kveðinn var upp seint í kvöld. Fyrirtækið fór fram á lögbann á þá aðgerð verkalýðsfélagsins Hlífar að meina yfirmönnum að lesta áli á meðan vinnustöðvun hafnarstarfsmanna álversins stendur. Forsvarsmenn álversins töldu að 34 yfirmönnum væri samkvæmt lögum heimilt að skipa álinu út en Hlíf taldi að aðeins þrír, Rannveig Rist forstjóri, verkstjóri hafnarinnar og framkvæmdastjóri fjármálasviðs, mættu ganga í störfin. Sýslumaður komst að þeirri niðurstöðu að ásamt þeim þremur mættu tólf yfirmenn taka þátt í útskipuninni, framkvæmdastjórar, aðstoðarframkvæmdastjórar og svo fimm stjórnarmenn.Verður að koma í ljós hvernig útskipun gengur „Yfirleitt hefur vinnulöggjöfin virkað þannig hér á landi að menn eru ekki að ganga í störf annarra ef menn eru í aðgerðum,“ segir Kolbeinn Gunnarsson, formaður Hlífar, um úrskurðinn. „Mér finnst þetta vera svolítið inngrip í það en við verðum bara að bíða og sjá.“Sjá einnig: Langvarandi deilu er hvergi nærri lokið Kolbeinn segist eiga von á því að gengið verði í það að lesta skipið um tíuleytið í fyrramálið. Hann segir það verða að koma í ljós hvernig vinnan gengur en meðal stjórnarmannanna fimm eru þrír Frakkar og Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis. „Þetta byggist upp af skrifstofufólki sem hefur aldrei komið nálægt þessari vinnu,“ segir Kolbeinn. „Ég veit ekki alveg hvernig þetta gengur hjá þeim en við fylgjumst bara með því í fyrramálið.“ Verkfallsvarsla á vegum Hlífar verður áfram í álverinu á morgun.
Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Rio Tinto vill lögbann á að yfirmönnum sé meinað að lesta áli Fyrirtækið hefur farið fram á það við sýslumann að yfirmenn fyrirtækisins geti lestað áli til útflutnings um borð í flutningaskip. 29. febrúar 2016 16:27 Rio Tinto vill láta reyna á aðgerðir yfirmanna fyrir dómstólum „Það væri sérkennilegt að láta svona ágreining um hvar rétturinn liggur, liggja svona óleystan,“ segir upplýsingafulltrúi álversins. 25. febrúar 2016 12:31 Sáttafundi í álversdeilunni lokið án árangurs Annar fundur hefur ekki verið ákveðinn en lögum samkvæmt ber ríkissáttasemjara að boða til annars fundar innan tveggja vikna. 24. febrúar 2016 15:04 Lausna leitað í álversdeilunni hjá sáttasemjara í dag Næsta skip væntanlegt til Straumsvíkur í dag. 29. febrúar 2016 11:25 Heldur til Rotterdam með einn tíunda af fyrirhuguðum farmi Flutningaskip sem átti að lesta ál í Straumsvík og er þar í höfninni verður gert sjóklárt með morgninum. 25. febrúar 2016 07:58 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira
Rio Tinto vill lögbann á að yfirmönnum sé meinað að lesta áli Fyrirtækið hefur farið fram á það við sýslumann að yfirmenn fyrirtækisins geti lestað áli til útflutnings um borð í flutningaskip. 29. febrúar 2016 16:27
Rio Tinto vill láta reyna á aðgerðir yfirmanna fyrir dómstólum „Það væri sérkennilegt að láta svona ágreining um hvar rétturinn liggur, liggja svona óleystan,“ segir upplýsingafulltrúi álversins. 25. febrúar 2016 12:31
Sáttafundi í álversdeilunni lokið án árangurs Annar fundur hefur ekki verið ákveðinn en lögum samkvæmt ber ríkissáttasemjara að boða til annars fundar innan tveggja vikna. 24. febrúar 2016 15:04
Lausna leitað í álversdeilunni hjá sáttasemjara í dag Næsta skip væntanlegt til Straumsvíkur í dag. 29. febrúar 2016 11:25
Heldur til Rotterdam með einn tíunda af fyrirhuguðum farmi Flutningaskip sem átti að lesta ál í Straumsvík og er þar í höfninni verður gert sjóklárt með morgninum. 25. febrúar 2016 07:58