Lífið

Fór í hæsta teygjustökk í heimi en þurfti að múta löggunni á leiðinni heim - Myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Davíð Arnar er staddur í Suður-Afríku.
Davíð Arnar er staddur í Suður-Afríku. vísir
„Við vorum stoppaðir af löggunni á leiðinni heim frá Kaaimans frumskóginum,“ segir Davíð Arnar Oddgeirsson, sem er staddur þessa dagana í Suður-Afríku í ferðalagi. Hann skellti sér í hæsta teygjustökk í heiminum á dögunum og á leiðinni heim var Davíð og félagar hans stöðvaðir  af lögreglumönnum fyrir engar sakir og voru þeir ekki á því að sleppa þeim.

„Þeir leituðu í öllum bílnum og á okkur öllum. Þetta endaði reyndar vel, við þurftum bara að láta þá fá smá pening.“

Davíð er með myndavélina á lofti úti og mun skila af sér ferðasögu hér á Lífinu eftir þetta ævintýri. Hann hefur framleitt myndefni um nokkurra ára skeið. Hann framleiddi þættina Illa farnir ásamt félögum sínum Arnari Þór Þórssyni og Brynjólfi Löve. Þættirnir voru sýndir á Vísi við góðar undirtektir, en þeir fjölluðu um ferðalag þeirra félaga um framandi slóðir bæði á Íslandi og í Tyrklandi.

Sjá einnig: Kem til með að gista í miðjum frumskógi

Hér að neðan má sjá myndband sem hann tók upp á símann sinn þegar hann fór í teygjustökkið sem og þegar lögreglan stoppaði hópinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.