Gráleit gamansemi guðanna 1. mars 2016 07:00 Þegar ég var táningur vaknaði ég einn föstudaginn, staðráðinn í því að vera ekki með neina vitleysu heldur taka nú á löpp gelluna sem ég var svo ástfanginn af. Það dró aðeins úr staðfestunni þegar ég leit í spegilinn og sá rauða og myndarlega bólu standa fram úr nefbroddinum. Ég var þó vongóður um að ósköpin myndu ganga niður fyrir kvöldið þegar diskóið færi fram en þar átti að veiða meyna með örvum Amors. Þessi spá gekk ekki eftir og var dyravörðurinn helst á því að rukka inn fyrir tvo. Það var ekki fyrr en árum seinna sem Megas útskýrði fyrir mér gráleita gamansemi guðanna. Satt að segja veit ég ekki hvort það eru guðir eða örlaganornir sem stjórna. Hitt veit ég að sá eða sú sem heldur um alheimstaumana stenst ekki mátið að stríða okkur svolítið. Til dæmis, þegar okkur þykir gaman, þá spólar hann hratt áfram svo tíminn flýgur. Það er eins og verið sé að segja manni að það taki því ekki að hafa gaman. En svo þarf maður að fara til tannlæknis og þá stenst grái húmoristinn ekki mátið, ýtir á pásu og sýnir hægt svo það tekur í raun heilan sólarhring að rótfylla. Fyrir stuttu var svo Jón Baldvin Hannibalsson sæmdur nafnbót heiðursdoktors við Vytautas Magnus háskólann í Vilníus í Litháen fyrir fádæma hugrekki. Þetta sama hugrekki hefur hann notað ósparlega til að benda á sérhagsmunagæslu og spillingu sjálfstæðismanna. En hvað verður svo um hugrakka, norræna baráttumenn? Ja, ég gáði nú bara á Google og komst að því að þeir eru sendir beinustu leið í Valhöll! Það er bara eitt sem kemur til greina þegar maður loks kemst að því að lífið er satíra af bestu gerð. Lát ekki hneykslast en hlæja að gráa gríninu. Það er nefnilega ekki í boði að ganga út úr settinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun
Þegar ég var táningur vaknaði ég einn föstudaginn, staðráðinn í því að vera ekki með neina vitleysu heldur taka nú á löpp gelluna sem ég var svo ástfanginn af. Það dró aðeins úr staðfestunni þegar ég leit í spegilinn og sá rauða og myndarlega bólu standa fram úr nefbroddinum. Ég var þó vongóður um að ósköpin myndu ganga niður fyrir kvöldið þegar diskóið færi fram en þar átti að veiða meyna með örvum Amors. Þessi spá gekk ekki eftir og var dyravörðurinn helst á því að rukka inn fyrir tvo. Það var ekki fyrr en árum seinna sem Megas útskýrði fyrir mér gráleita gamansemi guðanna. Satt að segja veit ég ekki hvort það eru guðir eða örlaganornir sem stjórna. Hitt veit ég að sá eða sú sem heldur um alheimstaumana stenst ekki mátið að stríða okkur svolítið. Til dæmis, þegar okkur þykir gaman, þá spólar hann hratt áfram svo tíminn flýgur. Það er eins og verið sé að segja manni að það taki því ekki að hafa gaman. En svo þarf maður að fara til tannlæknis og þá stenst grái húmoristinn ekki mátið, ýtir á pásu og sýnir hægt svo það tekur í raun heilan sólarhring að rótfylla. Fyrir stuttu var svo Jón Baldvin Hannibalsson sæmdur nafnbót heiðursdoktors við Vytautas Magnus háskólann í Vilníus í Litháen fyrir fádæma hugrekki. Þetta sama hugrekki hefur hann notað ósparlega til að benda á sérhagsmunagæslu og spillingu sjálfstæðismanna. En hvað verður svo um hugrakka, norræna baráttumenn? Ja, ég gáði nú bara á Google og komst að því að þeir eru sendir beinustu leið í Valhöll! Það er bara eitt sem kemur til greina þegar maður loks kemst að því að lífið er satíra af bestu gerð. Lát ekki hneykslast en hlæja að gráa gríninu. Það er nefnilega ekki í boði að ganga út úr settinu.