Utan þings Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. mars 2016 07:00 Þeir einstaklingar, sem styðja stjórnmálamenn sem hafa þá stefnu að ráðherrar eigi ekki að sitja á þingi, hafa ekki hugmynd um hverjir verða fulltrúar þeirra í ríkisstjórn verði þeir stjórnmálamenn á annað borð í aðstöðu til að mynda stjórn. Er það gott? Píratar munu ekki eiga aðild að ríkisstjórn þar sem ráðherrar sitja jafnframt sem þingmenn. Þessi ályktun var samþykkt í kosningakerfi flokksins í febrúar sl. og er orðin stefna flokksins. Ályktunin er svohljóðandi: „Píratar skuli ekki eiga aðild að ríkisstjórn þar sem ráðherrar sitji jafnframt sem þingmenn.“ Magnús Orri Schram, sem freistar þess að verða formaður Samfylkingarinnar, er sömu skoðunar en hann lýsti henni í hér í þessu blaði um síðustu helgi. „Formaður í stjórnmálaflokki á að vera á þingi. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að ráðherrar eigi ekki að sitja á þingi,“ sagði Magnús Orri. Ef Magnús Orri nær markmiði sínu að verða formaður Samfylkingarinnar mun þá fólk sem kýs þann flokk kjósa sér formann utan ríkisstjórnar? Að sama skapi má spyrja hvort þeir sem ætla að kjósa Pírata í næstu kosningum muni kjósa einhverja allt aðra en fulltrúa flokksins í ríkisstjórn? Og þarf ekki að liggja fyrir áður en gengið er til kosninga um hvaða fólk sé að ræða? Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn eins og kemur fram í stjórnarskránni. Reglan felur það í sér að þeir einir geta gegnt ráðherraembætti sem meirihluti þingsins vill styðja eða að minnsta kosti þola í embætti. Stjórnarskráin takmarkar ekki að öll ríkisstjórnin sé utan þings. Í okkar fyrirkomulagi eru kjósendur hins vegar að kjósa sér fulltrúa á þingi og vonast til þess að sínir fulltrúar myndi síðan stjórn. Þessi hugsun, að það sé æskilegt að öll ríkisstjórnin sé utan þings, vekur margar spurningar. Í fyrsta lagi, hvernig ætlar þetta fólk að framfylgja stefnu eigin flokks? Með samtölum við þá sem sitja í embætti hverju sinni? Og hvaða þýðingu hefur það að aftengja hina pólitísku ábyrgð úr ráðuneytunum með því að skipa þangað ráðherra sem sækir ekki lýðræðislegt umboð sitt beint til almennings? Ráðherraábyrgð skiptist í tvennt. Annars vegar í lagalega ábyrgð og hins vegar pólitíska ábyrgð. Í hinni fyrrnefndu felst refsi- og bótaábyrgð ráðherra vegna embættisfærslna þeirra en í hinni síðarnefndu felst að Alþingi getur fundið að ákvörðunum ráðherra eða samþykkt á hann vantraust sem leiðir þá til þess að hann verður að hætta. Þetta þýðir að allir ráðherrar utan þings þurfa á endanum að njóta trausts og sækja umboð sitt til kjörinna fulltrúa. En sú staðreynd að enginn þeirra sækir umboð sitt beint til almennings gerir það að verkum að þeir verða í reynd einhvers konar sendiboðar þeirra þingmanna sem mynda meirihluta á þinginu hverjum tíma. Þá er betur heima setið en af stað farið. Það er allt í lagi að einstakir ráðherrar séu utan þings og við höfum ágæta reynslu af því. En sú stefna að ríkisstjórnin í heild sinni sé utan þings er óvissuleiðangur og í reynd fullkomin tilraunastarfsemi í stjórnskipun íslenska ríkisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun
Þeir einstaklingar, sem styðja stjórnmálamenn sem hafa þá stefnu að ráðherrar eigi ekki að sitja á þingi, hafa ekki hugmynd um hverjir verða fulltrúar þeirra í ríkisstjórn verði þeir stjórnmálamenn á annað borð í aðstöðu til að mynda stjórn. Er það gott? Píratar munu ekki eiga aðild að ríkisstjórn þar sem ráðherrar sitja jafnframt sem þingmenn. Þessi ályktun var samþykkt í kosningakerfi flokksins í febrúar sl. og er orðin stefna flokksins. Ályktunin er svohljóðandi: „Píratar skuli ekki eiga aðild að ríkisstjórn þar sem ráðherrar sitji jafnframt sem þingmenn.“ Magnús Orri Schram, sem freistar þess að verða formaður Samfylkingarinnar, er sömu skoðunar en hann lýsti henni í hér í þessu blaði um síðustu helgi. „Formaður í stjórnmálaflokki á að vera á þingi. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að ráðherrar eigi ekki að sitja á þingi,“ sagði Magnús Orri. Ef Magnús Orri nær markmiði sínu að verða formaður Samfylkingarinnar mun þá fólk sem kýs þann flokk kjósa sér formann utan ríkisstjórnar? Að sama skapi má spyrja hvort þeir sem ætla að kjósa Pírata í næstu kosningum muni kjósa einhverja allt aðra en fulltrúa flokksins í ríkisstjórn? Og þarf ekki að liggja fyrir áður en gengið er til kosninga um hvaða fólk sé að ræða? Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn eins og kemur fram í stjórnarskránni. Reglan felur það í sér að þeir einir geta gegnt ráðherraembætti sem meirihluti þingsins vill styðja eða að minnsta kosti þola í embætti. Stjórnarskráin takmarkar ekki að öll ríkisstjórnin sé utan þings. Í okkar fyrirkomulagi eru kjósendur hins vegar að kjósa sér fulltrúa á þingi og vonast til þess að sínir fulltrúar myndi síðan stjórn. Þessi hugsun, að það sé æskilegt að öll ríkisstjórnin sé utan þings, vekur margar spurningar. Í fyrsta lagi, hvernig ætlar þetta fólk að framfylgja stefnu eigin flokks? Með samtölum við þá sem sitja í embætti hverju sinni? Og hvaða þýðingu hefur það að aftengja hina pólitísku ábyrgð úr ráðuneytunum með því að skipa þangað ráðherra sem sækir ekki lýðræðislegt umboð sitt beint til almennings? Ráðherraábyrgð skiptist í tvennt. Annars vegar í lagalega ábyrgð og hins vegar pólitíska ábyrgð. Í hinni fyrrnefndu felst refsi- og bótaábyrgð ráðherra vegna embættisfærslna þeirra en í hinni síðarnefndu felst að Alþingi getur fundið að ákvörðunum ráðherra eða samþykkt á hann vantraust sem leiðir þá til þess að hann verður að hætta. Þetta þýðir að allir ráðherrar utan þings þurfa á endanum að njóta trausts og sækja umboð sitt til kjörinna fulltrúa. En sú staðreynd að enginn þeirra sækir umboð sitt beint til almennings gerir það að verkum að þeir verða í reynd einhvers konar sendiboðar þeirra þingmanna sem mynda meirihluta á þinginu hverjum tíma. Þá er betur heima setið en af stað farið. Það er allt í lagi að einstakir ráðherrar séu utan þings og við höfum ágæta reynslu af því. En sú stefna að ríkisstjórnin í heild sinni sé utan þings er óvissuleiðangur og í reynd fullkomin tilraunastarfsemi í stjórnskipun íslenska ríkisins.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun