Skoðað í skápinn: Hlín Reykdal 17. mars 2016 16:00 Hlín er hér í uppáhaldsflíkunum, svarta kjólnum, kápunni og skónum úr Zöru og með eftirlætisskartið. Vísir/Stefán Hlín Reykdal hönnuður opnar skápinn fyrir lesendum og sýnir fatnað og fylgihluti sem eru í uppáhaldi hjá henni þessa stundina, meðal annars Furla tösku með krotuðu hjarta innan í. Hlín og eiginmaður hennar, Hallgrímur Stefán Sigurðsson, opnuðu á dögunum nýja verslun úti á Granda þar sem hönnun Hlínar er til sölu ásamt öðru skarti og gjafavöru. „Það hefur verið draumur okkar hjóna lengi að opna verslun en við höfum unnið saman í hönnuninni í sex ár. Í versluninni á Fiskislóð erum við með fallega gjafavöru, skart, ilmkerti, ilmvötn, dásamleg eiturefnalaus naglalökk og margt fleira spennandi,“ segir Hlín. Hlín lætur dagsformið ráða för þegar hún ákveður hverju hún klæðist. Yfirleitt fer hún í fínni klæðnað sem hún dressar niður meðal annars með flatbotna skóm.1. Eftirlætisflíkin hennar er svartur, einfaldur, klassískur kjóll frá Filippu K. „Ég er alltaf í þessum kjól og er nánast búin að ofnota hann. Hann er bæði hægt að nota hversdags og svo er auðvelt að klæða hann upp þegar ég fer eitthvað fínt.“2. Önnur flík sem er í uppáhaldi er svört kápa. „Ég er mikil yfirhafnakona og finnst gaman að vera í fallegri yfirhöfn. Ég á líka mjög fallegan vintage jakka frá Dior sem ég held mikið upp á.“3. Hlín segist vera vandlát á skó og taka sér tíma til að velja þá. Skóna sem eru helst í uppáhaldi hjá henni núna keypti hún hins vegar á augnabliki. „Mér finnst mjög smart að ganga á háum hælum en ég er yfirleitt á flatbotna þar sem ég er svo mikið á ferðinni. Nýlega fann ég í Zöru skó sem eru alveg fullkomnir, ég henti mér í annan skóinn og keypti þá svo á tveimur mínútum, ég hef aldrei keypt skó svona hratt. Þeir eru í algjöru uppáhaldi núna enda bæði þægilegir og töff.“4. „Uppáhaldsskartið mitt núna er frá Soru Jewellery. Á bak við það standa tvær systur ættaðar frá Sikiley sem gera dásamlega fallega skartgripi úr náttúrusteinum og Swarovski kristöllum. Ég fékk mér þessa eyrnalokka frá þeim sem ég get ekki tekið úr mér, þó það sé mánudagur, þeir eru svo fallegir. Og líka hringurinn.“5. „Ég held mikið upp á Furla töskuna mína sem ég keypti í sumar úti á Ítalíu. Einn daginn þegar ég var að fara í boð og opnaði töskuna til að setja ofan í hana nauðsynjar sá ég að önnur dóttir mín var búin að teikna lítið fallegt hjarta inn í hana. Mér þykir því sérstaklega vænt um töskuna, þetta var svo krúttað."6. „Þetta nisti, sem ég var að hanna og er að koma úr framleiðslu er í uppáhaldi þessa stundina. Það er hægt að setja myndir í það og ég hef myndir af dætrum mínum í því.“7. „Mér finnst gott að nota varasalva og elska Tokyomilk varasalvann minn. Ég er líka mjög hrifin af Tokyomilk Dark - Tainted love handáburðinum, hann smýgur svo vel inn í húðina.“8. „Þessa dagana get ég varla verið án nýja Amber ilmvatnsins míns frá Laboratory Perfumes sem við vorum að byrja að selja í búðinni okkar, það er mjög ávanabindandi.“ Tíska og hönnun Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Hlín Reykdal hönnuður opnar skápinn fyrir lesendum og sýnir fatnað og fylgihluti sem eru í uppáhaldi hjá henni þessa stundina, meðal annars Furla tösku með krotuðu hjarta innan í. Hlín og eiginmaður hennar, Hallgrímur Stefán Sigurðsson, opnuðu á dögunum nýja verslun úti á Granda þar sem hönnun Hlínar er til sölu ásamt öðru skarti og gjafavöru. „Það hefur verið draumur okkar hjóna lengi að opna verslun en við höfum unnið saman í hönnuninni í sex ár. Í versluninni á Fiskislóð erum við með fallega gjafavöru, skart, ilmkerti, ilmvötn, dásamleg eiturefnalaus naglalökk og margt fleira spennandi,“ segir Hlín. Hlín lætur dagsformið ráða för þegar hún ákveður hverju hún klæðist. Yfirleitt fer hún í fínni klæðnað sem hún dressar niður meðal annars með flatbotna skóm.1. Eftirlætisflíkin hennar er svartur, einfaldur, klassískur kjóll frá Filippu K. „Ég er alltaf í þessum kjól og er nánast búin að ofnota hann. Hann er bæði hægt að nota hversdags og svo er auðvelt að klæða hann upp þegar ég fer eitthvað fínt.“2. Önnur flík sem er í uppáhaldi er svört kápa. „Ég er mikil yfirhafnakona og finnst gaman að vera í fallegri yfirhöfn. Ég á líka mjög fallegan vintage jakka frá Dior sem ég held mikið upp á.“3. Hlín segist vera vandlát á skó og taka sér tíma til að velja þá. Skóna sem eru helst í uppáhaldi hjá henni núna keypti hún hins vegar á augnabliki. „Mér finnst mjög smart að ganga á háum hælum en ég er yfirleitt á flatbotna þar sem ég er svo mikið á ferðinni. Nýlega fann ég í Zöru skó sem eru alveg fullkomnir, ég henti mér í annan skóinn og keypti þá svo á tveimur mínútum, ég hef aldrei keypt skó svona hratt. Þeir eru í algjöru uppáhaldi núna enda bæði þægilegir og töff.“4. „Uppáhaldsskartið mitt núna er frá Soru Jewellery. Á bak við það standa tvær systur ættaðar frá Sikiley sem gera dásamlega fallega skartgripi úr náttúrusteinum og Swarovski kristöllum. Ég fékk mér þessa eyrnalokka frá þeim sem ég get ekki tekið úr mér, þó það sé mánudagur, þeir eru svo fallegir. Og líka hringurinn.“5. „Ég held mikið upp á Furla töskuna mína sem ég keypti í sumar úti á Ítalíu. Einn daginn þegar ég var að fara í boð og opnaði töskuna til að setja ofan í hana nauðsynjar sá ég að önnur dóttir mín var búin að teikna lítið fallegt hjarta inn í hana. Mér þykir því sérstaklega vænt um töskuna, þetta var svo krúttað."6. „Þetta nisti, sem ég var að hanna og er að koma úr framleiðslu er í uppáhaldi þessa stundina. Það er hægt að setja myndir í það og ég hef myndir af dætrum mínum í því.“7. „Mér finnst gott að nota varasalva og elska Tokyomilk varasalvann minn. Ég er líka mjög hrifin af Tokyomilk Dark - Tainted love handáburðinum, hann smýgur svo vel inn í húðina.“8. „Þessa dagana get ég varla verið án nýja Amber ilmvatnsins míns frá Laboratory Perfumes sem við vorum að byrja að selja í búðinni okkar, það er mjög ávanabindandi.“
Tíska og hönnun Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira