Bandaríska Glamour fékk til liðs við sig mikilvægt fólk í þessum bransa til að heyra hvað þau höfðu að segja um kynjabilið í kvikmyndaheiminum.
„Það á ekki að vera talið svona svakalegt lengur ef kona er tilnefnd til Óskarverðalauna fyrir leikstjórn,“ segir leikkonan og handritshöfundurinn Kristen Wiig til dæmis og leikstjórinn Kimberly Pierce segir að fólk eigi að hætta að nota það sem afsökun að það séu ekki til hæfileikaríkir kvenkyns leikstjórar, því nóg sé til af þeim.
Sjáðu myndbandið frá Glamour hér - er þetta eitthvað sem við getum tekið líka til okkar hérna á Íslandi?