Lífið

Davíð Odds­son síðastur í stólinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Davíð Oddsson skellti sér í klippingu í gær.
Davíð Oddsson skellti sér í klippingu í gær. Vísir/GVA

Lýður Sörlason, sem klippt og rakað hefur fjölmarga Íslendinga síðastliðna áratugi, lokaði stofu sinni í gær á hlaupársdaginn, 29. febrúar.

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, greindi frá þessu á Twitter í gær en hann náði mynd af Lýð og Davíð Oddssyni, sjálfstæðismanni með meiru og ritstjóra Morgunblaðsins.

Að sögn Guðlaugs hefur Lýður starfað sem rakari frá 10. september 1960 og var með sjálfstæðan rekstur í fimmtíu ár. Hann rak rakarastofu Lýðs Sörlasonar við Lágmúla 7.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.