Gunnar: Bonneau búinn að vera ótrúlega duglegur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2016 19:56 Stefan Bonneau. Vísir/Ernir Gunnar Örlygsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, ætlar ekki aðeins að fylgjast vel með þegar Stefan Bonneau spilar sinn fyrsta leik með Njarðvík eftir hásinarslit því formaðurinn ætlar að spila sjálfur með Bonneau í kvöld. B-lið Njarðvíkur spilar á móti Íþróttafélagi Breiðholts klukkan 20.30 í 2. deildinni í kvöld en leikurinn fer fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Bæði Stefan Bonneau og Gunnar verða í búning. „Ef að það finnst búningur á mig þá verð ég með," sagði Gunnar Örlygssson í léttum tón í samtali við Vísi í kvöld. „Þetta er bara til gamans gert. Hann er bara að fara inná í nokkrar mínútur og í 2. deildini. Það er ekki hægt að líkja þessu við alvöruna," sagði Gunnar. „Við settum þetta inn á síðuna okkar fyrir klukkutíma síðan og það eru búnar að loga allar línur síðan. Okkur finnst það mjög fyndið og gaman bara. Hann er það skemmtilegur leikmaður og það kemur því ekki á óvart að það veki athygli að hann sé að vakna til lífsins," sagði Gunnar. „Hann er búinn að vera alveg ótrúlega duglegur að æfa í þessu veikindaferli. Hann er byrjaður að taka alvöru spretti og núna má hann fyrsta fara í smá kontakt. Eftir 15. mars þá má hann samkvæmt læknisráði fara í alvöru kontakt," segir Gunnar og Stefan Bonneau mun því ekki spila næstu deildarleiki Njarðvíkur þrátt fyrir endurkomuna í kvöld. „Þetta er að koma hjá honum og hann er orðinn svolítið óþolinmóður. Við erum að horfa á hann eftir miðjan mars. Eins og staðan er núna þá er hann ekki að fara breyta liðsmyndinni mikið fyrst eftir að hann kemur inn," segir Gunnar og útskýrir frekar. "Hann spilar kannski einhverjar mínútur í leik en það er þjálfaranna að ákveða það. Hann lofar góðu og það er okkar metnaður að halda honum hjá okkur fyrir næsta tímabili," segir Gunnar en hvernig lítur þetta út? „Hann er farinn að hlaupa línuhlaupin þannig að hann er á pari við fremstu menn. Hann er kominn þangað og körfuboltafólk veit alveg hvað ég er að tala um þegar ég segi það. Hann er kominn í þessa spretti en hann er náttúrulega í engri leikæfingu," sagði Gunnar. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Stefan Bonneau spilar með b-liði Njarðvíkur í kvöld Stefan Bonneau snýr aftur á körfuboltavöllinn í kvöld þegar hann mun spila með b-liði Njarðvíkur í 2. deildinni. 1. mars 2016 19:36 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Sjá meira
Gunnar Örlygsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, ætlar ekki aðeins að fylgjast vel með þegar Stefan Bonneau spilar sinn fyrsta leik með Njarðvík eftir hásinarslit því formaðurinn ætlar að spila sjálfur með Bonneau í kvöld. B-lið Njarðvíkur spilar á móti Íþróttafélagi Breiðholts klukkan 20.30 í 2. deildinni í kvöld en leikurinn fer fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Bæði Stefan Bonneau og Gunnar verða í búning. „Ef að það finnst búningur á mig þá verð ég með," sagði Gunnar Örlygssson í léttum tón í samtali við Vísi í kvöld. „Þetta er bara til gamans gert. Hann er bara að fara inná í nokkrar mínútur og í 2. deildini. Það er ekki hægt að líkja þessu við alvöruna," sagði Gunnar. „Við settum þetta inn á síðuna okkar fyrir klukkutíma síðan og það eru búnar að loga allar línur síðan. Okkur finnst það mjög fyndið og gaman bara. Hann er það skemmtilegur leikmaður og það kemur því ekki á óvart að það veki athygli að hann sé að vakna til lífsins," sagði Gunnar. „Hann er búinn að vera alveg ótrúlega duglegur að æfa í þessu veikindaferli. Hann er byrjaður að taka alvöru spretti og núna má hann fyrsta fara í smá kontakt. Eftir 15. mars þá má hann samkvæmt læknisráði fara í alvöru kontakt," segir Gunnar og Stefan Bonneau mun því ekki spila næstu deildarleiki Njarðvíkur þrátt fyrir endurkomuna í kvöld. „Þetta er að koma hjá honum og hann er orðinn svolítið óþolinmóður. Við erum að horfa á hann eftir miðjan mars. Eins og staðan er núna þá er hann ekki að fara breyta liðsmyndinni mikið fyrst eftir að hann kemur inn," segir Gunnar og útskýrir frekar. "Hann spilar kannski einhverjar mínútur í leik en það er þjálfaranna að ákveða það. Hann lofar góðu og það er okkar metnaður að halda honum hjá okkur fyrir næsta tímabili," segir Gunnar en hvernig lítur þetta út? „Hann er farinn að hlaupa línuhlaupin þannig að hann er á pari við fremstu menn. Hann er kominn þangað og körfuboltafólk veit alveg hvað ég er að tala um þegar ég segi það. Hann er kominn í þessa spretti en hann er náttúrulega í engri leikæfingu," sagði Gunnar.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Stefan Bonneau spilar með b-liði Njarðvíkur í kvöld Stefan Bonneau snýr aftur á körfuboltavöllinn í kvöld þegar hann mun spila með b-liði Njarðvíkur í 2. deildinni. 1. mars 2016 19:36 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Sjá meira
Stefan Bonneau spilar með b-liði Njarðvíkur í kvöld Stefan Bonneau snýr aftur á körfuboltavöllinn í kvöld þegar hann mun spila með b-liði Njarðvíkur í 2. deildinni. 1. mars 2016 19:36