Ég bjóst alveg við því að vinna Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 15. mars 2016 09:30 Jóhanna Ruth tryggði sér sæti í úrslitaþætti Ísland Got Talent með flutningi sínum á lagi Bonnie Tyler, Holding Out for a Hero „Ég held að ég eigi alveg séns á að vinna þessa keppni, ég hef fengið alveg ótrúlega góð viðbrögð frá fólki og það voru flestir sem kusu mig í síðasta þætti. Það er alveg ótrúlega mikil vinna sem fer í að undirbúa sig fyrir svona keppni og ég er strax byrjuð að hugsa hvaða lag ég ætla að syngja í úrslitaþættinum sem fer fram 3. apríl næstkomandi,“ segir Jóhanna Ruth sem tryggði sér sæti í úrslitaþætti Ísland Got Talent með flutningi sínum á lagi Bonnie Tyler, Holding Out for a Hero, en hún hlaut einróma lof dómara fyrir frammistöðu sína, og hafði Ágústa Eva leikkona sem situr í dómnefndinni orð á því að Jóhanna væri með eina bestu rödd sem hún hefði heyrt á Íslandi. „Ég bjóst alveg við því að vinna, ég var búin að æfa mig svo vel og ég var svo ánægð með flutninginn minn, þetta gekk allt saman upp,“ segir hin fjórtán ára gamla Jóhanna Ruth alsæl.Baldur Dýrfjörð fiðluleikari frá Þorlákshöfn komst einnig áfram en hann hefur lært í ellefu ár á fiðlu, verið tvö ár í klassískum píanóleik og á haug af skrítnum hljóðfærum á borð við kjálkahörpu, munnhörpu og vasaflautu.Það er óhætt að segja að þessi unga hæfileikakona eigi framtíðina fyrir sér í sönglistinni enda full sjálfstrausts og svo sannarlega með bein í nefinu, en ætli það sé eitthvað fleira sem hún stefnir á í framtíðinni? „Ég ætla að halda áfram að syngja, ég vil endilega vinna sem söngkona þegar ég verð stór en stóri draumurinn minn er að verða flugfreyja, mig hefur alltaf dreymt um það svo ætli ég verði ekki syngjandi flugfreyja í háloftunum,“ segir Jóhanna Ruth létt í bragði. Jóhanna Ruth er frá Filippseyjum en hefur búið á Íslandi frá því hún var átta ára gömul ásamt fjölskyldu sinni. Henni finnst mjög gott að búa á Íslandi og er ánægð í skólanum en hún stundar nám í Myllubakkaskóla í Keflavík „Það er alveg rosalega gott að búa á Íslandi, en það er samt alveg ískalt hérna. Í dag er ég að fara að koma fram á árshátíð í skólanum mínum og ég hlakka mikið til,“ segir Jóhanna Ruth sem hefur í nógu að snúast þessa dagana enda frábær söngkona hér á ferð sem vert er að fylgjast með. Ísland Got Talent Tengdar fréttir Ísland Got Talent: Hnökralaus flutningur skilaði Jóhönnu Ruth í úrslitin Hin fjórtán ára Jóhanna ljómaði hreinlega á sviðinu í kvöld. 13. mars 2016 23:11 Frábær stemning í Talent-höllinni - Myndir Annar undanúrslitaþáttur Ísland Got Talent fór fram í beinni útsendingu á Stöð 2 í gærkvöld og má með sanni segja að keppendurnir sem komust áfram í úrslit hafi slegið rækilega í gegn. 14. mars 2016 16:30 Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Fleiri fréttir Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Sjá meira
„Ég held að ég eigi alveg séns á að vinna þessa keppni, ég hef fengið alveg ótrúlega góð viðbrögð frá fólki og það voru flestir sem kusu mig í síðasta þætti. Það er alveg ótrúlega mikil vinna sem fer í að undirbúa sig fyrir svona keppni og ég er strax byrjuð að hugsa hvaða lag ég ætla að syngja í úrslitaþættinum sem fer fram 3. apríl næstkomandi,“ segir Jóhanna Ruth sem tryggði sér sæti í úrslitaþætti Ísland Got Talent með flutningi sínum á lagi Bonnie Tyler, Holding Out for a Hero, en hún hlaut einróma lof dómara fyrir frammistöðu sína, og hafði Ágústa Eva leikkona sem situr í dómnefndinni orð á því að Jóhanna væri með eina bestu rödd sem hún hefði heyrt á Íslandi. „Ég bjóst alveg við því að vinna, ég var búin að æfa mig svo vel og ég var svo ánægð með flutninginn minn, þetta gekk allt saman upp,“ segir hin fjórtán ára gamla Jóhanna Ruth alsæl.Baldur Dýrfjörð fiðluleikari frá Þorlákshöfn komst einnig áfram en hann hefur lært í ellefu ár á fiðlu, verið tvö ár í klassískum píanóleik og á haug af skrítnum hljóðfærum á borð við kjálkahörpu, munnhörpu og vasaflautu.Það er óhætt að segja að þessi unga hæfileikakona eigi framtíðina fyrir sér í sönglistinni enda full sjálfstrausts og svo sannarlega með bein í nefinu, en ætli það sé eitthvað fleira sem hún stefnir á í framtíðinni? „Ég ætla að halda áfram að syngja, ég vil endilega vinna sem söngkona þegar ég verð stór en stóri draumurinn minn er að verða flugfreyja, mig hefur alltaf dreymt um það svo ætli ég verði ekki syngjandi flugfreyja í háloftunum,“ segir Jóhanna Ruth létt í bragði. Jóhanna Ruth er frá Filippseyjum en hefur búið á Íslandi frá því hún var átta ára gömul ásamt fjölskyldu sinni. Henni finnst mjög gott að búa á Íslandi og er ánægð í skólanum en hún stundar nám í Myllubakkaskóla í Keflavík „Það er alveg rosalega gott að búa á Íslandi, en það er samt alveg ískalt hérna. Í dag er ég að fara að koma fram á árshátíð í skólanum mínum og ég hlakka mikið til,“ segir Jóhanna Ruth sem hefur í nógu að snúast þessa dagana enda frábær söngkona hér á ferð sem vert er að fylgjast með.
Ísland Got Talent Tengdar fréttir Ísland Got Talent: Hnökralaus flutningur skilaði Jóhönnu Ruth í úrslitin Hin fjórtán ára Jóhanna ljómaði hreinlega á sviðinu í kvöld. 13. mars 2016 23:11 Frábær stemning í Talent-höllinni - Myndir Annar undanúrslitaþáttur Ísland Got Talent fór fram í beinni útsendingu á Stöð 2 í gærkvöld og má með sanni segja að keppendurnir sem komust áfram í úrslit hafi slegið rækilega í gegn. 14. mars 2016 16:30 Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Fleiri fréttir Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Sjá meira
Ísland Got Talent: Hnökralaus flutningur skilaði Jóhönnu Ruth í úrslitin Hin fjórtán ára Jóhanna ljómaði hreinlega á sviðinu í kvöld. 13. mars 2016 23:11
Frábær stemning í Talent-höllinni - Myndir Annar undanúrslitaþáttur Ísland Got Talent fór fram í beinni útsendingu á Stöð 2 í gærkvöld og má með sanni segja að keppendurnir sem komust áfram í úrslit hafi slegið rækilega í gegn. 14. mars 2016 16:30