Hefur Amber Rose barist ötullega fyrir jafnrétti kynjanna og hélt hún druslugöngu í Los Angeles á síðasta ári við góðar undirtektir, stefnir hún á að endurtaka leikinn á þessu ári.
Bætist Amber Rose því í hóp íslenskra jafnréttissinna sem barist hafa fyrir jafnrétti kynjanna með svipuðum aðferðum.
Var sérstakur #freethenipple dagur haldinn á síðasta ári þar sem íslenskir jafnréttissinnar risu upp til stuðnings nemenda í Verzlunarskólanum sem gagnrýnd hafði verið fyrir birta mynd af sér á Twitter ber að ofan.
Þá hefur verið haldin Drusluganga hér á landi undanfarin fimm ár og var sú síðasta sérstaklega vel sótt, vakti hún athygli langt fyrir utan landsteinana.
#freethenipple #MUVA photo by @solmazsaberi #AmberRoseSlutWalk2016 pic.twitter.com/QiHLOmaxTJ
— Amber Rose (@DaRealAmberRose) March 17, 2016