Domino's deildirnar gefa stoðsendingu á HeForShe í úrslitakeppninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2016 14:37 Fyrirliðar karlaliða Domino´s deildarinnar skráðu sig sem HeForShe á fundinum. Mynd/KKÍ/Gunnar Freyr Steinsson Domino´s deildirnar og UN Women verða í samstarfi á meðan úrslitakeppnir karla og kvenna í körfubolta standa yfir en úrslitakeppni karla hefst á fimmtudaginn. KKÍ og Domino's ætla að taka þátt í að vekja athygli á baráttunni gegn kynjamisrétti og skora á sérstaklega íslenska karla til að ganga til liðs við baráttuna og skrá sig á HeForShe.is. HeForShe setti mikinn svip á blaðamannafundin í dag þar sem leikmenn liðann klæddust bleikum bol merktum átakinu. Fyrirliðar karlaliða Domino´s deildarinnar skráðu sig sem HeForShe á fundinum og hétu því þar með að beita sér markvisst í baráttunni fyrir jöfnum hlut kynjanna á á öllum vígstöðvum.Mynd/KKÍ/Gunnar Freyr SteinssonFréttatilkynningin: Samstarf UN Women og Domino´s deildanna Í dag var haldinn blaðamannafundur vegna komandi úrslitakeppni Domino´s deildar karla sem hefst núna á fimmtudaginn. Á fundinum var nýtt samstarfsverkefni kynnt til leiks þar sem Domino’s deildin og UN Women á Íslandi hafa tekið höndum saman í sameiginlegu HeForShe átaki. Fyrirliðar karlaliða Domino´s deildarinnar skráðu sig sem HeForShe á fundinum og hétu því þar með að beita sér markvisst í baráttunni fyrir jöfnum hlut kynjanna á á öllum vígstöðvum. En markmið átaksins er að hvetja sérstaklega karlmenn til að láta til sín taka í baráttunni fyrir kynjajafnrétti og skrá sig sem HeForShe á www.heforshe.is „Hingað til hefur gjarnan verið litið á þessa baráttu sem einkamál kvenna. Samkvæmt rannsókn á vegum UN Women verður kynjajafnrétti náð í heiminum árið 2095 ef við höldum áfram á sömu braut á sama hraða. Með stráka og karlmenn um borð er talið að kynjajafnrétti verði náð helmingi hraðar. Það hefur verið margsannað að íþróttaiðkun og þar með talið körfuboltaiðkun brýtur niður staðlaðar hugmyndir um kynin, eykur sjálfstraust stelpna og stráka og ýtir undir leiðtogahæfni. Fyrir vikið fögnum við sérstaklega þessu frábæra samstarfi,“ segir Marta Goðadóttir, kynningarstýra UN Women á Íslandi. „Það er alltaf mikil tilhlökkun fyrir úrslitakeppnum Domino´s deildanna og núna er tilhlökkunin enn skemmtilegri og meiri með samstarfinu við HeForShe. Í undirbúningnum á þessu samstarfi höfumvið verið svo heppin að kynnast enn betur þessu þarfa átaki og að fá karlmenn sérstaklega til aðláta í sér heyra í baráttunni fyrri kynjajafnrétti. Jafnframt erum við í körfuboltanum afar stolt af því að UN Women hafi valið það að koma í samstarf við Domino´s deildina til að vekja athygli á þessu mikilvæga málefni. Mig langar að hvetja alla karlmenn í íþróttum, ekki bara í körfubolta, til að skrá sig á vefnum www.heforshe.is og gerast þannig boðberar kynjajafnréttis,“ segir Hannes S. Jónsson formaður KKÍ. HeForShe miðar að því að vekja karlmenn til vitundar um hvernig þeir geta lagt baráttunni fyrirkynjajafnrétti lið í nærumhverfi sínu. Líkt og að sleppa því að hlæja að óviðeigandi bröndurum sem miða að því að niðurlægja konur á einhvern hátt, svara „nettrollunum“ þegar þau fara yfir strikiðmeð niðrandi orðalagi í garð kvenna og minna sig reglulega á að það eru ekki til neinar stelpu eða stráka íþróttir. Hægt er skrá sig og fræðast meira um hvað felst í að vera HeForShe á www.heforshe.is. Í dag eru einn af hverjum tólf, yfir 18 ára gamlir karlmenn hér á landi, búnir að heita því að vera HeForShe. Markmiðið er að einn af hverjum fimm verði HeForShe. Dominos-deild karla Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Sjá meira
Domino´s deildirnar og UN Women verða í samstarfi á meðan úrslitakeppnir karla og kvenna í körfubolta standa yfir en úrslitakeppni karla hefst á fimmtudaginn. KKÍ og Domino's ætla að taka þátt í að vekja athygli á baráttunni gegn kynjamisrétti og skora á sérstaklega íslenska karla til að ganga til liðs við baráttuna og skrá sig á HeForShe.is. HeForShe setti mikinn svip á blaðamannafundin í dag þar sem leikmenn liðann klæddust bleikum bol merktum átakinu. Fyrirliðar karlaliða Domino´s deildarinnar skráðu sig sem HeForShe á fundinum og hétu því þar með að beita sér markvisst í baráttunni fyrir jöfnum hlut kynjanna á á öllum vígstöðvum.Mynd/KKÍ/Gunnar Freyr SteinssonFréttatilkynningin: Samstarf UN Women og Domino´s deildanna Í dag var haldinn blaðamannafundur vegna komandi úrslitakeppni Domino´s deildar karla sem hefst núna á fimmtudaginn. Á fundinum var nýtt samstarfsverkefni kynnt til leiks þar sem Domino’s deildin og UN Women á Íslandi hafa tekið höndum saman í sameiginlegu HeForShe átaki. Fyrirliðar karlaliða Domino´s deildarinnar skráðu sig sem HeForShe á fundinum og hétu því þar með að beita sér markvisst í baráttunni fyrir jöfnum hlut kynjanna á á öllum vígstöðvum. En markmið átaksins er að hvetja sérstaklega karlmenn til að láta til sín taka í baráttunni fyrir kynjajafnrétti og skrá sig sem HeForShe á www.heforshe.is „Hingað til hefur gjarnan verið litið á þessa baráttu sem einkamál kvenna. Samkvæmt rannsókn á vegum UN Women verður kynjajafnrétti náð í heiminum árið 2095 ef við höldum áfram á sömu braut á sama hraða. Með stráka og karlmenn um borð er talið að kynjajafnrétti verði náð helmingi hraðar. Það hefur verið margsannað að íþróttaiðkun og þar með talið körfuboltaiðkun brýtur niður staðlaðar hugmyndir um kynin, eykur sjálfstraust stelpna og stráka og ýtir undir leiðtogahæfni. Fyrir vikið fögnum við sérstaklega þessu frábæra samstarfi,“ segir Marta Goðadóttir, kynningarstýra UN Women á Íslandi. „Það er alltaf mikil tilhlökkun fyrir úrslitakeppnum Domino´s deildanna og núna er tilhlökkunin enn skemmtilegri og meiri með samstarfinu við HeForShe. Í undirbúningnum á þessu samstarfi höfumvið verið svo heppin að kynnast enn betur þessu þarfa átaki og að fá karlmenn sérstaklega til aðláta í sér heyra í baráttunni fyrri kynjajafnrétti. Jafnframt erum við í körfuboltanum afar stolt af því að UN Women hafi valið það að koma í samstarf við Domino´s deildina til að vekja athygli á þessu mikilvæga málefni. Mig langar að hvetja alla karlmenn í íþróttum, ekki bara í körfubolta, til að skrá sig á vefnum www.heforshe.is og gerast þannig boðberar kynjajafnréttis,“ segir Hannes S. Jónsson formaður KKÍ. HeForShe miðar að því að vekja karlmenn til vitundar um hvernig þeir geta lagt baráttunni fyrirkynjajafnrétti lið í nærumhverfi sínu. Líkt og að sleppa því að hlæja að óviðeigandi bröndurum sem miða að því að niðurlægja konur á einhvern hátt, svara „nettrollunum“ þegar þau fara yfir strikiðmeð niðrandi orðalagi í garð kvenna og minna sig reglulega á að það eru ekki til neinar stelpu eða stráka íþróttir. Hægt er skrá sig og fræðast meira um hvað felst í að vera HeForShe á www.heforshe.is. Í dag eru einn af hverjum tólf, yfir 18 ára gamlir karlmenn hér á landi, búnir að heita því að vera HeForShe. Markmiðið er að einn af hverjum fimm verði HeForShe.
Dominos-deild karla Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Sjá meira