Orð um orð Guðrún Nordal skrifar 16. mars 2016 07:00 Af umræðu sem birst hefur á vef- og prentmiðlum undanfarna daga má skilja að öll gögn sem Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (SÁM) býr yfir séu lokuð almenningi. Þetta er ekki rétt. Yfirlýst stefna SÁM er að aðgangur að gögnum stofnunarinnar sé almennt opinn. Undanfarin ár hefur aðgengi að ýmsum gögnum stofnunarinnar verið bætt og gagnapökkum frá stofnuninni dreift, m.a. á Málföng.is, með eins opnum notkunarleyfum og kostur er. Beygingarlýsing íslensks nútímamáls (BÍN) er sprottin upp úr tungutækniátaki stjórnvalda eftir aldamótin. Í því átaki var meðal annars sett það skilyrði að gögn sem yrðu til í átakinu yrðu öllum aðgengileg, en ekki ókeypis. Stjórnvöld vildu að gögnin stæðu undir viðhaldi með tíð og tíma. Þróun BÍN var haldið áfram á Orðabók Háskólans, síðar SÁM, og árið 2009 var horfið frá fyrri stefnu stjórnvalda og gjaldtöku hætt. Frá upphafi hafa öll beygingardæmi í BÍN verið öllum opin á vefsíðu stofnunarinnar og að sjálfsögðu er heimilt að setja tengla í þau þar. Frumgögnin er hægt að sækja á vefsíðuna og þau má nota að vild nema til birtingar á beygingardæmum, enda sé uppruna getið. Gögnin hafa verið nýtt á fjölbreytilegan hátt, t.d. í leitarvélum á já.is, Vísindavef Háskólans, Snöru og íslensk-skandinavísku veforðabókinni Islex, í leiðréttingarforritum og við gerð tölvuleikja á borð við Netskrafl o.fl.Mállýsing en ekki forskrift Ástæðan fyrir því að birting beygingardæma hefur ekki verið leyfð er sú að BÍN er mállýsing en ekki forskrift. Það þýðir að ýmislegt sem ekki er endilega „réttast og best“ birtist í BÍN, en þá jafnan með skýringum. Ef nota á BÍN sem grunn að leiðbeiningum eða kennsluefni þarf að taka úrtak úr gögnunum sem sérsniðið er að þeim þörfum. Ef gögnin úr BÍN eru notuð í núverandi mynd gæti nemandi haldið að „hendi“ sé gott og gilt í öllum föllum og í hvaða samhengi sem er þótt sú notkun sé í raun takmörkuð við merkinguna 'snerting við bolta' í íþróttamáli. Í BÍN eru líka eðli málsins samkvæmt stafsetningarafbrigði sem ekki eru í samræmi við núgildandi stafsetningarreglur. Almenningur gerir kröfu til þess að efni sem birt er í nafni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum sé til fyrirmyndar, enda er hlutverk stofnunarinnar „að stuðla að aukinni þekkingu á íslenskri tungu… og veita ráðgjöf og leiðbeiningar um málfarsleg efni á fræðilegum grundvelli“ (Lög nr. 40 12. júní 2006). Stofnunin getur ekki stuðlað að villandi framsetningu á gögnum sem verður til þegar beygingarupplýsingar eru slitnar úr samhengi og þess vegna er birting beygingardæma úr BÍN óheimil. Rætt hefur verið innan stofnunarinnar að búa til úrtak úr BÍN sem m.a. mætti nýta í kennsluefni. Óskandi væri að hægt væri að hrinda því verkefni af stað sem fyrst. Enn fremur má vekja athygli á því að nýlega barst SÁM fjárstyrkur til að stórbæta þjónustu sína við almenning með uppsetningu nýrrar vefgáttar, Málið.is. Þar verða öll gagnasöfn stofnunarinnar um íslenskt mál og málnotkun aðgengileg á einum stað og leitarbær í einföldu viðmóti. Þar verður hægt að nálgast gríðarlegt magn upplýsinga. Stefnt er að opnun vefgáttarinnar síðar á þessu ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Af umræðu sem birst hefur á vef- og prentmiðlum undanfarna daga má skilja að öll gögn sem Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (SÁM) býr yfir séu lokuð almenningi. Þetta er ekki rétt. Yfirlýst stefna SÁM er að aðgangur að gögnum stofnunarinnar sé almennt opinn. Undanfarin ár hefur aðgengi að ýmsum gögnum stofnunarinnar verið bætt og gagnapökkum frá stofnuninni dreift, m.a. á Málföng.is, með eins opnum notkunarleyfum og kostur er. Beygingarlýsing íslensks nútímamáls (BÍN) er sprottin upp úr tungutækniátaki stjórnvalda eftir aldamótin. Í því átaki var meðal annars sett það skilyrði að gögn sem yrðu til í átakinu yrðu öllum aðgengileg, en ekki ókeypis. Stjórnvöld vildu að gögnin stæðu undir viðhaldi með tíð og tíma. Þróun BÍN var haldið áfram á Orðabók Háskólans, síðar SÁM, og árið 2009 var horfið frá fyrri stefnu stjórnvalda og gjaldtöku hætt. Frá upphafi hafa öll beygingardæmi í BÍN verið öllum opin á vefsíðu stofnunarinnar og að sjálfsögðu er heimilt að setja tengla í þau þar. Frumgögnin er hægt að sækja á vefsíðuna og þau má nota að vild nema til birtingar á beygingardæmum, enda sé uppruna getið. Gögnin hafa verið nýtt á fjölbreytilegan hátt, t.d. í leitarvélum á já.is, Vísindavef Háskólans, Snöru og íslensk-skandinavísku veforðabókinni Islex, í leiðréttingarforritum og við gerð tölvuleikja á borð við Netskrafl o.fl.Mállýsing en ekki forskrift Ástæðan fyrir því að birting beygingardæma hefur ekki verið leyfð er sú að BÍN er mállýsing en ekki forskrift. Það þýðir að ýmislegt sem ekki er endilega „réttast og best“ birtist í BÍN, en þá jafnan með skýringum. Ef nota á BÍN sem grunn að leiðbeiningum eða kennsluefni þarf að taka úrtak úr gögnunum sem sérsniðið er að þeim þörfum. Ef gögnin úr BÍN eru notuð í núverandi mynd gæti nemandi haldið að „hendi“ sé gott og gilt í öllum föllum og í hvaða samhengi sem er þótt sú notkun sé í raun takmörkuð við merkinguna 'snerting við bolta' í íþróttamáli. Í BÍN eru líka eðli málsins samkvæmt stafsetningarafbrigði sem ekki eru í samræmi við núgildandi stafsetningarreglur. Almenningur gerir kröfu til þess að efni sem birt er í nafni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum sé til fyrirmyndar, enda er hlutverk stofnunarinnar „að stuðla að aukinni þekkingu á íslenskri tungu… og veita ráðgjöf og leiðbeiningar um málfarsleg efni á fræðilegum grundvelli“ (Lög nr. 40 12. júní 2006). Stofnunin getur ekki stuðlað að villandi framsetningu á gögnum sem verður til þegar beygingarupplýsingar eru slitnar úr samhengi og þess vegna er birting beygingardæma úr BÍN óheimil. Rætt hefur verið innan stofnunarinnar að búa til úrtak úr BÍN sem m.a. mætti nýta í kennsluefni. Óskandi væri að hægt væri að hrinda því verkefni af stað sem fyrst. Enn fremur má vekja athygli á því að nýlega barst SÁM fjárstyrkur til að stórbæta þjónustu sína við almenning með uppsetningu nýrrar vefgáttar, Málið.is. Þar verða öll gagnasöfn stofnunarinnar um íslenskt mál og málnotkun aðgengileg á einum stað og leitarbær í einföldu viðmóti. Þar verður hægt að nálgast gríðarlegt magn upplýsinga. Stefnt er að opnun vefgáttarinnar síðar á þessu ári.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar