Konur á barmi taugaáfalls Ritstjórn skrifar 14. mars 2016 09:45 Glamour Íslenski fatahönnuðurinn Anita Hirlekar sendi frá sér nýtt myndband í gær, sem sýnir vor og sumarlínu hennar fyrir árið 2016. Anita útskrifaðist í fyrra frá London Collage of Fashion í London, og var meðal annars valin í „Ones to watch“ af Fashion Scouts London, og sýndi meðal annars á tískuvikunni þar í fyrra. Innblásturinn að myndbandinum er kominn frá kvikmynd Pedro Almodóvar´Women on the Edge of a nervous breakdown'. Listræn stjórnun og leikstjórn í höndum Auðar Ómarsdóttur og um myndatöku og klippingu sá Anni Ólafsdóttir, báðar hjá Algera studio. Í myndbandinu sjást dansararnir Heba Eir Kjeld og Anna Kolfinna Kuran, ásamt fyrirsætunum Matthildi Matthíasdóttur og Kolfinnu Kristófersdóttur ganga og dansa um í fatnaði frá Anitu. Tónlistina í myndbandinu gerði Siggi Sigtryggs, sem er einnig kærasti Anitu og um hár og förðun sá Beauty Director Glamour, Adda Soffía Ingvarsdóttir. Á meðan tökunum stóð myndaði Saga Sig lookbook fyrir línuna. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Glamour Tíska Tengdar fréttir Með sína eigin tískusýningu á London Fashion Week Aníta Hirlekar útskrifaðist í fyrra úr virtasta tískuháskóla í heimi með mastersgráðu í fatahönnun. Hún fékk styrk til þess að setja upp sína eigin tískusýningu sem fer fram næsta föstudag í London. 12. september 2015 08:00 "Óraunverulegt að sjá fatalínuna mína á Vogue" Akureyringurinn Anita Hirlekar fékk boð um að sýna í París eftir frumraun sína á London Fashion Week. 22. september 2015 14:15 Mest lesið Toppaðu þig með topp Glamour María Grazia er fyrsta konan til að stýra tískurisanum Dior Glamour Fimm góð maskara trix Glamour Riccardo Tisci fer yfir til Burberry Glamour Lily-Rose Depp nýtt andlit Chanel Glamour Bella Hadid er nýtt andlit Dior Glamour Það er bara ein regla þegar kemur að tísku: Endurvinnum fötin okkar Glamour Fyrirsætur Marc Jacobs með dredda á tískupallinum Glamour Beyonce söng til móður sinnar Glamour Edward Enninful verður ritstjóri breska Vogue Glamour
Íslenski fatahönnuðurinn Anita Hirlekar sendi frá sér nýtt myndband í gær, sem sýnir vor og sumarlínu hennar fyrir árið 2016. Anita útskrifaðist í fyrra frá London Collage of Fashion í London, og var meðal annars valin í „Ones to watch“ af Fashion Scouts London, og sýndi meðal annars á tískuvikunni þar í fyrra. Innblásturinn að myndbandinum er kominn frá kvikmynd Pedro Almodóvar´Women on the Edge of a nervous breakdown'. Listræn stjórnun og leikstjórn í höndum Auðar Ómarsdóttur og um myndatöku og klippingu sá Anni Ólafsdóttir, báðar hjá Algera studio. Í myndbandinu sjást dansararnir Heba Eir Kjeld og Anna Kolfinna Kuran, ásamt fyrirsætunum Matthildi Matthíasdóttur og Kolfinnu Kristófersdóttur ganga og dansa um í fatnaði frá Anitu. Tónlistina í myndbandinu gerði Siggi Sigtryggs, sem er einnig kærasti Anitu og um hár og förðun sá Beauty Director Glamour, Adda Soffía Ingvarsdóttir. Á meðan tökunum stóð myndaði Saga Sig lookbook fyrir línuna. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.
Glamour Tíska Tengdar fréttir Með sína eigin tískusýningu á London Fashion Week Aníta Hirlekar útskrifaðist í fyrra úr virtasta tískuháskóla í heimi með mastersgráðu í fatahönnun. Hún fékk styrk til þess að setja upp sína eigin tískusýningu sem fer fram næsta föstudag í London. 12. september 2015 08:00 "Óraunverulegt að sjá fatalínuna mína á Vogue" Akureyringurinn Anita Hirlekar fékk boð um að sýna í París eftir frumraun sína á London Fashion Week. 22. september 2015 14:15 Mest lesið Toppaðu þig með topp Glamour María Grazia er fyrsta konan til að stýra tískurisanum Dior Glamour Fimm góð maskara trix Glamour Riccardo Tisci fer yfir til Burberry Glamour Lily-Rose Depp nýtt andlit Chanel Glamour Bella Hadid er nýtt andlit Dior Glamour Það er bara ein regla þegar kemur að tísku: Endurvinnum fötin okkar Glamour Fyrirsætur Marc Jacobs með dredda á tískupallinum Glamour Beyonce söng til móður sinnar Glamour Edward Enninful verður ritstjóri breska Vogue Glamour
Með sína eigin tískusýningu á London Fashion Week Aníta Hirlekar útskrifaðist í fyrra úr virtasta tískuháskóla í heimi með mastersgráðu í fatahönnun. Hún fékk styrk til þess að setja upp sína eigin tískusýningu sem fer fram næsta föstudag í London. 12. september 2015 08:00
"Óraunverulegt að sjá fatalínuna mína á Vogue" Akureyringurinn Anita Hirlekar fékk boð um að sýna í París eftir frumraun sína á London Fashion Week. 22. september 2015 14:15