640 hestafla Camaro ZL1 með 10 gíra Finnur Thorlacius skrifar 16. mars 2016 10:44 Chevrolet kynnti í gær þennan Camaro ZL1 sportbíl vopnaðan 6,2 lítra V8 vél sem orkar 640 hestöfl og er tengd við 10 gíra sjálfskiptingu. Chevrolet hefur létt bílinn frá forveranum um 90 kíló og því er hann með betri aksturseiginleika. Tíu gíra sjálfskiptingin í ZL1 mun árið 2018 finnast í 8 nýjum bílgerðum General Motors og þessi skipting mun lækka eyðslu þeirra verulega. Bílinn má reyndar einnig fá með 6 gíra beinskiptingu. Camaro ZL1 er með segulmagnaðan fjöðrunarbúnað, húdd úr koltrefjum og takmarkað mismunadrif. Afluakning bílsins er 60 hestöfl frá fyrri kynslóð og togið hefur vaxið um 84 pundfet. Nýr Camaro ZL1 fer í sölu seint á þessu ári en Chevrolet hefur ekki enn gefið upp söluverð bílsins. Framsæti bílsins eru frá Recaro og stýrið er klætt rúskinni. Ytra byrði bílsins snýst allt um loftflæði og stórt grillið kælir vélina betur en fyrr, bíllinn er breiðari en forverinn og vindkljúfur er að aftan. Í meðfylgjandi mynskeiði sést bíllinn prófaður á Nürburgring brautinni Þýskalandi á síðasta ári.Einnig huggulegur að innan. Bílar video Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent
Chevrolet kynnti í gær þennan Camaro ZL1 sportbíl vopnaðan 6,2 lítra V8 vél sem orkar 640 hestöfl og er tengd við 10 gíra sjálfskiptingu. Chevrolet hefur létt bílinn frá forveranum um 90 kíló og því er hann með betri aksturseiginleika. Tíu gíra sjálfskiptingin í ZL1 mun árið 2018 finnast í 8 nýjum bílgerðum General Motors og þessi skipting mun lækka eyðslu þeirra verulega. Bílinn má reyndar einnig fá með 6 gíra beinskiptingu. Camaro ZL1 er með segulmagnaðan fjöðrunarbúnað, húdd úr koltrefjum og takmarkað mismunadrif. Afluakning bílsins er 60 hestöfl frá fyrri kynslóð og togið hefur vaxið um 84 pundfet. Nýr Camaro ZL1 fer í sölu seint á þessu ári en Chevrolet hefur ekki enn gefið upp söluverð bílsins. Framsæti bílsins eru frá Recaro og stýrið er klætt rúskinni. Ytra byrði bílsins snýst allt um loftflæði og stórt grillið kælir vélina betur en fyrr, bíllinn er breiðari en forverinn og vindkljúfur er að aftan. Í meðfylgjandi mynskeiði sést bíllinn prófaður á Nürburgring brautinni Þýskalandi á síðasta ári.Einnig huggulegur að innan.
Bílar video Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent