Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Njarðvík 62-65 | Njarðvík tók fyrsta leikinn og heimavallaréttinn Stefán Árni Pálsson í Ásgarði skrifar 18. mars 2016 21:30 Haukur Helgi var öflugur í kvöld. Vísir/Ernir Njarðvík gerði sér lítið fyrir og vann fyrsta leikinn gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum Dominos-deild karla í körfubolta. Leikurinn fór fram í Garðabæ og unnu gestirnir 65-62. Liðin voru bæði lengi í gang og þegar fyrsti leikhlutinn var rúmlega hálfnaður var staðan aðeins 6-6. Það gekk voðalega lítið upp í sóknarleik Njarðvíkinga og enn minna í sóknarleik Stjörnunnar. Það var greinilega einhver úrslitakeppnisskjálfti í leikmönnum liðanna. Eftir fyrsta leikhlutann var staðan 16-10 fyrir Njarðvík og heimamenn aðeins með tíu stig á fyrstu tíu mínútum leiksins, sem er skelfilegt. Í upphafi annars leikhluta náðu Njarðvíkingar tíu stiga forskoti, 25-15, og voru þeir örlítið innstilltari á verkefnið. Stjarnan náði að minnka muninn nokkuð í leikhlutanum en sóknarleikur beggja liða var í raun lélegur í fyrri hálfleiknum í heild sinni. Hjá Stjörnunni var Al'lonzo Coleman atkvæðamestur í hálfleiknum og skoraði 18 stig. Stjarnan skoraði aðeins 31 stig í hálfleiknum í heild sinni og því Coleman eini með lífsmarki. Staðan í hálfleik var 37-31 en hjá Njarðvíkingum var Jeremy Atkinson stigahæstur með 12 stig. Í upphafi síðari hálfleiksins hélt áfram þessi dapri sóknarleikur liðanna og tók rúmlega tvær mínútur fyrir liðin að skora stig í síðari hálfleiknum. Stjörnumenn fóru samt sem áður fljótlega að finna taktinn og var það einna helst Coleman að þakka. Það leið ekki langur tíma þar til liðið var komið yfir 47-42 og heimamenn virtust vera finna taktinn. Þegar aðeins lokaleikhlutinn var eftir var staðan 53-49 fyrir Stjörnuna og leikurinn galopinn. Jafnræði var á með liðunum fyrstu mínútur fjórða leikhlutans en Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, steig upp í leikhlutanum og stjórnaði leik liðsins vel. Þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum var staðan orðinn 58-54 fyrir Njarðvík. Þá hafði Stjarnan aðeins gert eitt stig það sem af var leikhlutans, alveg hreint ótrúlegt. Þegar ein mínúta var eftir af leiknum munaði aðeins þremur stigum á liðunum og hafði Njarðvík yfirhöndina. Gestirnir náðu í ótrúlega mikilvægan sigur undir lok leiksins og hirtu heimavallaréttinn af Stjörnumönnum strax í fyrsta leik. Leiknum lauk með 65-62 sigri Stjörnunnar sem er komið í 1-0 í einvíginu. Það lið sem vinnur fyrst þrjá leiki fer áfram í undanúrslit. Al'lonzo Coleman fékk þrjú vítaskot undir lok leiksins en hann misnotaði þau öll.Tölfræði leiks: Stjarnan-Njarðvík 62-65 (10-16, 21-21, 22-12, 9-16) Stjarnan: Al'lonzo Coleman 29/16 fráköst, Justin Shouse 14/6 fráköst/6 stoðsendingar, Tómas Heiðar Tómasson 8, Tómas Þórður Hilmarsson 4/10 fráköst, Magnús Bjarki Guðmundsson 3, Marvin Valdimarsson 2/4 fráköst, Ágúst Angantýsson 2, Óskar Þór Þorsteinsson 0, Kristinn Ólafsson 0, Sæmundur Valdimarsson 0, Arnþór Freyr Guðmundsson 0/5 fráköst, Grímkell Orri Sigurþórsson 0. Njarðvík: Haukur Helgi Pálsson 20/8 fráköst, Jeremy Martez Atkinson 16/9 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 11, Oddur Rúnar Kristjánsson 8/5 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 7, Hjörtur Hrafn Einarsson 3/7 fráköst, Snjólfur Marel Stefánsson 0, Oddur Birnir Pétursson 0, Jón Arnór Sverrisson 0, Adam Eiður Ásgeirsson 0, Stefan Bonneau 0, Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson 0. Friðrik: Ótrúlega stoltur af strákunumFriðrik messar hér yfir sínum mönnum.vísir/ernir„Varnarleikurinn var algjörlega til fyrirmyndar hjá okkur í kvöld,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkinga, eftir sigurinn. „Þegar spennustigið er svona hátt þá bitnar það oft á sóknarleik liðanna og það sást í kvöld. Varnirnar voru harðar í kvöld og mér fannst útfærslan á okkar leik ganga einstaklega vel upp.“ Friðrik hrósar sínum leikmönnum verulega eftir þennan sigur. Njarðvíkingar héldu Stjörnumönnum í 62 stigum í kvöld, sem segir hversu magnaður varnarleikur þeirra var. „Þetta var frábær varnarleikur og þar sýndum við styrk. Mér fannst við líka sýna styrk að koma til baka eftir að hafa lent sex stigum undir í upphafi síðari hálfleiks. Þar sýndum við karakter.“ Hann segir að nú verði liðið að koma sér niður á jörðina og byrja strax að undirbúa næsta leik sem sé alveg jafn mikilvægur og þessi. Hrafn: Tel liðið nægilega gott til að koma til baka„Oftast spilum við það góða vörn að við náum að halda okkur inn í flest öllum leikjum,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Í fyrri hálfleiknum gerðum við hlutina bara illa sóknarlega. Þeir litu út eins og þeir væru að sigra heiminn og við litum bara illa út. Þess vegna endar leikurinn eins og hann endar.“ Hrafn var ekki alveg sáttur með dómgæsluna í kvöld. „Það er frekar skrítið að skjóta bara þremur vítaskotum í einum hálfleik á meðan þeir taka á annan tug. Ég gat ekki séð að annað liðið væri að sækja eitthvað meira að körfunni en hitt.“ Hann segir að úrslitakeppnin snúist um að aðlaga sig og nú þurfi liðið að skoða sinn leik og horfa á myndband af þessum leik. „Við komum bara sterkari í næsta leik. Fyrsti leikurinn í svona einvígi er mikilvægur en ég tel liðið mitt vera nægilega gott til að koma til baka.“ Atkinson: Haukur er bara einhver guð„Þessi leikur snérist að öllu leyti um varnarleik,“ segir Jeremy Atkinson, leikmaður Njarðvíkur, eftir sigurinn en hann gerði 18 stig í kvöld. „Stjörnumenn geta heldur betur skorað stig og við spiluðum bara frábæran varnarleik á þá. Við héldum þeim í 10 stigum í fyrsta leikhlutanum og það sýnir hversu góður okkar varnarleikur var.“ Atkinson segir að liðið hafi lagt upp með því að stöðva þeirra sóknir. „Það líta allir á okkur sem minna liðið í þessu einvígi og það er bara fínt. Okkur líður þá bara vel. Það var nokkuð sérstakt að spila á móti mínu gamla félagi. Þetta er liðið sem gaf mér mitt fyrsta tækifæri að spila erlendis.“ Hann segist vera ánægður með að Coleman hafi ekki náð að jafna leikinn undir lokin. „Dómarnir voru frábærir í kvöld og leikmenn sýndu fína takt, en Haukur Helgi, hann er bara einhver guð. Þvílíkur leikmaður og maður skilur vel af hverju hann lék á Spáni.“Bein lýsing: Stjarnan - NjarðvíkTweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Sjá meira
Njarðvík gerði sér lítið fyrir og vann fyrsta leikinn gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum Dominos-deild karla í körfubolta. Leikurinn fór fram í Garðabæ og unnu gestirnir 65-62. Liðin voru bæði lengi í gang og þegar fyrsti leikhlutinn var rúmlega hálfnaður var staðan aðeins 6-6. Það gekk voðalega lítið upp í sóknarleik Njarðvíkinga og enn minna í sóknarleik Stjörnunnar. Það var greinilega einhver úrslitakeppnisskjálfti í leikmönnum liðanna. Eftir fyrsta leikhlutann var staðan 16-10 fyrir Njarðvík og heimamenn aðeins með tíu stig á fyrstu tíu mínútum leiksins, sem er skelfilegt. Í upphafi annars leikhluta náðu Njarðvíkingar tíu stiga forskoti, 25-15, og voru þeir örlítið innstilltari á verkefnið. Stjarnan náði að minnka muninn nokkuð í leikhlutanum en sóknarleikur beggja liða var í raun lélegur í fyrri hálfleiknum í heild sinni. Hjá Stjörnunni var Al'lonzo Coleman atkvæðamestur í hálfleiknum og skoraði 18 stig. Stjarnan skoraði aðeins 31 stig í hálfleiknum í heild sinni og því Coleman eini með lífsmarki. Staðan í hálfleik var 37-31 en hjá Njarðvíkingum var Jeremy Atkinson stigahæstur með 12 stig. Í upphafi síðari hálfleiksins hélt áfram þessi dapri sóknarleikur liðanna og tók rúmlega tvær mínútur fyrir liðin að skora stig í síðari hálfleiknum. Stjörnumenn fóru samt sem áður fljótlega að finna taktinn og var það einna helst Coleman að þakka. Það leið ekki langur tíma þar til liðið var komið yfir 47-42 og heimamenn virtust vera finna taktinn. Þegar aðeins lokaleikhlutinn var eftir var staðan 53-49 fyrir Stjörnuna og leikurinn galopinn. Jafnræði var á með liðunum fyrstu mínútur fjórða leikhlutans en Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, steig upp í leikhlutanum og stjórnaði leik liðsins vel. Þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum var staðan orðinn 58-54 fyrir Njarðvík. Þá hafði Stjarnan aðeins gert eitt stig það sem af var leikhlutans, alveg hreint ótrúlegt. Þegar ein mínúta var eftir af leiknum munaði aðeins þremur stigum á liðunum og hafði Njarðvík yfirhöndina. Gestirnir náðu í ótrúlega mikilvægan sigur undir lok leiksins og hirtu heimavallaréttinn af Stjörnumönnum strax í fyrsta leik. Leiknum lauk með 65-62 sigri Stjörnunnar sem er komið í 1-0 í einvíginu. Það lið sem vinnur fyrst þrjá leiki fer áfram í undanúrslit. Al'lonzo Coleman fékk þrjú vítaskot undir lok leiksins en hann misnotaði þau öll.Tölfræði leiks: Stjarnan-Njarðvík 62-65 (10-16, 21-21, 22-12, 9-16) Stjarnan: Al'lonzo Coleman 29/16 fráköst, Justin Shouse 14/6 fráköst/6 stoðsendingar, Tómas Heiðar Tómasson 8, Tómas Þórður Hilmarsson 4/10 fráköst, Magnús Bjarki Guðmundsson 3, Marvin Valdimarsson 2/4 fráköst, Ágúst Angantýsson 2, Óskar Þór Þorsteinsson 0, Kristinn Ólafsson 0, Sæmundur Valdimarsson 0, Arnþór Freyr Guðmundsson 0/5 fráköst, Grímkell Orri Sigurþórsson 0. Njarðvík: Haukur Helgi Pálsson 20/8 fráköst, Jeremy Martez Atkinson 16/9 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 11, Oddur Rúnar Kristjánsson 8/5 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 7, Hjörtur Hrafn Einarsson 3/7 fráköst, Snjólfur Marel Stefánsson 0, Oddur Birnir Pétursson 0, Jón Arnór Sverrisson 0, Adam Eiður Ásgeirsson 0, Stefan Bonneau 0, Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson 0. Friðrik: Ótrúlega stoltur af strákunumFriðrik messar hér yfir sínum mönnum.vísir/ernir„Varnarleikurinn var algjörlega til fyrirmyndar hjá okkur í kvöld,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkinga, eftir sigurinn. „Þegar spennustigið er svona hátt þá bitnar það oft á sóknarleik liðanna og það sást í kvöld. Varnirnar voru harðar í kvöld og mér fannst útfærslan á okkar leik ganga einstaklega vel upp.“ Friðrik hrósar sínum leikmönnum verulega eftir þennan sigur. Njarðvíkingar héldu Stjörnumönnum í 62 stigum í kvöld, sem segir hversu magnaður varnarleikur þeirra var. „Þetta var frábær varnarleikur og þar sýndum við styrk. Mér fannst við líka sýna styrk að koma til baka eftir að hafa lent sex stigum undir í upphafi síðari hálfleiks. Þar sýndum við karakter.“ Hann segir að nú verði liðið að koma sér niður á jörðina og byrja strax að undirbúa næsta leik sem sé alveg jafn mikilvægur og þessi. Hrafn: Tel liðið nægilega gott til að koma til baka„Oftast spilum við það góða vörn að við náum að halda okkur inn í flest öllum leikjum,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Í fyrri hálfleiknum gerðum við hlutina bara illa sóknarlega. Þeir litu út eins og þeir væru að sigra heiminn og við litum bara illa út. Þess vegna endar leikurinn eins og hann endar.“ Hrafn var ekki alveg sáttur með dómgæsluna í kvöld. „Það er frekar skrítið að skjóta bara þremur vítaskotum í einum hálfleik á meðan þeir taka á annan tug. Ég gat ekki séð að annað liðið væri að sækja eitthvað meira að körfunni en hitt.“ Hann segir að úrslitakeppnin snúist um að aðlaga sig og nú þurfi liðið að skoða sinn leik og horfa á myndband af þessum leik. „Við komum bara sterkari í næsta leik. Fyrsti leikurinn í svona einvígi er mikilvægur en ég tel liðið mitt vera nægilega gott til að koma til baka.“ Atkinson: Haukur er bara einhver guð„Þessi leikur snérist að öllu leyti um varnarleik,“ segir Jeremy Atkinson, leikmaður Njarðvíkur, eftir sigurinn en hann gerði 18 stig í kvöld. „Stjörnumenn geta heldur betur skorað stig og við spiluðum bara frábæran varnarleik á þá. Við héldum þeim í 10 stigum í fyrsta leikhlutanum og það sýnir hversu góður okkar varnarleikur var.“ Atkinson segir að liðið hafi lagt upp með því að stöðva þeirra sóknir. „Það líta allir á okkur sem minna liðið í þessu einvígi og það er bara fínt. Okkur líður þá bara vel. Það var nokkuð sérstakt að spila á móti mínu gamla félagi. Þetta er liðið sem gaf mér mitt fyrsta tækifæri að spila erlendis.“ Hann segist vera ánægður með að Coleman hafi ekki náð að jafna leikinn undir lokin. „Dómarnir voru frábærir í kvöld og leikmenn sýndu fína takt, en Haukur Helgi, hann er bara einhver guð. Þvílíkur leikmaður og maður skilur vel af hverju hann lék á Spáni.“Bein lýsing: Stjarnan - NjarðvíkTweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Sjá meira